Erlent

Nektarmynd af kennara send til nemenda

Lögreglan á Kýpur rannsakar nú all sérstakt mál þar sem nakinn kennari kemur við sögu. Þannig er að umræddur kennari, sem er kvenkyns, þurfti að bregða sér frá í miðri kennslustund á dögunum. Farsími konunnar varð hins vegar eftir í skólastofunni og ákvað einn nemandinn að skoða hann aðeins nánar. Sú skoðun skilaði góðum árangri, ef svo má segja, því í ljós kom að kennarinn var með mynd af sjálfri sér á evuklæðunum einum saman í símanum. Áður en langur tími var liðinn höfðu allir nemendur, sem og starfsmenn, skólans fengið myndina senda. Kýpverska lögreglan reynir nú að finna út hvaða nemandi það var sem framdi „glæpinn".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×