Innlent

Þolinmæði leikskólakennara á þrotum

MYND/GVA

Þolinmæði leikskólakennara í Reykjavík er þrotum. Þeir saka borgaryfirvöld um að sýna menntun sinni lítilsvirðingu og hroka og krefjast leiðréttingar á kjörum sýnum hið fyrsta. Launanefnd sveitarfélaga hyggst á næstunni funda með forystumönnum Félags leikskólakennara vegna málsins.

Mikill urgur er í leikskólakennurum vegna nýgerðra kjarasamninga Reykjavíkurborgar við Eflingu og Starfsmannafélag Reykjavíkuborgar en þeir hafa leitt til þess að ófaglærðir á leikskólum borgarinnar fá nú sumir hverjir hærri laun en menntaðir leikskólakennarar. Reykjavíkurdeild Félags leikskólakennara efndi til fjölmenns fundar í kvöld af þessu tilefni og þar var mikill hiti í fólki. Fram kom að leikskólakennarar væru langþreyttir eftir erfitt haust þar sem erfiðlega hefur gengið að manna í allar stöður á leikskólunum og álag á starfsfólk því mikið.

Við þetta bættust nú nýju samningarnir og þau skilaboð frá borgarstjóra að samningar við leikskólakennara yrðu ekki teknir upp fyrr en þeir rynnu út í lok september. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara, segir að það hafi hleypt illu blóði í félagsmenn þegar borgarstjóri hafi ekki viljað hitta þá og það þyki félaginu miður.

Guðrún Jóna Thorarensen, aðstoðarleikskólastjóri í Foldakoti, hefur nýverið snúið aftur til starfa í leikskóla eftir að hafa menntað sig. Hún gagnrýnir borgaryfirvöld fyrir skilningsleysi og segir hættu á að leikskólakennarar hverfi frá störfum sínum verði kjör þeirra ekki bætt.

Hún segir furðurlegt að borgaryfirvöld reki fyrirtæki og komi ekki auga á vandann innan þess. Fyrirtækinu gangi illa vegna launastefnunnar og undarlegt sé að leikskólakennarar þyrfi að benda þeim á það. Borgaryfirvöld hljóti að vilja reka sitt fyrirtæki vel og hafa starfsmenn sína ánægða, fara yfir launamálin og leiðrétta launin. Það sé sorglegt að fólk þurfi að hóta uppsögn, þeir fáu sem eftir séu.

Launanefnd sveitarfélaga fundaði í dagþar sem tekið var fyrir erindi á Félagi leikskólakennara vegna málsins. Þar var samþykkt að efna til fundar í samstarfsnefnd þessara tveggja aðila og segir Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður launanefndarinnar, að hann vonist til þess að fundur verði á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×