Innlent

Hefja aftur skipulagða leit á miðnætti

Björgunarsveitarmenn hafa hætt leit í bili í Fossvoginum að Einari Haraldssyni, átján ára gömlum pilt, sem saknað er síðan eftir miðnætti. Björgunarsveitarmenn hefja aftur skipulagða leit í kringum miðnætti og ganga þá fjörur í Fossvoginum. Ef ekkert gengur þá verður leitað aftur í birtingu í fyrramáli.

Lögreglan í Reykjavík óskar eftir upplýsingum um ferðir Einars. Hann sást síðast þegar hann fór frá Laugarásbíói um klukkan hálf eitt í nótt. Grunur leikur á að Einar hafi farið í átt að Öskjuhlíð. Í kringum fimmtíu björgunarsveitarmenn hafa leitað í Öskjuhlíðinni í dag og í kvöld.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×