Erlent

Skaut ellefu manns til bana

Nepalskur hermaður batt enda á deilur sínar við hóp óbreyttra borgara og myrti ellefu manns og særði nítján þegar hann skaut úr vélbyssu sinni. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna maðurinn hóf skothríð en frá þessu greindi nepalski herinn í morgun. Hermaðurinn féll sjálfur fyrir byssukúlu en hver batt enda á líf hans, er ekki vitað. Atburðurinn átti sér stað í gærkvöldi í bæ norðaustur af Katmandú, höfuðborg Nepals. Herinn hefur sætt harðri gagnrýni frá mannréttindasamtökum fyrir að beita of miklu valdi og myrða óbreytta borgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×