Fleiri fréttir Vilja afsögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, furðar sig á ályktun Sambands ungra framsóknarmanna frá því í morgun, en hana má skilja sem svo, að þar sem að ungir framsóknarmenn telji Árna Magnússon vera „flottan fulltrúa flokksins", þá sé hann hafinn yfir landslög. Ungir jafnaðarmenn telja þvert á móti að flottast hefði verið hjá félagsmálaráðherra að viðurkenna að hann hafi gert mistök og segja af sér ráðherradómi eftir dóm Hæstaréttar. 15.12.2005 15:30 Auglýsingarskilti Björgunarsveitar Hafnarfjarðar falið með öðru auglýsingarskilti Félögum í björgunarsveit Hafnarfjarðar brá heldur betur í brún í morgun þegar þeir sáu að auglýsingarskilti Krónunnar hafði verið lagt yfir auglýsingaskilti þeirra á hringtorgi í Hafnarfirði. Héldu sumir að þarna væri á ferð harðsvífin samkeppni en bæði auglýsingaskiltin auglýstu sölu jólatrjáa. 15.12.2005 15:15 Borgarstjórnarflokkur F-listans fagnar nýjum kjarasamningum Borgarstjórnarflokkur F-listans fagnar nýjum kjarasamningum þar sem laun umönnunarstétta, sem hafa verið mjög vanmetnar til launa, eru leiðrétt verulega. Bætt launakjör þeirra eru forsenda þess að borgin geti mannað þýðingarmiklar þjónustustofnanir í velferðarkerfinu og að með sómasamlegum hætti sé hægt að veita barnafjölskyldum, öldruðum og sjúkum þá þjónustu sem þeim ber. 15.12.2005 15:00 Funda um mögulega framleiðslu bóluefnis gegn fuglaflensu Ráðherrar heilbrigðismála á Norðurlöndunum funda á morgun um mögulega framleiðslu landanna á bóluefni gegn fuglaflensu. Fundað verður í Kaupmannahöfn og situr Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, fundinn. 15.12.2005 14:45 Áttundi maðurinn handtekinn í Danmörku vegna kynferðislegrar misnotkunar á ungri stúlku Alls hafa átta menn hafa verið handteknir í Danmörku grunaðir um að hafa misnotað 10 ára gamla stúlku en áttundi maðurinn var handtekinn í vikunni. Faðir stúlkunnar leyfði mönnunum að misnota stúlkuna gegn greiðslu. Mennirnir eru á fimmtugs aldri og allt upp í 75 ára gamlir. 15.12.2005 14:12 Engin rækja í fyrsta sinn í hálfa öld Engin rækja var veidd við Ísland í síðasta mánuði sem ekki hefur gerst í hálfa öld. Fyrir aðeins tíu árum slagaði aflaverðmæti rækju hátt upp í aflaverðmæti þorsksins og fjöldi skipa stundaði veiðarnar. 15.12.2005 13:11 Pilturinn fannst látinn Pilturinn sem lögregla og björgunarsveitir hafa leitað að frá í gær fannst upp úr klukkan tólf, og var hann látinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann drenginn í sjónum í Nauthólsvík. 15.12.2005 12:59 Kröfu um að Baugsmálið verði látið niður falla, hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu sakborninga í Baugsmálinu um að ákæruliðirnir átta, sem enn eru fyrir héraðsdómi, verði látnir niður falla. Verjendur kröfðust þess að málið yrði látið niður falla þar sem þrívegis hefði verið um að ræða útivist í þinghaldi hjá Sigurði Tómasi Magnússyni, settum ríkissaksóknara. Þá vísuðu þeir til vanhæfis Björns Bjarnason dómsmálaráðherra til að skipa Sigurð Tómas sem saksóknara. Þá sögðu þeir að þar sem ríkislögreglustjóri hefðu gefið út ákæru, ætti hann að sækja málið í héraði. Þessu var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan ellefu. 15.12.2005 11:56 Óttast hryðjuverk í Noregi Yfirmaður norsku öryggislögreglunnar segir aðeins tímaspursmál hvenær öfgasinnaðir múslimar geri hryðjuverkaárás í Noregi. Hann segir íslamska uppreisnarmenn nýta sér frelsið á Norðurlöndum til að skipuleggja hryðjuverk í öðrum löndum Evrópu og gagnrýnir norsk stjórnvöld harðlega fyrir að taka ekki harðar á þessum málum. Norðmenn studdu ekki innrásina í Írak árið 2003 en yfirmaður norsku öryggislögreglunnar segir orðspor landa í Skandinavíu um frelsi og opið samfélag hafa orðið til þess að öfgasinnaðir múslímar hafi í auknum mæli ákveðið að flytja þangað. 15.12.2005 11:49 Skaut ellefu manns til bana Nepalskur hermaður batt enda á deilur sínar við hóp óbreyttra borgara og myrti ellefu manns og særði nítján þegar hann skaut úr vélbyssu sinni. