Erlent

Áttundi maðurinn handtekinn í Danmörku vegna kynferðislegrar misnotkunar á ungri stúlku

Alls hafa átta menn hafa verið handteknir í Danmörku grunaðir um að hafa misnotað 10 ára gamla stúlku en áttundi maðurinn var handtekinn í vikunni. Faðir stúlkunnar leyfði mönnunum að misnota stúlkuna gegn greiðslu. Mennirnir eru á fimmtugs aldri og allt upp í 75 ára gamlir.

Búið er að dæma þrjá menn í 12 og 16 mánaða fangelsi en faðirinn ásamt fjórum öðrum mönnum er enn í gæsluvarðhaldi. Lögreglan hefur nú yfirheyrt áttunda manninn sem talinn er tengjast máinu.

Stúlkan bjó hjá föður sínum ásamt yngri systur í bænum Tønder á Suður-Jótlandi en foreldrar þeirra voru skilin. Faðir þeirra leyfði mönnunum að misnota stúlkuna gegn greiðslu en þó ekki í öllum tilvikum, meðal annars þegar hann horfði sjálfur á mennina hafa mök við stúlkuna eða misnota hana á annan hátt. Stúlkunni og systur hennar hefur verið komið fyrir hjá fósturfjölskyldu en grunur leikur á að yngri stúlkan hafi líka verið misnotuð.

Lögreglan hóf að rannsaka málið í ágúst vegna vísbendinga sem bárust henni. Málið var rannsakað í mikilli leynd en það var ekki fyrr en í enda október þegar tveir mannanna voru dæmdir sekir, að málið var opinbert.

Málið hefur vakið hörð viðbrögð almennings í Danmörku sér í lagi meðal íbúa í Tønder. Nokkur umræða hefur skapast vegna kynferðisbrotadóma en þeir þykja of vægir. Dómsmálaráðherra Danmerkur, Lene Espersen, var afhendur undirskriftarlisti með um 30.000 undirskriftum í gær þar sem skorað var á hana að herða refsingu vegna kynferðisafbrota gegn börnum. Þá hefur félagsmálaráðherra Danmerkur, Eva Kjer Hansen,hefur gangnrýnt sveitastjórnina í Tønder fyrir að hafa ekki tekið í taumana fyrr en vitað var að stúlkurnar voru vanræktar af hálfu föður síns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×