Erlent

Khodorkovskí íhugar þingframboð

Rússneski auðmaðurinn Míkhaíl Khodorkovskí, sem fyrr á árinu var dæmdur í fangelsi vegna fjármálamisferla, segist enn vera að íhuga að bjóða sig fram til rússneska þingsins þótt hann sitji á bak við lás og slá. Stjórnmálafræðingar víða um heim telja að Khodorkovskí hafa fyrst og fremst verið fangelsaður þar sem hann var að íhuga framboð og var talin mikil ógn við núverandi stjórnarherra. Stjórnvöld í Rússlandi hafa ávallt vísað slíkum ásökunum á bug. Khodorkovskí var áður forstjóri olíurisans YUKOS og um tíma efnaðasti maður Rússlands. Fyrr á árinu hlaut hann 9 ára fangelsisdóm sem hann áfrýjaði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×