Innlent

Blönduós vill ekki hlut í Vilkó

"Þarna var um mjög litla upphæð að ræða sem engu máli skipti og því féllum við frá þátttöku," segir Ágúst Þór Bragason, sem situr í bæjarráði Blönduóss. Bænum var boðinn forkaupsréttur að hlutafjáraukningu í iðnfyrirtækinu Vilko, sem þekkt er fyrir framleiðslu sína á súpum og grautum ýmiss konar, en bæjarráð kaus að nýta það ekki. Aðspurður um hvort ekki væri eðlilegt að hlúa að litlum fyrirtækjum með slíkum framlögum sagði Ágúst að upphæðin í þessu tilfelli hefði verið smáaurar. "Þetta var hlutur upp á 20 til 30 þúsund krónur og skipti engu máli."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×