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna maðurinn hóf skothríð en frá þessu greindi nepalski herinn í morgun. Hermaðurinn féll sjálfur fyrir byssukúlu en hver batt enda á líf hans, er ekki vitað. Atburðurinn átti sér stað í gærkvöldi í bæ norðaustur af Katmandú, höfuðborg Nepals. Herinn hefur sætt harðri gagnrýni frá mannréttindasamtökum fyrir að beita of miklu valdi og myrða óbreytta borgara. 15.12.2005 10:49 Kjörsókn góð í Írak Kjörsókn hefur verið góð í þingkosningunum sem fram fara í Írak í dag. Súnní múslimar hafa lofað að gera ekki árásir á kjörstaði en sprengja sprakk þó við kjörstað í borginni Mosul í dag og varð einum að bana. 15.12.2005 10:43 Kafarar leita piltsins Lögreglan í Reykjavík og björgunarsveitarmenn leita enn Einars Haraldssonar, 18 ára pilts sem saknað hefur verið frá því skömmu eftir miðnætti á þriðjudagskvöld. Kafarar leita nú í Nauthólsvík og fjörur eru gengnar beggja vegna vogarins. 15.12.2005 10:34 Hellisheiði eystri enn lokuð fyrir umferð Vegir eru víða greiðfærir einkum á Suður- og Vesturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni um klukkan hálf tíu. Á sunnanverðum Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir. Þá er þæfingsfærð og skafrenningur á Lágheiði og hálkublettir og éljagangur á Öxnadalsheiði. 15.12.2005 10:25 Nektarmynd af kennara send til nemenda Lögreglan á Kýpur rannsakar nú all sérstakt mál þar sem nakinn kennari kemur við sögu. Þannig er að umræddur kennari, sem er kvenkyns, þurfti að bregða sér frá í miðri kennslustund á dögunum. 15.12.2005 10:00 Forysta leikskólakennara og Reykjavíkurborg funda í næstu viku Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgrstjóri vill koma eftirfarandi á framfæri vegna fréttar NFS fyrr í morgun varðandi kjarasamning leikskólakennara. Hún segir að til standi að funda með forystu leikskólakennarana 19. desember næstkomandi þegar niðurstaða úr atkvæðagreiðslu Eflingar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar muni liggja fyrir. 15.12.2005 08:17 Tæplega 4000 hænur drápust í bruna á Hornafirði Um 3600 hænur drápust þegar kviknaði í hænsnahúsi að bænum Grænahrauni á Hornafirði um klukkan tvö í gær. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. 15.12.2005 08:15 Boðað til launaráðstefnu í janúar Launanefnd sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum í gær tillögu formanns nefndarinnar, Gunnars Rafns Sigurbjörnssonar, um að boða til launaráðstefnu 20. janúar næstkomandi. Boðað er til ráðstefnunnar meðal annars vegna þeirra deilna sem upp hafa risið vegna nýgerðra kjarasamninga Reykjavíkurborgar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. 15.12.2005 08:00 Barði konu og dætur sínar til bana Maður í Indiíana í Bandaríkjunum hefur viðurkennt að hafa barið eiginkonu sína og þrjár dætur til bana vegna deilna við konuna um hver ætti að sjá um húsverkin á heimilinu. Maðurinn sagði við lögregluna að hann hefði verið undir miklu álagi að undanförnu en hann missti vinnuna fyrr á árinu. Hann á yfir höfði sér lífstíðardóm. 15.12.2005 08:00 Flugskeyti skotið að æðstu mönnum Islamic Jihad Einn af æðstu mönnum herskáu samtakanna Islamic Jihad eða heilags stríðs, slapp naumleg þegar hermenn frá Ísrael skutu flugskeyti að bíl hans í Gasaborg í Palestínu í gær. 15.12.2005 07:45 Danir duglegir að gefa fé til góðgerðarmála Aldrei hafa jafn mikil fjárframlög safnast til góðgerðarmála í Danmörku og á þessu ári. Árið er metár fyrir danska Rauða krossinn og UNICEF en einnig hefur verið sérlega mikið um stór fjárframlög til Neyðaraðstoðar kirkjunnar og Lækna án landamæra í Danmörku. 15.12.2005 07:30 Þingkosningar í Írak í dag Þingkosningar fara fram í Írak í dag. Gríðarleg öryggisgæsla er í landinu öllu en þar sem uppreisnarmenn úr röðum súnni-múslíma hafa lofað að gera ekki árásir á kjörstaði er búist við því að kjörsókn verði meiri fyrir vikið. 