Erlent

Danir duglegir að gefa fé til góðgerðarmála

Aldrei hafa jafn mikil fjárframlög safnast til góðgerðarmála í Danmörku og á þessu ári. Árið er metár fyrir danska Rauða krossinn og UNICEF en einnig hefur verið sérlega mikið um stór fjárframlög til Neyðaraðstoðar kirkjunnar og Lækna án landamæra í Danmörku. Fjárframlög hafa einkum safnast vegna náttúruhamfara líkt og vegna flóðbylgjunar í Suðaustur-Asíu, jarðskjálftans í Pakistan og hungursneiðar í Níger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×