Fleiri fréttir Hótel Óðinsvé og Brauðbær seld Einkahlutafélagið Þórstorg hefur keypt Hótel Óðinsvé og Brauðbæ af Bjarna Árnasyni, oft kenndum við Brauðbæ, og Þóru Bjarnadóttur. Þórstorg er í eigu Lindu Jóhannsdóttur, Ellerts Finnbogasonar, félags í eigu Birgis Sigfússonar, Jóhanns Gunnarssonar og fjárfestingafélagsins Gamma ehf og mun Ellert taka við starfi hótelstjóra. 10.8.2005 00:01 Pallbíll á kaf í Jökulsá Lítll pallbíll á vegum Slippstöðvarinnar á Akureyri fór út af veginum við Jökulsá við Kárahnjúka skömmu eftir hádegið með þeim afleiðingum að hann stakkst á bólakaf í ána. Mikið mildi þykir að ekki fór verr en raun bar vitni þar sem fjórir voru í bílnum þegar atburðurinn átti sér stað. Fólkið komst út úr bílnum af eigin rammleik og þaðan í land. 10.8.2005 00:01 Handtóku grunaða hryðjuverkamenn Lögreglufyrivöld í Tyrklandi hafa handtekið 10 manns grunaða um aðild að hryðjuverkasamtökunum al-Qaida. Talið er að fólkið hafi ætlað að leggja á ráðin um hryðjuverk í ísraelsku skemmtiferðaskipi undan ströfndum Tyrklands. Handtökurnar fóru fram fyrir nokkrum dögum í Antalya-héraði við Miðjarðarhaf, en í héraðinu eru margir af vinsælustu ferðamannastöðum Tyrklands. 10.8.2005 00:01 Dýralæknar gagnrýna Guðna Dýralæknafélag Íslands gagnrýnir ráðningu forstjóra Landbúnaðarstofnunar og mótmælir einnig ákvörðun Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra að staðsetja stofnunina utan höfuðborgarsvæðisins. Ekkert samráð hafi verið haft við starfsmenn stofnunarinnar þegar ákvörðunin var tekin. 10.8.2005 00:01 Óttast frekari olíuverðshækkanir Heimsmarkaðsverð á hráolíu er nú rúmlega 63 dollarar tunnan á Bandaríkjamarkaði en verðið hefur hækkað mikið síðustu daga. Verðið náði hámarki í gær þegar það fór upp í rúmlega 64 dollara á tunnuna og óttast menn að verðið muni hækka ennfrekar í dag vegna óstöðugleika á bandaríska hlutabréfamarkaðum. 10.8.2005 00:01 Orlofsréttur ekki umsemjanlegur Réttur til fæðingarorlofs er skilyrðislaus og ekki umsemjanlegur, segir Jafnréttisráð í ályktun sem það hefur sent frá sér vegna umræðunnar síðustu daga um fæðingarorlofsmál. Í ályktuninni segir enn fremur að lögin um fæðingarorlof hafi verið mikilvægt skref í þá átt að styrkja stöðu kvenna á vinnumarkaði og til að jafna fjölskylduábyrgð foreldra. 10.8.2005 00:01 Lá við stórslysi í eldsvoða Litlu munaði að stórslys yrði þegar verið var að slökkva eld sem upp kom í dráttarvél á bænum Hólum í Dýrafirði í fyrradag. 10.8.2005 00:01 Rússar að hefna sín á Póverjum? Ráðist var á pólskan sendiráðsstarfsmann með hrottalegum hætti í miðborg Moskvu í dag. Þetta er önnur árásin á sendiráðsstafsmenn Pólverja í vikunni en atburðirnir eru taldir tengjast árás sem börn nokkurra rússneskra sendiráðsstarfsmanna urði fyrir í Varsjá fyrir skemmstu. 10.8.2005 00:01 Atkvæðagreiðsla um samninga kærð Framkvæmd atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna hefur verið kærð til félagsmálaráðuneytisins. Kærandi telur að um tvöfalt brot á vinnulöggjöfinni sé að ræða. Atkvæðagreiðslan sé því ógild og efna þurfi til nýrra kosninga. </font /></b /> 10.8.2005 00:01 Marglyttur herja á ferðamenn Það er ekki eintóm sæla að fara í sumarfrí. Því hafa ferðamenn við Miðjarðarhafsströnd Spánar fengið að kynnast í sumar, en þar hefur mikill fjöldi marglyttna herjað á baðgesti. Rauði kross Spánar segist hafa sinnt nærri 11 þúsund manns sem hafi stungið sig á marglyttum í Katalóníu-héraði einu í sumar, en það eru tvöfalt fleiri tilfelli en á sama tíma í fyrra. 