15.12.2005 07:30 Segir það tímaspursmál hvenær gerð verði hryðjuverkaárás í Noregi Yfirmaður norsku öryggislögreglunnar segir aðeins tímaspursmál hvenær öfgasinnaðir múslimar geri hryðjuverkaárás í Noregi. Hann segir íslamska uppreisnarmenn nýta sér frelsið á Norðurlöndum til að skipuleggja hryðjuverk í öðrum löndum Evrópu og gagnrýnir norsk stjórnvöld harðlega fyrir að taka ekki harðar á málum þessum. 15.12.2005 07:28 Albanir vilja að Kosovo fái sjálfstæði en ekki Serbar Albanar vilja að Kosovo fái sjálfstæði en Serbar vilja að Kosovo verði áfram hluti af Serbíu. Forsetar Makedóníu, Búlgaríu og Serbíu hittust í Ohrid í Makedóníu í gær til að ræða um framtíð Kosovo en búist er við að þeir gefi út sameiginlega yfirlýsingu um framtíð svæðisins í dag. 15.12.2005 07:27 Launanefnd sveitarfélaga samþykkti tillöguna Launanefnd sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum í gær tillögu formanns nefndarinnar, Gunnars Rafns Sigurbjörnssonar, um að boða til launaráðstefnu 20. janúar næstkomandi. Boðað er til ráðstefnunnar meðal annars vegna þeirra deilna sem upp hafa komið vegna nýgerðra kjarasamninga Reykjavíkurborgar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. 15.12.2005 07:26 Öryggisverðir á aukaæfingum vegna atviksins á Miami-flugvelli Bandarískir öryggisverðir sem gæta öryggis í flugvélum taka nú þátt í æfingum um borð í lestum og öðrum farþegaflutningatækjum og munu æfingarnar standa yfir í þrjá daga. Gripið var til þessa ráðs eftir að öryggisverðir um borð í vél American Airlines skutu farþega til bana á flugvellinum í Miami í síðustu viku sem sagðist vera með sprengju. 15.12.2005 07:19 Bush viðurkennir að upplýsingar um gereyðingarvopn hafi verið rangar George Bush, Bandaríkjaforseti, viðurkenndi í gær að stærstur hluti upplýsinga, sem bandaríska leyniþjónustan aflaði um gereyðingarvopn í Írak hafi verið rangur. 15.12.2005 07:14 Þrír bílar skemmdust vegna grjóthruns Þrír bílar urðu fyrir skemmdum vegna grjóthruns úr Óshlíð á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur í gær en engan sakaði. Einn bílanna hafnaði í vegrás ofan vegar en hún var full af vatni og flæddi inn í bílinn. Undirvagn á öðrum skemmdist og gat kom á bensíngeymi og hjólbarði eyðilagðist á þriðja bílnum. 15.12.2005 07:12 Áfram skrölti hann þó Ölvaður ökumaður, sem leið átti um Öxnadalinn í nótt, missti stjórn á bíl sínum sem fór út af veginum, valt heila veltu og kom niður á hjólinn aftur. Við það hvell sprakk á öðru framhjólinu, en með þrjú hjól undir bílnum, skrölti hann áfram- þó. 15.12.2005 07:12 Sendi ríkislögreglustjóra bréf varðandi fyrrum forstjóra Byggðastofnunar Magnús Þór Guðmundsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sendi ríkislögreglustjóra bréf þar sem hann bendir á ummæli Kristinn H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokks, varðandi afglöp fyrrum forstjóra Byggðastofnunar í starfi. Magnús Þór telur að afglöpin varði við lög, eigi fullyrðingar Kristins við staðreynd að styðjast, og furðar sig á því að málið hafi ekki verið rannsakað af lögreglu á sínum tíma. 14.12.2005 23:37 Þolinmæði leikskólakennara á þrotum Þolinmæði leikskólakennara í Reykjavík er þrotum. Þeir saka borgaryfirvöld um að sýna menntun sinni lítilsvirðingu og hroka og krefjast leiðréttingar á kjörum sýnum hið fyrsta. Launanefnd sveitarfélaga hyggst á næstunni funda með forystumönnum Félags leikskólakennara vegna málsins. 14.12.2005 23:16 Hefja aftur skipulagða leit á miðnætti Björgunarsveitarmenn hafa hætt leit í bili í Fossvoginum að Einari Haraldssyni, átján ára gömlum pilt, sem saknað er síðan eftir miðnætti. Björgunarsveitarmenn hefja aftur skipulagða leit í kringum miðnætti og ganga þá fjörur í Fossvoginum. 14.12.2005 21:50 Mæðrastyrksnefnd afhent jólatré Mæðrastyrksnefnd fékk jólatré afhent frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Sú venja hefur skapast að gefa Mæðrastyrksnefnd jólatré eftir grisjun furulunda í útmörk Reykjavíkur. