Innlent

Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla háu matvöruverði

MYND/GVA
Samtök ferðaþjónustunnar taka undir með Samkeppniseftirlitinu að óásættanlegt sé að íslenskir neytendur og veitingahúsin í landinu, greiði 42% hærra verð fyrir matvæli en aðrar þjóðir í ESB löndunum. Íslensk ferðaþjónusta er í harðri samkeppni á alþjóðamarkaði og brýnt að hún búi við svipað starfsumhverfi og aðrar þjóðir í Evrópu. Innkaup hrá efnis, sérstaklega innkaup landbúnaðarvara, eru einn stærsti kostnaðarliður veitingastaða og hefur alltof hátt landbúnaðarverð gert rekstur íslenskra veitingahúsa erfiðan.

Samtök ferðaþjónustunnar skora á íslensk stjórnvöld að bretta upp ermar og vinna að því að íslenskir neytendur þ.m.t. veitingahús geti keypt matvæli á svipuðu verði og aðrar þjóðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×