10.8.2005 00:01 Sex hermenn drepnir í Írak Sex bandarískir hermenn létust í átökum í Írak í gær auk þess sem sex særðust. Alls hafa því 1834 bandarískir hermenn látist frá því að innrásin á Írak hófst í marsmánuði árið 2003. 10.8.2005 00:01 Strætó býður upp á Skólakort Strætó hefur tekið upp á þeirri nýjung að bjóða fólki upp á sérstakt Skólakort frá og með 15. ágúst nk. Skólakortið tekur mið af skólaárinu en er gert til að koma til móts við óskir og þarfir skólafólks og annarra, sem nota strætisvagnana reglulega, um hagkvæman og ódýran ferðakost og gildir það allan veturinn. 10.8.2005 00:01 Blönduós vill ekki hlut í Vilkó "Þarna var um mjög litla upphæð að ræða sem engu máli skipti og því féllum við frá þátttöku," segir Ágúst Þór Bragason, sem situr í bæjarráði Blönduóss. 10.8.2005 00:01 Þúsundir kvartana á síðasta ári Kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna bárust tæplega tíu þúsund erindi á síðasta ári en erindin varða bæði almennar fyrirspurnir sem og kvartanir vegna þjónustu eða viðskipta. 10.8.2005 00:01 Árni hæstur - Ingibjörg lægst Upplýsingar um hæð síðustu borgarstjóra eru varðveittar í Fjölskyldugarðinum í Laugardal. Árni Sigfússon er borgarstjóra hæstur en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lægst. Samkvæmt því er hæð ekki ávísun á langlífi í borgarstjóraembætti. </font /></b /> 10.8.2005 00:01 Mannskæð flóð í Íran Að minnsta kosti 23 eru látnir og tíu er saknað eftir flóð í Golestan-héraði í norðausturhluta Írans í nótt. Reuters-fréttastofan hefur eftir starfsmönnum Rauða hálfmánans að töluverðar skemmdir hafi orðið í flóðunum og hafa samstökin sent þyrlu af stað til að leita þeirra sem saknað er. 10.8.2005 00:01 Óttast um afdrif 60 hermanna Nepölsk stjórnvöld hafa vaxandi áhyggjur af afdrifum sextíu hermanna sem ekkert hefur spurst til í nokkurn tíma. Lík fjörutíu félaga þeirra fundust í vikunni en þeir féllu í átökum við uppreisnarmenn maóista. 10.8.2005 00:01 Vonirnar fara dvínandi Björgunarsveitir náðu í gær upp líki eins námuverkamannsins sem festist í kolanámugöngum í sunnanverðu Kína. 122 manns eru ennþá ofan í 480 metra djúpum göngunum sem lokuðust á sunnudaginn eftir að vatn flæddi inn í þau. 10.8.2005 00:01 Erfið vist hjá Khodorkovsky Mikhail Khodorkovsky, fyrrverandi eiganda Yukos-olíufélagsins, hefur nú verið komið fyrir í fangaklefa með ellefu öðrum föngum án nokkurra þæginda, svo sem aðgangi að fréttum. 10.8.2005 00:01 Flókin staða í norskri pólitík Ágreiningur um utanríkismál gæti orðið til þess að vinstriflokkarnir í Noregi næðu ekki að mynda ríkisstjórn að loknum þingkosningunum í haust enda þótt þeir næðu meirihluta. 10.8.2005 00:01 Stoltenberg sigurstranglegastur Veðbankar í Noregi telja Jens Stoltenberg líklegastan til að verða forsætisráðherra Noregs að loknum norsku þingkosningum sem haldnar verða í september. 10.8.2005 00:01 Viðsnúningur í innflytjendamálum Í fyrsta sinn í aldarfjórðung flytja fleiri erlendir ríkisborgarar frá Danmörku en til landsins. 10.8.2005 00:01 Leggur áherslu á skaparahlutverkið George W. Bush Bandaríkjaforseti lét þá skoðun sína í ljós í viðtali við dagblað frá Texas að í stað þess að kenna skólabörnum þróunarkenningu Darwins væri heppilegra að kenna þeim svonefnda heimshönnuðarkenningu. 