Innlent

Þrír bílar skemmdust vegna grjóthruns

Þrír bílar urðu fyrir skemmdum vegna grjóthruns úr Óshlíð á milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur í gær en engan sakaði. Einn bílanna hafnaði í vegrás ofan vegar en hún var full af vatni og flæddi inn í bílinn. Undirvagn á öðrum skemmdist og gat kom á bensíngeymi og hjólbarði eyðilagðist á þriðja bílnum. Mikil rigning var og hlýindi vestra í fyrrinótt og varaði Vegagerðin við grjóthruni í gærmorgun. Veður fór hinsvegar kólnandi í nótt og lítið ringdi þannig að vonir eru bundnar við að hættan sé liðin hjá. Öll óhöppin urðu á vegaköflum utan við fyrirhuguð jarðgöng, líkt og hrunið fyrir tveimur dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×