Innlent

Jónas ekki sáttur

Jónas Garðarson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, hefur ýmislegt að athuga við rannsókn sjóslyssins á Viðeyjarsundi. Það hvarflar ekki að honum að segja af sér formennsku vegna málsins.

Samkvæmt rannsókn lögreglunnar var Jónas einn við stýrið þegar skemmtibátur hans, Harpa, sökk á Viðeyjarsundi. Tvennt fórst í slysinu, en Jónasi, eiginkonu hans og 11 ára syni var bjargað. Þá kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að Jónas hafi verið undir áhrifum áfengis þegar slysið varð. Jónas hefur ekki viljað koma í viðtal vegna málsins, en sagði í samtali við NFS að hann hefði ýmislegt við rannsóknina að athuga, en vildi ekki tjá sig efnislega frekar. Þá hefur hann ekki íhugað að segja af sér formennsku í Sjómannafélagi Reykjavíkur eða stöðu gjaldkera í Sjómannasambandi Íslands. NFS hefur rætt við ýmsa forystumenn innan sjómannaforystunnar, en þeir hafa ýmist lýst yfir stuðningi við Jónas eða neitað að tjá sig um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×