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar, segir jólatrén koma sér vel og þegin af heilum hug. 14.12.2005 21:49 Leitað að 18 ára gömlum pilt Leit stendur yfir að Einari Haraldssyni, átján ára gömlum dreng , en ekkert hefur spurst til hans síðan hann rétt eftir miðnætti. Lögreglan í Reykjavík óskar eftir upplýsingum um ferðir Einars. 14.12.2005 21:13 Byrjuð á nýrri glæpasögu Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur og verkfræðingur er byrjuð á nýrri glæpasögu. Söguna skrifar hún á kvöldin hátt uppi á fjöllum í vinnubúðum við Kárahnjúka. 14.12.2005 21:11 Misskildi sitt eigið frumvarp Iðnaðarráðherra segist hafa misskilið sitt eigið frumvarp um breytingu á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Það sé ekki rétt að handhafar rannsóknarleyfa á auðlindum í jörðu eigi að hafa forgang að virkjunarleyfi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn hefði stutt frumvarpið ef ákvæði um vilyrði ráðherra fyrir nýtingarleyfi hefði verið fellt brott. 14.12.2005 20:54 Kveikt í dagblöðum í fjölbýlishúsi Eldur kom upp í stigagangi í Grýtubakka tvö um fimm-leytið í dag. Töluverður reykur var í stigaganginum þegar lögregla kom að, en eldurinn logaði ekki lengur. Svo virðist sem einhverjir óprúttnir náungar hafi kveikt í bunka af dagblöðum, en lögregla veit ekki en hver eða hverjir voru að verki. 14.12.2005 20:50 Félag um lýðheilsu mótmælir lokun Heilsuverndarstöðvar Aðalfundur Félags um lýðheilsu lýsir áhyggjum sínum yfir að Heilsuverndarstöðin sem akkeri og minnismerki í heilsuvernd á Íslandi hverfi úr því hlutverki. Ráðamenn eru hvattir til að tryggja áframhaldandi stöðu Heilsuverndarstöðvarinnar og starfsemi hennar í í lýðheilsu Íslendinga. 14.12.2005 20:03 Barnadauði á Íslandi er sá lægsti í heiminum Atli Dagbjartsson, yfirlæknir á vökudeild segir ástæður fyrir lágri tíðni ungbarnadauða á Íslandi vera meðal annars góð mæðravernd, meðferð og lækningar við fæðingu og virkt ungbarnaeftirlit, sem farið er eftir. 14.12.2005 19:57 Viðurkennir að upplýsingarnar hafi verið rangar George Bush bandaríkjaforseti viðurkenndi í dag að upplýsingar um gereyðingarvopn Íraka hefðu að mestu leyti verið rangar. Það breytti því ekki að Bandaríkjamenn mættu ekki draga herlið sitt burt fyrr en stöðugleiki kæmist á í landinu. 14.12.2005 19:45 Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla háu matvöruverði Samtök ferðaþjónustunnar taka undir með Samkeppniseftirlitinu að óásættanlegt sé að íslenskir neytendur og veitingahúsin í landinu, greiði 42% hærra verð fyrir matvæli en aðrar þjóðir í ESB löndunum. 14.12.2005 19:00 Óskað eftir upplýsingum um piltinn Lögreglan í Reykjavík óskar eftir upplýsingum um ferðir Einars Haraldssonar. Hann er 18 ára og fór frá Laugarásbíói um kl 00:30 og hefur ekki sést síðan. Grunur leikur á að Einar hafi farið í átt að Öskjuhlíð. 14.12.2005 18:54 Jónas ekki sáttur Jónas Garðarson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, hefur ýmislegt að athuga við rannsókn sjóslyssins á Viðeyjarsundi. Það hvarflar ekki að honum að segja af sér formennsku vegna málsins. 14.12.2005 18:45 Ekki enn fundinn Lögregla hefur ekki enn fundið 18 ára gamlan dreng sem hefur verið leitað síðan síðdegis í dag. Ekki hefur spurst til hans síðan um miðnættið í gær, en þá sást til hans við Öskjuhlíð. Fjölmennt leitarlið er nú í Öskjuhliðinni. 14.12.2005 18:37 400 þúsund hermenn á götum úti Nærri fjögur hundruð þúsund manna lið lögreglu og hers verður til taks í Írak á morgun, þegar kosið verður til þings í landinu í fyrsta sinn síðan Saddam Hússein var steypt af stóli. Landamæralögreglan í Írak lagði í gær hald á fimm þúsund falsaða kosningaseðla sem reynt var að flytja til landsins í vöruflutningabíl frá Íran. 14.12.2005 18:34 Stúlkan fundin Lögreglan hefur fundið tíu ára gamla þroskahefta stúlku sem leitað var að í Hlíðunum í dag. Hún var hjá vinkonu sinni og kom í leitirnar þar. 14.12.2005 17:37 Sjá næstu 50 fréttir