10.8.2005 00:01 Auðgun íransks úrans hafin Íranar rufu í gær innsigli Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar IAEA í kjarnorkuverinu í Isfahan og því er ekkert því til fyrirstöðu að þeir geti hafið auðgun úrans. 10.8.2005 00:01 Leiðtogar afneita vandanum Hungursneyð virðist vera að breiðast út um mið- og austanverða Afríku. Tuttugu milljónir manna eru sagðar í hættu vegna næringarskorts. 10.8.2005 00:01 Finnsk þyrla fórst í Eystrasalti Tólf manns eru taldir af eftir að eistnesk þyrla hrapaði í Eystrasalt skömmu eftir flugtak. Brak hefur fundist af þyrlunni en engin lík. 10.8.2005 00:01 Fuglaflensa breiðist út í Síberíu Fuglaflensa heldur áfram að breiðast út í Síberíu í Rússlandi. Samkvæmt <em>Interfax</em>-fréttastofunni eru sýkt svæði í Rússlandi nú alls 14. 35 þúsund alifuglum hefur verið slátrað í héraðinu Novosibirsk, þar sem veiran greindist síðast, til þess að reyna að hefta útbreiðslu hennar. Alls hafa ríflega átta þúsund villtir fuglar fundist dauðir í Síberíu og eru yfirvöld þar mjög á varðbergi. 10.8.2005 00:01 Khodorkovskí íhugar þingframboð Rússneski auðmaðurinn Míkhaíl Khodorkovskí, sem fyrr á árinu var dæmdur í fangelsi vegna fjármálamisferla, segist enn vera að íhuga að bjóða sig fram til rússneska þingsins þótt hann sitji á bak við lás og slá. Stjórnmálafræðingar víða um heim telja að Khodorkovskí hafa fyrst og fremst verið fangelsaður þar sem hann var að íhuga framboð og var talin mikil ógn við núverandi stjórnarherra. 10.8.2005 00:01 Eiginkona Pinochets handtekin Lucia Hiriart, eiginkona Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra Chile, var handtekin á sjúkrahúsi í Santiago í dag. Dómari gaf út handtökuskipan á eiginkonu Pinochets vegna meintra skattalagabrota. Við rannsókn málsins kom í ljós að Hiriat hafði aðgang að leynilegum bankareikningum Pinochets sem stjórnaði Chile með mikilli hörku á árunum 1973-1990. 10.8.2005 00:01 Bjóða tryggingar gegn hraðasektum Sænskum ökumönnum gefst nú kostur á að tryggja sig gegn hraða- og stöðumælasektum. Tryggingafyrirtæki í Svíþjóð býður upp á þessa þjónustu en gegn 850 sænskum krónum á ári ábyrgist tryggingafélagið að greiða þrjár hraðasektir fyrir ökumenn á ári svo framarlega sem þeir farið ekki meira en 30 kílómetra yfir leyfðan hámarkshraða. 10.8.2005 00:01 Reynt til þrautar að ná saman Viðræðunefnd um R-lista samstarf á næsta kjörtímabili kemur saman til framhaldsfundar klukkan fimm síðdegis í dag. Reynt verður til þrautar að ná samkomulagi um aðferðir við val á fulltrúum flokkanna í efstu sæti listans 10.8.2005 00:01 Tíu lögregluþjónar kallaðir til Fjöldi lögregluþjóna kom að heimili Ólafs Páls Sigurðssonar, eins mótmælenda virkjunar við Kárahnjúka, í vesturbæ Reykjavíkur í gærmorgun. Klippti lögregla númeraplötur af bifreið Ólafs Páls sem þar stóð í innkeyrslunni. 10.8.2005 00:01 Gagnrýna byggðaáætlun "Fá bæjarfélög hafa á undanförnum árum orðið fyrir öðrum eins áföllum í atvinnulífinu og við," segir Rúnar Gíslason, forseti bæjarstjórnar Stykkishólms. "Þrátt fyrir það höfum við nær enga aðstoð fengið frá Byggðastofnun." 10.8.2005 00:01 Sakfelldur fyrir ljóta tæklingu Knattspyrnumaður í Hollandi hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára fyrir að hafa fótbrotið andstæðing sinn í leik í desember síðastliðnum. Það var Rachid Bouaouzan, framherji Sparta Rotterdam, sem var sakfelldur fyrir að tvífótbrjóta Niels Kokmeijer, leikmann Go Ahead Eagles, en Kokmeijer hefur þurft að gangast undir nokkrar aðgerðir vegna tæklingarinar og samkvæmt lögfræðingum hans er óljóst hvort hann geti spilað knattspyrnu aftur. 