Innlent

Kröfu um að Baugsmálið verði látið niður falla, hafnað

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað kröfu sakborninga í Baugsmálinu um að ákæruliðirnir átta, sem enn eru fyrir héraðsdómi, verði látnir niður falla. Verjendur kröfðust þess að málið yrði látið niður falla þar sem þrívegis hefði verið um að ræða útivist í þinghaldi hjá Sigurði Tómasi Magnússyni, settum ríkissaksóknara. Þá vísuðu þeir til vanhæfis Björns Bjarnason dómsmálaráðherra til að skipa Sigurð Tómas sem saksóknara. Þá sögðu þeir að þar sem ríkislögreglustjóri hefðu gefið út ákæru, ætti hann að sækja málið í héraði. Þessu var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan ellefu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×