Vilja afsögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra Framkvæmdastjórn Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, furðar sig á ályktun Sambands ungra framsóknarmanna frá því í morgun, en hana má skilja sem svo, að þar sem að ungir framsóknarmenn telji Árna Magnússon vera „flottan fulltrúa flokksins", þá sé hann hafinn yfir landslög. Ungir jafnaðarmenn telja þvert á móti að flottast hefði verið hjá félagsmálaráðherra að viðurkenna að hann hafi gert mistök og segja af sér ráðherradómi eftir dóm Hæstaréttar. 15.12.2005 15:30
Auglýsingarskilti Björgunarsveitar Hafnarfjarðar falið með öðru auglýsingarskilti Félögum í björgunarsveit Hafnarfjarðar brá heldur betur í brún í morgun þegar þeir sáu að auglýsingarskilti Krónunnar hafði verið lagt yfir auglýsingaskilti þeirra á hringtorgi í Hafnarfirði. Héldu sumir að þarna væri á ferð harðsvífin samkeppni en bæði auglýsingaskiltin auglýstu sölu jólatrjáa. 15.12.2005 15:15
Borgarstjórnarflokkur F-listans fagnar nýjum kjarasamningum Borgarstjórnarflokkur F-listans fagnar nýjum kjarasamningum þar sem laun umönnunarstétta, sem hafa verið mjög vanmetnar til launa, eru leiðrétt verulega. Bætt launakjör þeirra eru forsenda þess að borgin geti mannað þýðingarmiklar þjónustustofnanir í velferðarkerfinu og að með sómasamlegum hætti sé hægt að veita barnafjölskyldum, öldruðum og sjúkum þá þjónustu sem þeim ber. 15.12.2005 15:00
Funda um mögulega framleiðslu bóluefnis gegn fuglaflensu Ráðherrar heilbrigðismála á Norðurlöndunum funda á morgun um mögulega framleiðslu landanna á bóluefni gegn fuglaflensu. Fundað verður í Kaupmannahöfn og situr Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, fundinn. 15.12.2005 14:45
Áttundi maðurinn handtekinn í Danmörku vegna kynferðislegrar misnotkunar á ungri stúlku Alls hafa átta menn hafa verið handteknir í Danmörku grunaðir um að hafa misnotað 10 ára gamla stúlku en áttundi maðurinn var handtekinn í vikunni. Faðir stúlkunnar leyfði mönnunum að misnota stúlkuna gegn greiðslu. Mennirnir eru á fimmtugs aldri og allt upp í 75 ára gamlir. 15.12.2005 14:12
Engin rækja í fyrsta sinn í hálfa öld Engin rækja var veidd við Ísland í síðasta mánuði sem ekki hefur gerst í hálfa öld. Fyrir aðeins tíu árum slagaði aflaverðmæti rækju hátt upp í aflaverðmæti þorsksins og fjöldi skipa stundaði veiðarnar. 15.12.2005 13:11
Pilturinn fannst látinn Pilturinn sem lögregla og björgunarsveitir hafa leitað að frá í gær fannst upp úr klukkan tólf, og var hann látinn. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann drenginn í sjónum í Nauthólsvík. 15.12.2005 12:59
Kröfu um að Baugsmálið verði látið niður falla, hafnað Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu sakborninga í Baugsmálinu um að ákæruliðirnir átta, sem enn eru fyrir héraðsdómi, verði látnir niður falla. Verjendur kröfðust þess að málið yrði látið niður falla þar sem þrívegis hefði verið um að ræða útivist í þinghaldi hjá Sigurði Tómasi Magnússyni, settum ríkissaksóknara. Þá vísuðu þeir til vanhæfis Björns Bjarnason dómsmálaráðherra til að skipa Sigurð Tómas sem saksóknara. Þá sögðu þeir að þar sem ríkislögreglustjóri hefðu gefið út ákæru, ætti hann að sækja málið í héraði. Þessu var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan ellefu. 15.12.2005 11:56
Óttast hryðjuverk í Noregi Yfirmaður norsku öryggislögreglunnar segir aðeins tímaspursmál hvenær öfgasinnaðir múslimar geri hryðjuverkaárás í Noregi. Hann segir íslamska uppreisnarmenn nýta sér frelsið á Norðurlöndum til að skipuleggja hryðjuverk í öðrum löndum Evrópu og gagnrýnir norsk stjórnvöld harðlega fyrir að taka ekki harðar á þessum málum. Norðmenn studdu ekki innrásina í Írak árið 2003 en yfirmaður norsku öryggislögreglunnar segir orðspor landa í Skandinavíu um frelsi og opið samfélag hafa orðið til þess að öfgasinnaðir múslímar hafi í auknum mæli ákveðið að flytja þangað. 15.12.2005 11:49