10.8.2005 00:01 Framsókn vill lægri fjármagnsskatt "Það er allt opið hvað varðar hækkun á fjármagnstekjuskatti en það þarf þó að taka tillit til þess að við missum ekki fjármagn úr landi," segir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og alþingismaður Framsóknarflokksins. 10.8.2005 00:01 Syntu í land Fjórir erlendir menn syntu í land eftir að bifreið þeirra hafnaði utan vegar og ofan í Jökulsá á Fljótsdal við Hvammsmela í Fljótsdal laust eftir hádegi í gær. Mennirnir eru starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri og voru við störf á virkjanasvæði í dalnum. 10.8.2005 00:01 Safna fé fyrir þurfandi í Níger Skrifstofa SOS-barnaþorpanna hefur hafið söfnun hér á landi til bjargar þeim íbúum Afríkuríkisins Níger sem þjást vegna hungursneyðar. Talið er að allt að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eigi um sárt að binda vegna hungursneyðarinnar, en hana má fyrst og fremst rekja til uppskerubrests í síðasta ári. 10.8.2005 00:01 Telja Írana þróa kjarnorkuvopn Harka færist í deilur Írana og alþjóðasamfélagsins, en Íranar ræstu í dag umdeilt kjarnorkuver. Talið er að þeir þrói kjarnorkuvopn og að í brýnu geti slegið. 10.8.2005 00:01 Nær ógerlegt að fá vegabréfsáritun Svo virðist sem danska sendiráðið í Moskvu sinni ekki umsóknum sem það fær um vegabréfsáritun fyrir Íslandsfara," segir rússneski læknirinn Konstantín Shcherbak, en hann hefur lengi búið hér á landi. 10.8.2005 00:01 Skorar á Bílddæling að gera upp "Þeir eiga eftir að gera upp við okkur starfsfólkið fjórar vikur, reyndar var slumpað inn á reikningana sem átti að vera tveggja vikna laun en hinar tvær vikurnar eru með öllu óuppgerðar," segir Sólrún Aradóttir fyrrum starfsmaður Bílddælings útgerðarfyrirtækisins á Bíldudal sem lagði niður starfsemi sína í síðasta mánuði. 10.8.2005 00:01 Bílddælingar dæla kalkþörungi Sanddæluskipið Perla kom drekkhlaðið af kalkþörungi í gærkvöld að Bíldudalshöfn en fyrirhugað er að kalkþörungarverksmiðja hefji starfsemi sína í bænum á næsta ári. 10.8.2005 00:01 Afhentu líkamsleifar Albana Líkamsleifum 48 Albana sem féllu í stríðinu í Kosovo var í dag skilað. Það voru serbnesk yfirvöld sem afhentu leifarnar, en þær fundust í fjöldagröf skammt frá þjálfunarbúðum lögreglunnar í Belgrad. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og fjölskyldur þeirra sem um ræðir tóku við líkunum, sem verða nú jarðsett með viðhöfn. 10.8.2005 00:01 Ósamstaða hafi skaðað R-listann Ósamstaða flokkanna sem standa að R-listanum hefur skaðað listann að mati Stefáns Jóns Hafsteins, borgarfulltrúa. Hann vill að fundur viðræðunefndar um áframhaldandi samstarf R listans á morgun verði sá síðasti. 10.8.2005 00:01 Deilt um fyrstu drög stjórnarskrár Tíminn hleypur frá þeim sem vinna að stjórnarskrá Íraks. Enn er deilt um fyrstu drög sem skila á von bráðar, en samkvæmt þeim verður íslamskur réttur grundvöllur ríkisins. 10.8.2005 00:01 Reyna að kaupa hesthús Gusts Hesthúsaeigendum í Kópavogi hafa að undanförnu borist tilboð frá tveimur mönnum sem vilja kaupa upp hús þeirra. Ekkert samráð var haft við stjórn hestamannafélagsins og segir formaður þess að um aðför að félaginu sé að ræða. 10.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Hótel Óðinsvé og Brauðbær seld Einkahlutafélagið Þórstorg hefur keypt Hótel Óðinsvé og Brauðbæ af Bjarna Árnasyni, oft kenndum við Brauðbæ, og Þóru Bjarnadóttur. Þórstorg er í eigu Lindu Jóhannsdóttur, Ellerts Finnbogasonar, félags í eigu Birgis Sigfússonar, Jóhanns Gunnarssonar og fjárfestingafélagsins Gamma ehf og mun Ellert taka við starfi hótelstjóra. 10.8.2005 00:01
