Innlent

Byrjuð á nýrri glæpasögu

MYND/GVA

Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur og verkfræðingur er byrjuð á nýrri glæpasögu. Söguna skrifar hún á kvöldin hátt uppi á fjöllum í vinnubúðum við Kárahnjúka.

Það er skollið á myrkur þegar hefðbundnum vinnudegi Yrsu við framkvæmdaeftirlit lýkur á Kárahnjúkum. Hún er á leið í íbúðina sem hún hefur til afnota í vinnubúðunum en þar tekur nú við hitt starfið sem hún sinnir um þessar mundir, það að skrifa glæpasögu.

Yrsa hafði áður sent frá sér þrjár barnabækur þegar hún sneri sér að glæpasögum og kom sú fyrsta, Þriðja táknið, út nú fyrir jólin. Næsta saga byggir á þeirri fyrri.

Samstarfsfélagar Yrsu á Kárahnjúkum, bæði innlendir og erlendir, fylgjast af áhuga með skrifum hennar og reyndar fékk hún lánuð nöfn nokkurra þeirra til að nota á persónur í bókinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×