Erlent

Mannskæð flóð í Íran

Að minnsta kosti 23 eru látnir og tíu er saknað eftir flóð í Golestan-héraði í norðausturhluta Írans í nótt. Reuters-fréttastofan hefur eftir starfsmönnum Rauða hálfmánans að töluverðar skemmdir hafi orðið í flóðunum og hafa samstökin sent þyrlu af stað til að leita þeirra sem saknað er. Þá segir ríkisútvarp Írans að bæði vegir, sveitabæir og ýmsar aðrar byggingar hafi skemmst þegar vatnsflaumurinn, sem rekja má til mikilla rigninga, æddi um svæðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×