Skaut ellefu manns til bana Nepalskur hermaður batt enda á deilur sínar við hóp óbreyttra borgara og myrti ellefu manns og særði nítján þegar hann skaut úr vélbyssu sinni. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna maðurinn hóf skothríð en frá þessu greindi nepalski herinn í morgun. Hermaðurinn féll sjálfur fyrir byssukúlu en hver batt enda á líf hans, er ekki vitað. Atburðurinn átti sér stað í gærkvöldi í bæ norðaustur af Katmandú, höfuðborg Nepals. Herinn hefur sætt harðri gagnrýni frá mannréttindasamtökum fyrir að beita of miklu valdi og myrða óbreytta borgara. 15.12.2005 10:49
Kjörsókn góð í Írak Kjörsókn hefur verið góð í þingkosningunum sem fram fara í Írak í dag. Súnní múslimar hafa lofað að gera ekki árásir á kjörstaði en sprengja sprakk þó við kjörstað í borginni Mosul í dag og varð einum að bana. 15.12.2005 10:43
Kafarar leita piltsins Lögreglan í Reykjavík og björgunarsveitarmenn leita enn Einars Haraldssonar, 18 ára pilts sem saknað hefur verið frá því skömmu eftir miðnætti á þriðjudagskvöld. Kafarar leita nú í Nauthólsvík og fjörur eru gengnar beggja vegna vogarins. 15.12.2005 10:34
Hellisheiði eystri enn lokuð fyrir umferð Vegir eru víða greiðfærir einkum á Suður- og Vesturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni um klukkan hálf tíu. Á sunnanverðum Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir. Þá er þæfingsfærð og skafrenningur á Lágheiði og hálkublettir og éljagangur á Öxnadalsheiði. 15.12.2005 10:25
Nektarmynd af kennara send til nemenda Lögreglan á Kýpur rannsakar nú all sérstakt mál þar sem nakinn kennari kemur við sögu. Þannig er að umræddur kennari, sem er kvenkyns, þurfti að bregða sér frá í miðri kennslustund á dögunum. 15.12.2005 10:00
Forysta leikskólakennara og Reykjavíkurborg funda í næstu viku Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgrstjóri vill koma eftirfarandi á framfæri vegna fréttar NFS fyrr í morgun varðandi kjarasamning leikskólakennara. Hún segir að til standi að funda með forystu leikskólakennarana 19. desember næstkomandi þegar niðurstaða úr atkvæðagreiðslu Eflingar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar muni liggja fyrir. 15.12.2005 08:17
Tæplega 4000 hænur drápust í bruna á Hornafirði Um 3600 hænur drápust þegar kviknaði í hænsnahúsi að bænum Grænahrauni á Hornafirði um klukkan tvö í gær. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. 15.12.2005 08:15
Boðað til launaráðstefnu í janúar Launanefnd sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum í gær tillögu formanns nefndarinnar, Gunnars Rafns Sigurbjörnssonar, um að boða til launaráðstefnu 20. janúar næstkomandi. Boðað er til ráðstefnunnar meðal annars vegna þeirra deilna sem upp hafa risið vegna nýgerðra kjarasamninga Reykjavíkurborgar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. 15.12.2005 08:00
Barði konu og dætur sínar til bana Maður í Indiíana í Bandaríkjunum hefur viðurkennt að hafa barið eiginkonu sína og þrjár dætur til bana vegna deilna við konuna um hver ætti að sjá um húsverkin á heimilinu. Maðurinn sagði við lögregluna að hann hefði verið undir miklu álagi að undanförnu en hann missti vinnuna fyrr á árinu. Hann á yfir höfði sér lífstíðardóm. 15.12.2005 08:00
Flugskeyti skotið að æðstu mönnum Islamic Jihad Einn af æðstu mönnum herskáu samtakanna Islamic Jihad eða heilags stríðs, slapp naumleg þegar hermenn frá Ísrael skutu flugskeyti að bíl hans í Gasaborg í Palestínu í gær. 15.12.2005 07:45
Danir duglegir að gefa fé til góðgerðarmála Aldrei hafa jafn mikil fjárframlög safnast til góðgerðarmála í Danmörku og á þessu ári. Árið er metár fyrir danska Rauða krossinn og UNICEF en einnig hefur verið sérlega mikið um stór fjárframlög til Neyðaraðstoðar kirkjunnar og Lækna án landamæra í Danmörku. 15.12.2005 07:30
Þingkosningar í Írak í dag Þingkosningar fara fram í Írak í dag. Gríðarleg öryggisgæsla er í landinu öllu en þar sem uppreisnarmenn úr röðum súnni-múslíma hafa lofað að gera ekki árásir á kjörstaði er búist við því að kjörsókn verði meiri fyrir vikið. 15.12.2005 07:30
