Erlent

Bjóða tryggingar gegn hraðasektum

Sænskum ökumönnum gefst nú kostur á að tryggja sig gegn hraða- og stöðumælasektum. Tryggingafyrirtæki í Svíþjóð býður upp á þessa þjónustu en gegn 850 sænskum krónum á ári ábyrgist tryggingafélagið að greiða þrjár hraðasektir fyrir ökumenn á ári svo framarlega sem þeir farið ekki meira en 30 kílómetra yfir leyfðan hámarkshraða. „Við trúum því að almenningur í Svíþjóð muni nýta sér þetta því fólk gerir ekki ráð fyrir hraðasektum í heimilisbókhaldi sínu og því geta háar sektir valdið talsverðum fjárhagsvandræðum fyrir efnaminna fólk,“ segir Dan Glimmeras, markasðsstjóri tryggingafyrirtækisins Bisso í Svíþjóð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×