Pallbíll á kaf í Jökulsá Lítll pallbíll á vegum Slippstöðvarinnar á Akureyri fór út af veginum við Jökulsá við Kárahnjúka skömmu eftir hádegið með þeim afleiðingum að hann stakkst á bólakaf í ána. Mikið mildi þykir að ekki fór verr en raun bar vitni þar sem fjórir voru í bílnum þegar atburðurinn átti sér stað. Fólkið komst út úr bílnum af eigin rammleik og þaðan í land. 10.8.2005 00:01
Handtóku grunaða hryðjuverkamenn Lögreglufyrivöld í Tyrklandi hafa handtekið 10 manns grunaða um aðild að hryðjuverkasamtökunum al-Qaida. Talið er að fólkið hafi ætlað að leggja á ráðin um hryðjuverk í ísraelsku skemmtiferðaskipi undan ströfndum Tyrklands. Handtökurnar fóru fram fyrir nokkrum dögum í Antalya-héraði við Miðjarðarhaf, en í héraðinu eru margir af vinsælustu ferðamannastöðum Tyrklands. 10.8.2005 00:01
Dýralæknar gagnrýna Guðna Dýralæknafélag Íslands gagnrýnir ráðningu forstjóra Landbúnaðarstofnunar og mótmælir einnig ákvörðun Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra að staðsetja stofnunina utan höfuðborgarsvæðisins. Ekkert samráð hafi verið haft við starfsmenn stofnunarinnar þegar ákvörðunin var tekin. 10.8.2005 00:01
Óttast frekari olíuverðshækkanir Heimsmarkaðsverð á hráolíu er nú rúmlega 63 dollarar tunnan á Bandaríkjamarkaði en verðið hefur hækkað mikið síðustu daga. Verðið náði hámarki í gær þegar það fór upp í rúmlega 64 dollara á tunnuna og óttast menn að verðið muni hækka ennfrekar í dag vegna óstöðugleika á bandaríska hlutabréfamarkaðum. 10.8.2005 00:01
Orlofsréttur ekki umsemjanlegur Réttur til fæðingarorlofs er skilyrðislaus og ekki umsemjanlegur, segir Jafnréttisráð í ályktun sem það hefur sent frá sér vegna umræðunnar síðustu daga um fæðingarorlofsmál. Í ályktuninni segir enn fremur að lögin um fæðingarorlof hafi verið mikilvægt skref í þá átt að styrkja stöðu kvenna á vinnumarkaði og til að jafna fjölskylduábyrgð foreldra. 10.8.2005 00:01
Lá við stórslysi í eldsvoða Litlu munaði að stórslys yrði þegar verið var að slökkva eld sem upp kom í dráttarvél á bænum Hólum í Dýrafirði í fyrradag. 10.8.2005 00:01
Rússar að hefna sín á Póverjum? Ráðist var á pólskan sendiráðsstarfsmann með hrottalegum hætti í miðborg Moskvu í dag. Þetta er önnur árásin á sendiráðsstafsmenn Pólverja í vikunni en atburðirnir eru taldir tengjast árás sem börn nokkurra rússneskra sendiráðsstarfsmanna urði fyrir í Varsjá fyrir skemmstu. 10.8.2005 00:01
Atkvæðagreiðsla um samninga kærð Framkvæmd atkvæðagreiðslu um kjarasamning sjómanna hefur verið kærð til félagsmálaráðuneytisins. Kærandi telur að um tvöfalt brot á vinnulöggjöfinni sé að ræða. Atkvæðagreiðslan sé því ógild og efna þurfi til nýrra kosninga. </font /></b /> 10.8.2005 00:01
Marglyttur herja á ferðamenn Það er ekki eintóm sæla að fara í sumarfrí. Því hafa ferðamenn við Miðjarðarhafsströnd Spánar fengið að kynnast í sumar, en þar hefur mikill fjöldi marglyttna herjað á baðgesti. Rauði kross Spánar segist hafa sinnt nærri 11 þúsund manns sem hafi stungið sig á marglyttum í Katalóníu-héraði einu í sumar, en það eru tvöfalt fleiri tilfelli en á sama tíma í fyrra. 10.8.2005 00:01