Segir það tímaspursmál hvenær gerð verði hryðjuverkaárás í Noregi Yfirmaður norsku öryggislögreglunnar segir aðeins tímaspursmál hvenær öfgasinnaðir múslimar geri hryðjuverkaárás í Noregi. Hann segir íslamska uppreisnarmenn nýta sér frelsið á Norðurlöndum til að skipuleggja hryðjuverk í öðrum löndum Evrópu og gagnrýnir norsk stjórnvöld harðlega fyrir að taka ekki harðar á málum þessum. 15.12.2005 07:28
Albanir vilja að Kosovo fái sjálfstæði en ekki Serbar Albanar vilja að Kosovo fái sjálfstæði en Serbar vilja að Kosovo verði áfram hluti af Serbíu. Forsetar Makedóníu, Búlgaríu og Serbíu hittust í Ohrid í Makedóníu í gær til að ræða um framtíð Kosovo en búist er við að þeir gefi út sameiginlega yfirlýsingu um framtíð svæðisins í dag. 15.12.2005 07:27
Launanefnd sveitarfélaga samþykkti tillöguna Launanefnd sveitarfélaga samþykkti á fundi sínum í gær tillögu formanns nefndarinnar, Gunnars Rafns Sigurbjörnssonar, um að boða til launaráðstefnu 20. janúar næstkomandi. Boðað er til ráðstefnunnar meðal annars vegna þeirra deilna sem upp hafa komið vegna nýgerðra kjarasamninga Reykjavíkurborgar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar. 15.12.2005 07:26
Öryggisverðir á aukaæfingum vegna atviksins á Miami-flugvelli Bandarískir öryggisverðir sem gæta öryggis í flugvélum taka nú þátt í æfingum um borð í lestum og öðrum farþegaflutningatækjum og munu æfingarnar standa yfir í þrjá daga. Gripið var til þessa ráðs eftir að öryggisverðir um borð í vél American Airlines skutu farþega til bana á flugvellinum í Miami í síðustu viku sem sagðist vera með sprengju. 15.12.2005 07:19
Bush viðurkennir að upplýsingar um gereyðingarvopn hafi verið rangar George Bush, Bandaríkjaforseti, viðurkenndi í gær að stærstur hluti upplýsinga, sem bandaríska leyniþjónustan aflaði um gereyðingarvopn í Írak hafi verið rangur. 15.12.2005 07:14
Þrír bílar skemmdust vegna grjóthruns Þrír bílar urðu fyrir skemmdum vegna grjóthruns úr Óshlíð á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur í gær en engan sakaði. Einn bílanna hafnaði í vegrás ofan vegar en hún var full af vatni og flæddi inn í bílinn. Undirvagn á öðrum skemmdist og gat kom á bensíngeymi og hjólbarði eyðilagðist á þriðja bílnum. 15.12.2005 07:12
Áfram skrölti hann þó Ölvaður ökumaður, sem leið átti um Öxnadalinn í nótt, missti stjórn á bíl sínum sem fór út af veginum, valt heila veltu og kom niður á hjólinn aftur. Við það hvell sprakk á öðru framhjólinu, en með þrjú hjól undir bílnum, skrölti hann áfram- þó. 15.12.2005 07:12
Sendi ríkislögreglustjóra bréf varðandi fyrrum forstjóra Byggðastofnunar Magnús Þór Guðmundsson, þingflokksformaður Frjálslynda flokksins, sendi ríkislögreglustjóra bréf þar sem hann bendir á ummæli Kristinn H. Gunnarssonar, þingmanns Framsóknarflokks, varðandi afglöp fyrrum forstjóra Byggðastofnunar í starfi. Magnús Þór telur að afglöpin varði við lög, eigi fullyrðingar Kristins við staðreynd að styðjast, og furðar sig á því að málið hafi ekki verið rannsakað af lögreglu á sínum tíma. 14.12.2005 23:37
Þolinmæði leikskólakennara á þrotum Þolinmæði leikskólakennara í Reykjavík er þrotum. Þeir saka borgaryfirvöld um að sýna menntun sinni lítilsvirðingu og hroka og krefjast leiðréttingar á kjörum sýnum hið fyrsta. Launanefnd sveitarfélaga hyggst á næstunni funda með forystumönnum Félags leikskólakennara vegna málsins. 14.12.2005 23:16
Hefja aftur skipulagða leit á miðnætti Björgunarsveitarmenn hafa hætt leit í bili í Fossvoginum að Einari Haraldssyni, átján ára gömlum pilt, sem saknað er síðan eftir miðnætti. Björgunarsveitarmenn hefja aftur skipulagða leit í kringum miðnætti og ganga þá fjörur í Fossvoginum. 14.12.2005 21:50
Mæðrastyrksnefnd afhent jólatré Mæðrastyrksnefnd fékk jólatré afhent frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Sú venja hefur skapast að gefa Mæðrastyrksnefnd jólatré eftir grisjun furulunda í útmörk Reykjavíkur. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar, segir jólatrén koma sér vel og þegin af heilum hug. 14.12.2005 21:49
