Innlent

Barnadauði á Íslandi er sá lægsti í heiminum

MYND/GVA

Atli Dagbjartsson, yfirlæknir á vökudeild segir ástæður fyrir lágri tíðni ungbarnadauða á Íslandi vera meðal annars góð mæðravernd, meðferð og lækningar við fæðingu og virkt ungbarnaeftirlit, sem farið er eftir.

Samkvæmt skýrslu UNICEF sem birtist í dag er Ísland, ásamt Singapúr, með lægstu tíðni ungbarnadauða í heiminum. Þá er Ísland einnig með eina lægstu tíðni smábarnadauða, sem tekur til barna undir eins árs aldri, þar sem eru tvö dauðsföll á hverja þúsund lifandi fæðingar.

Tíðni ungbarnadauða hér á landi hefur lækkað að meðaltali um 6,2% á ári hverju frá 1990. Erfitt er að reiða sig á prósentutölur þegar um svona fá tilfelli er að ræða, en prósentutalan tekur þó til 15 ára tímabils og því virðist sem ungbarnadauði fari lækkandi hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×