Sex hermenn drepnir í Írak Sex bandarískir hermenn létust í átökum í Írak í gær auk þess sem sex særðust. Alls hafa því 1834 bandarískir hermenn látist frá því að innrásin á Írak hófst í marsmánuði árið 2003. 10.8.2005 00:01
Strætó býður upp á Skólakort Strætó hefur tekið upp á þeirri nýjung að bjóða fólki upp á sérstakt Skólakort frá og með 15. ágúst nk. Skólakortið tekur mið af skólaárinu en er gert til að koma til móts við óskir og þarfir skólafólks og annarra, sem nota strætisvagnana reglulega, um hagkvæman og ódýran ferðakost og gildir það allan veturinn. 10.8.2005 00:01
Blönduós vill ekki hlut í Vilkó "Þarna var um mjög litla upphæð að ræða sem engu máli skipti og því féllum við frá þátttöku," segir Ágúst Þór Bragason, sem situr í bæjarráði Blönduóss. 10.8.2005 00:01
Þúsundir kvartana á síðasta ári Kvörtunarþjónustu Neytendasamtakanna bárust tæplega tíu þúsund erindi á síðasta ári en erindin varða bæði almennar fyrirspurnir sem og kvartanir vegna þjónustu eða viðskipta. 10.8.2005 00:01
Árni hæstur - Ingibjörg lægst Upplýsingar um hæð síðustu borgarstjóra eru varðveittar í Fjölskyldugarðinum í Laugardal. Árni Sigfússon er borgarstjóra hæstur en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lægst. Samkvæmt því er hæð ekki ávísun á langlífi í borgarstjóraembætti. </font /></b /> 10.8.2005 00:01
Mannskæð flóð í Íran Að minnsta kosti 23 eru látnir og tíu er saknað eftir flóð í Golestan-héraði í norðausturhluta Írans í nótt. Reuters-fréttastofan hefur eftir starfsmönnum Rauða hálfmánans að töluverðar skemmdir hafi orðið í flóðunum og hafa samstökin sent þyrlu af stað til að leita þeirra sem saknað er. 10.8.2005 00:01
Óttast um afdrif 60 hermanna Nepölsk stjórnvöld hafa vaxandi áhyggjur af afdrifum sextíu hermanna sem ekkert hefur spurst til í nokkurn tíma. Lík fjörutíu félaga þeirra fundust í vikunni en þeir féllu í átökum við uppreisnarmenn maóista. 10.8.2005 00:01
Vonirnar fara dvínandi Björgunarsveitir náðu í gær upp líki eins námuverkamannsins sem festist í kolanámugöngum í sunnanverðu Kína. 122 manns eru ennþá ofan í 480 metra djúpum göngunum sem lokuðust á sunnudaginn eftir að vatn flæddi inn í þau. 10.8.2005 00:01
Erfið vist hjá Khodorkovsky Mikhail Khodorkovsky, fyrrverandi eiganda Yukos-olíufélagsins, hefur nú verið komið fyrir í fangaklefa með ellefu öðrum föngum án nokkurra þæginda, svo sem aðgangi að fréttum. 10.8.2005 00:01
Flókin staða í norskri pólitík Ágreiningur um utanríkismál gæti orðið til þess að vinstriflokkarnir í Noregi næðu ekki að mynda ríkisstjórn að loknum þingkosningunum í haust enda þótt þeir næðu meirihluta. 10.8.2005 00:01
Stoltenberg sigurstranglegastur Veðbankar í Noregi telja Jens Stoltenberg líklegastan til að verða forsætisráðherra Noregs að loknum norsku þingkosningum sem haldnar verða í september. 10.8.2005 00:01
Viðsnúningur í innflytjendamálum Í fyrsta sinn í aldarfjórðung flytja fleiri erlendir ríkisborgarar frá Danmörku en til landsins. 10.8.2005 00:01
Leggur áherslu á skaparahlutverkið George W. Bush Bandaríkjaforseti lét þá skoðun sína í ljós í viðtali við dagblað frá Texas að í stað þess að kenna skólabörnum þróunarkenningu Darwins væri heppilegra að kenna þeim svonefnda heimshönnuðarkenningu. 10.8.2005 00:01
