Innlent

Kafarar leita piltsins

Björgunarsveitarmenn leita piltsins í Öskjuhlíð í gærkvöld.
Björgunarsveitarmenn leita piltsins í Öskjuhlíð í gærkvöld. MYND/Vilhelm

Lögreglan í Reykjavík og björgunarsveitarmenn leita enn Einars Haraldssonar, 18 ára pilts sem saknað hefur verið frá því skömmu eftir miðnætti á þriðjudagskvöld. Kafarar leita nú í Nauthólsvík og fjörur eru gengnar beggja vegna vogarins. Leitin hófst um miðjan dag í gær og beindist hún þá fyrst og fremst að Öskjuhlíðinni og var leitað í alla nótt. Föt af Einari fundust við Fossvogskirkjugarð en aðrar vísbendingar liggja ekki fyrir að sögn lögreglu. Yfir 50 manns taka nú þátt í leitinni og mun þyrla Landhelgisgæslunnar hefja leit þegar fer að birta meira. Einar er einn og áttatíu á hæð, ljósskolhærður og þrekvaxinn. Þeir sem kynnu að vita eitthvað um ferðir hans eru beðnir að láta lögregluna vita í síma 444 1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×