Erlent

Segir það tímaspursmál hvenær gerð verði hryðjuverkaárás í Noregi

Yfirmaður norsku öryggislögreglunnar segir aðeins tímaspursmál hvenær öfgasinnaðir múslimar geri hryðjuverkaárás í Noregi. Hann segir íslamska uppreisnarmenn nýta sér frelsið á Norðurlöndum til að skipuleggja hryðjuverk í öðrum löndum Evrópu og gagnrýnir norsk stjórnvöld harðlega fyrir að taka ekki harðar á málum þessum. Norðmenn studdu ekki innrásina í írak árið 2003 en hann segir orðspor landa í Skandinavíu um frelsi og opið samfélag hafa orðið til þess að öfgasinnaðir múslímar hafi í auknum mæli ákveðið að flytja þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×