Auðgun íransks úrans hafin Íranar rufu í gær innsigli Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar IAEA í kjarnorkuverinu í Isfahan og því er ekkert því til fyrirstöðu að þeir geti hafið auðgun úrans. 10.8.2005 00:01
Leiðtogar afneita vandanum Hungursneyð virðist vera að breiðast út um mið- og austanverða Afríku. Tuttugu milljónir manna eru sagðar í hættu vegna næringarskorts. 10.8.2005 00:01
Finnsk þyrla fórst í Eystrasalti Tólf manns eru taldir af eftir að eistnesk þyrla hrapaði í Eystrasalt skömmu eftir flugtak. Brak hefur fundist af þyrlunni en engin lík. 10.8.2005 00:01
Fuglaflensa breiðist út í Síberíu Fuglaflensa heldur áfram að breiðast út í Síberíu í Rússlandi. Samkvæmt <em>Interfax</em>-fréttastofunni eru sýkt svæði í Rússlandi nú alls 14. 35 þúsund alifuglum hefur verið slátrað í héraðinu Novosibirsk, þar sem veiran greindist síðast, til þess að reyna að hefta útbreiðslu hennar. Alls hafa ríflega átta þúsund villtir fuglar fundist dauðir í Síberíu og eru yfirvöld þar mjög á varðbergi. 10.8.2005 00:01
Khodorkovskí íhugar þingframboð Rússneski auðmaðurinn Míkhaíl Khodorkovskí, sem fyrr á árinu var dæmdur í fangelsi vegna fjármálamisferla, segist enn vera að íhuga að bjóða sig fram til rússneska þingsins þótt hann sitji á bak við lás og slá. Stjórnmálafræðingar víða um heim telja að Khodorkovskí hafa fyrst og fremst verið fangelsaður þar sem hann var að íhuga framboð og var talin mikil ógn við núverandi stjórnarherra. 10.8.2005 00:01
Eiginkona Pinochets handtekin Lucia Hiriart, eiginkona Augustos Pinochets, fyrrverandi einræðisherra Chile, var handtekin á sjúkrahúsi í Santiago í dag. Dómari gaf út handtökuskipan á eiginkonu Pinochets vegna meintra skattalagabrota. Við rannsókn málsins kom í ljós að Hiriat hafði aðgang að leynilegum bankareikningum Pinochets sem stjórnaði Chile með mikilli hörku á árunum 1973-1990. 10.8.2005 00:01
Bjóða tryggingar gegn hraðasektum Sænskum ökumönnum gefst nú kostur á að tryggja sig gegn hraða- og stöðumælasektum. Tryggingafyrirtæki í Svíþjóð býður upp á þessa þjónustu en gegn 850 sænskum krónum á ári ábyrgist tryggingafélagið að greiða þrjár hraðasektir fyrir ökumenn á ári svo framarlega sem þeir farið ekki meira en 30 kílómetra yfir leyfðan hámarkshraða. 10.8.2005 00:01
Reynt til þrautar að ná saman Viðræðunefnd um R-lista samstarf á næsta kjörtímabili kemur saman til framhaldsfundar klukkan fimm síðdegis í dag. Reynt verður til þrautar að ná samkomulagi um aðferðir við val á fulltrúum flokkanna í efstu sæti listans 10.8.2005 00:01
Tíu lögregluþjónar kallaðir til Fjöldi lögregluþjóna kom að heimili Ólafs Páls Sigurðssonar, eins mótmælenda virkjunar við Kárahnjúka, í vesturbæ Reykjavíkur í gærmorgun. Klippti lögregla númeraplötur af bifreið Ólafs Páls sem þar stóð í innkeyrslunni. 10.8.2005 00:01
Gagnrýna byggðaáætlun "Fá bæjarfélög hafa á undanförnum árum orðið fyrir öðrum eins áföllum í atvinnulífinu og við," segir Rúnar Gíslason, forseti bæjarstjórnar Stykkishólms. "Þrátt fyrir það höfum við nær enga aðstoð fengið frá Byggðastofnun." 10.8.2005 00:01
Sakfelldur fyrir ljóta tæklingu Knattspyrnumaður í Hollandi hefur verið dæmdur í hálfs árs fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára fyrir að hafa fótbrotið andstæðing sinn í leik í desember síðastliðnum. Það var Rachid Bouaouzan, framherji Sparta Rotterdam, sem var sakfelldur fyrir að tvífótbrjóta Niels Kokmeijer, leikmann Go Ahead Eagles, en Kokmeijer hefur þurft að gangast undir nokkrar aðgerðir vegna tæklingarinar og samkvæmt lögfræðingum hans er óljóst hvort hann geti spilað knattspyrnu aftur. 10.8.2005 00:01
