Innlent

Tæplega 4000 hænur drápust í bruna á Hornafirði

Um 3600 hænur drápust þegar kviknaði í hænsnahúsi að bænum Grænahrauni á Hornafirði um klukkan tvö í gær. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Talið er eldur hafi kviknað í millibyggingu sem er á milli hænsnahússins og kartöfluhúss en verið er að rannsaka eldsupptök. Á Grænahrauni er rekið stærsta eggjabúáSuðausturlandien í húsinu voru um 2800 hænur og um 800 ungar sem áttu að byrja að verpa í febrúar.

Fréttavefurinn Horn.is greinir svo frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×