Innlent

Mæðrastyrksnefnd afhent jólatré

Óskar Baldursson, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Þiðrik Hansson
Óskar Baldursson, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Þiðrik Hansson Umhverfissvið Reykjavíkurborgar
Mæðrastyrksnefnd fékk jólatré afhent frá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Sú venja hefur skapast að gefa Mæðrastyrksnefnd jólatré eftir grisjun furulunda í útmörk Reykjavíkur.Ragnhildur G. Guðmundsdóttir formaður Mæðrastyrksnefndar, segir jólatrén koma sér vel og þegin af heilum hug.

Fjöldi trjáa sem gefin er er breytilegur eftir árum og ræðst af grisjuninni, núna verða um það bil 70 tré gefin Mæðrastykrsnefnd og öðrum samtökum. Hluti þeirra trjáa sem gefin eru hafa unglingar í Vinnuskóla Reykjavíkur gróðursett. Trén sem hér um ræðir eru frá metra til 1.8 metra á hæð og um það bil tíu ára gömul.

Mæðrastyrksnefnd er til húsa á Sólvallagötu 45 en þar er opið á miðvikudögum. Ragnhildur sagði að það væri óvenjumikið að gera í dag, miðvikudaginn 14. desember og að klukkan 15.00 hefðu þegar um 160 manns komið til að þiggja aðstoð eins og helstu matvörur. Ragnhildur býst við að fleiri leiti til Mæðrastyrksnefndar eftir aðstoð á þessu ári en á liðnu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×