Framsókn vill lægri fjármagnsskatt "Það er allt opið hvað varðar hækkun á fjármagnstekjuskatti en það þarf þó að taka tillit til þess að við missum ekki fjármagn úr landi," segir Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar og alþingismaður Framsóknarflokksins. 10.8.2005 00:01
Syntu í land Fjórir erlendir menn syntu í land eftir að bifreið þeirra hafnaði utan vegar og ofan í Jökulsá á Fljótsdal við Hvammsmela í Fljótsdal laust eftir hádegi í gær. Mennirnir eru starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri og voru við störf á virkjanasvæði í dalnum. 10.8.2005 00:01
Safna fé fyrir þurfandi í Níger Skrifstofa SOS-barnaþorpanna hefur hafið söfnun hér á landi til bjargar þeim íbúum Afríkuríkisins Níger sem þjást vegna hungursneyðar. Talið er að allt að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eigi um sárt að binda vegna hungursneyðarinnar, en hana má fyrst og fremst rekja til uppskerubrests í síðasta ári. 10.8.2005 00:01
Telja Írana þróa kjarnorkuvopn Harka færist í deilur Írana og alþjóðasamfélagsins, en Íranar ræstu í dag umdeilt kjarnorkuver. Talið er að þeir þrói kjarnorkuvopn og að í brýnu geti slegið. 10.8.2005 00:01
Nær ógerlegt að fá vegabréfsáritun Svo virðist sem danska sendiráðið í Moskvu sinni ekki umsóknum sem það fær um vegabréfsáritun fyrir Íslandsfara," segir rússneski læknirinn Konstantín Shcherbak, en hann hefur lengi búið hér á landi. 10.8.2005 00:01
Skorar á Bílddæling að gera upp "Þeir eiga eftir að gera upp við okkur starfsfólkið fjórar vikur, reyndar var slumpað inn á reikningana sem átti að vera tveggja vikna laun en hinar tvær vikurnar eru með öllu óuppgerðar," segir Sólrún Aradóttir fyrrum starfsmaður Bílddælings útgerðarfyrirtækisins á Bíldudal sem lagði niður starfsemi sína í síðasta mánuði. 10.8.2005 00:01
Bílddælingar dæla kalkþörungi Sanddæluskipið Perla kom drekkhlaðið af kalkþörungi í gærkvöld að Bíldudalshöfn en fyrirhugað er að kalkþörungarverksmiðja hefji starfsemi sína í bænum á næsta ári. 10.8.2005 00:01
Afhentu líkamsleifar Albana Líkamsleifum 48 Albana sem féllu í stríðinu í Kosovo var í dag skilað. Það voru serbnesk yfirvöld sem afhentu leifarnar, en þær fundust í fjöldagröf skammt frá þjálfunarbúðum lögreglunnar í Belgrad. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna og fjölskyldur þeirra sem um ræðir tóku við líkunum, sem verða nú jarðsett með viðhöfn. 10.8.2005 00:01
Ósamstaða hafi skaðað R-listann Ósamstaða flokkanna sem standa að R-listanum hefur skaðað listann að mati Stefáns Jóns Hafsteins, borgarfulltrúa. Hann vill að fundur viðræðunefndar um áframhaldandi samstarf R listans á morgun verði sá síðasti. 10.8.2005 00:01
Deilt um fyrstu drög stjórnarskrár Tíminn hleypur frá þeim sem vinna að stjórnarskrá Íraks. Enn er deilt um fyrstu drög sem skila á von bráðar, en samkvæmt þeim verður íslamskur réttur grundvöllur ríkisins. 10.8.2005 00:01
Reyna að kaupa hesthús Gusts Hesthúsaeigendum í Kópavogi hafa að undanförnu borist tilboð frá tveimur mönnum sem vilja kaupa upp hús þeirra. Ekkert samráð var haft við stjórn hestamannafélagsins og segir formaður þess að um aðför að félaginu sé að ræða. 10.8.2005 00:01