Leitað að 18 ára gömlum pilt Leit stendur yfir að Einari Haraldssyni, átján ára gömlum dreng , en ekkert hefur spurst til hans síðan hann rétt eftir miðnætti. Lögreglan í Reykjavík óskar eftir upplýsingum um ferðir Einars. 14.12.2005 21:13
Byrjuð á nýrri glæpasögu Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur og verkfræðingur er byrjuð á nýrri glæpasögu. Söguna skrifar hún á kvöldin hátt uppi á fjöllum í vinnubúðum við Kárahnjúka. 14.12.2005 21:11
Misskildi sitt eigið frumvarp Iðnaðarráðherra segist hafa misskilið sitt eigið frumvarp um breytingu á lögum um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Það sé ekki rétt að handhafar rannsóknarleyfa á auðlindum í jörðu eigi að hafa forgang að virkjunarleyfi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir að flokkurinn hefði stutt frumvarpið ef ákvæði um vilyrði ráðherra fyrir nýtingarleyfi hefði verið fellt brott. 14.12.2005 20:54
Kveikt í dagblöðum í fjölbýlishúsi Eldur kom upp í stigagangi í Grýtubakka tvö um fimm-leytið í dag. Töluverður reykur var í stigaganginum þegar lögregla kom að, en eldurinn logaði ekki lengur. Svo virðist sem einhverjir óprúttnir náungar hafi kveikt í bunka af dagblöðum, en lögregla veit ekki en hver eða hverjir voru að verki. 14.12.2005 20:50
Félag um lýðheilsu mótmælir lokun Heilsuverndarstöðvar Aðalfundur Félags um lýðheilsu lýsir áhyggjum sínum yfir að Heilsuverndarstöðin sem akkeri og minnismerki í heilsuvernd á Íslandi hverfi úr því hlutverki. Ráðamenn eru hvattir til að tryggja áframhaldandi stöðu Heilsuverndarstöðvarinnar og starfsemi hennar í í lýðheilsu Íslendinga. 14.12.2005 20:03
Barnadauði á Íslandi er sá lægsti í heiminum Atli Dagbjartsson, yfirlæknir á vökudeild segir ástæður fyrir lágri tíðni ungbarnadauða á Íslandi vera meðal annars góð mæðravernd, meðferð og lækningar við fæðingu og virkt ungbarnaeftirlit, sem farið er eftir. 14.12.2005 19:57
Viðurkennir að upplýsingarnar hafi verið rangar George Bush bandaríkjaforseti viðurkenndi í dag að upplýsingar um gereyðingarvopn Íraka hefðu að mestu leyti verið rangar. Það breytti því ekki að Bandaríkjamenn mættu ekki draga herlið sitt burt fyrr en stöðugleiki kæmist á í landinu. 14.12.2005 19:45
Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla háu matvöruverði Samtök ferðaþjónustunnar taka undir með Samkeppniseftirlitinu að óásættanlegt sé að íslenskir neytendur og veitingahúsin í landinu, greiði 42% hærra verð fyrir matvæli en aðrar þjóðir í ESB löndunum. 14.12.2005 19:00
Óskað eftir upplýsingum um piltinn Lögreglan í Reykjavík óskar eftir upplýsingum um ferðir Einars Haraldssonar. Hann er 18 ára og fór frá Laugarásbíói um kl 00:30 og hefur ekki sést síðan. Grunur leikur á að Einar hafi farið í átt að Öskjuhlíð. 14.12.2005 18:54
Jónas ekki sáttur Jónas Garðarson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, hefur ýmislegt að athuga við rannsókn sjóslyssins á Viðeyjarsundi. Það hvarflar ekki að honum að segja af sér formennsku vegna málsins. 14.12.2005 18:45
Ekki enn fundinn Lögregla hefur ekki enn fundið 18 ára gamlan dreng sem hefur verið leitað síðan síðdegis í dag. Ekki hefur spurst til hans síðan um miðnættið í gær, en þá sást til hans við Öskjuhlíð. Fjölmennt leitarlið er nú í Öskjuhliðinni. 14.12.2005 18:37
400 þúsund hermenn á götum úti Nærri fjögur hundruð þúsund manna lið lögreglu og hers verður til taks í Írak á morgun, þegar kosið verður til þings í landinu í fyrsta sinn síðan Saddam Hússein var steypt af stóli. Landamæralögreglan í Írak lagði í gær hald á fimm þúsund falsaða kosningaseðla sem reynt var að flytja til landsins í vöruflutningabíl frá Íran. 14.12.2005 18:34
Stúlkan fundin Lögreglan hefur fundið tíu ára gamla þroskahefta stúlku sem leitað var að í Hlíðunum í dag. Hún var hjá vinkonu sinni og kom í leitirnar þar. 14.12.2005 17:37