Innlent

Áfram skrölti hann þó

Ölvaður ökumaður, sem leið átti um Öxnadalinn í nótt, missti stjórn á bíl sínum sem fór út af veginum, valt heila veltu og kom niður á hjólinn aftur. Við það hvell sprakk á öðru framhjólinu, en með þrjú hjól undir bílnum, skrölti hann áfram- þó. Stóðu nú eldglæringar undan bílnum næstu 17 kílómetrana, á meðan sprungna dekkið og felgan voru að étast upp, en þá missti hann aftur stjórn á bílnum sem hafnaði utan vegar. Var hann að bisa við að koma bílnum enn upp á veginn, þegar lögreglu bar að og stöðvaði leikinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×