Fleiri fréttir Segja gróflega vegið að dýralæknum Dýralæknafélag Íslands mótmælir því harðlega að ekki hafi verið ráðinn dýralæknir í starf forstjóra nýrrar Landbúnaðarstofnunar. Einnig tekur félagið undir gagnrýni starfsmanna embættis yfirdýralæknis á staðsetningu stofnunarinnar á Selfossi. Forystumenn félagsins segja að Jón Gíslason hafi jaðarmenntun með tilliti til starfssviðs stofnunarinnar. 10.8.2005 00:01 Lögreglumenn glæpsamlegastir Lögreglumenn eru efstir á lista þeirra starfsstétta sem Rússar telja vera þá glæpsamlegustu. 38% aðspurðra töldu það, en næstir í röðinni komu embættismenn ríkisins. Þjófar og stigamenn voru í þriðja sæti en nokkuð langt frá tveimur efstu stéttunum. 10.8.2005 00:01 Aftanívagn valt yfir á veginn Banaslysið við Hallormsstaðaskóg kom til af því að aftanívagn flutningabílsins valt yfir á hinn vegarhelminginn í sömu andrá og bílarnir mættust. Ekki liggur fyrir af hverju það gerðist. 10.8.2005 00:01 Fjögurra ára í ökuferð Fjögurra ára drengur komst inn í fólksbíl afa síns á Akureyri síðdegis í gær og tókst honum að setja bílinn í frígír með þeim afleiðingum að hann rann af stað. Bíllinn rann um sjötíu metra áður en hann fór á annan kyrrstæðan bíl. Báðir bílarnir skemmdust lítils háttar en drengurinn slapp með kúlu á höfðinu. 10.8.2005 00:01 Gríðarlegur fjöldi mótmælti Á annað hundrað þúsund andstæðingar brotthvarfs Ísraela af landnemabyggðum á Gaza og hluta Vesturbakkans streymdu inn í gamla borgarhluta Jerúsalem í gærkvöldi. Þar tók fólkið til við að biðja og mótmæla brotthvarfinu. 10.8.2005 00:01 Spurning um hvenær en ekki hvort "Það er aðeins spurning hvenær en ekki hvort hryðjuverkaárás verði gerð í fjármálahverfi Lundúna," sagði James Hart lögreglustjóri. Hann segir fjármálahverfið áberandi skotmark og að árás þar geti haft miklar afleiðingar. Hann sagði þó að engar haldbærar vísbendingar hefðu borist. 10.8.2005 00:01 Aftur kominn á sjúkrahús Daníel Guðmundur Hjálmtýsson, sem slasaðist þegar hann kastaðist úr hraðfleygu tívolítæki síðasta mánudag í Torremolinos á Spáni, er kominn á einkasjúkrahús þar í landi en hann slasaðist nokkuð á höfði, baki og öxlum. 10.8.2005 00:01 Ásgeir í prófkjörsslag Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Skrifstofu atvinnulífsins á Akureyri og fyrrum bæjarstjóri í Neskaupstað, hefur tilkynnt að hann hyggist bjóða sig fram í lokuðu prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári. 10.8.2005 00:01 Stjórn KEA ekki sammála Úlfhildur Rögnvaldsdóttir stjórnarmaður í KEA sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi í tilefni orða Benedikts Sigurðarsonar stjórnarformanns KEA að lög um fæðingar- og foreldraorlof eigi ekki að gilda um stjórnendur á háum launum sem gengi lykilstöðum í sínum fyrirtækjum 9.8.2005 00:01 Lendingu Discovery frestað Lendingu geimferjunnar Discovery hefur verið frestað á ný. Rigning skammt frá lendingarstaðnum á Flórída varð þess valdandi að geimferðin var framlengd um tvær klukkustundir, á meðan ferjan fer einn hring um jarðarkringluna. 9.8.2005 00:01 Lögreglumenn skotnir í Bagdad Fimm lögreglumenn voru skotnir til bana í Bagdad, höfuðborg Íraks í morgun. Tveir lögreglumannanna biðu þess að verða leystir af vakt þegar uppreisnarmenn veittust að lögreglubíl þeirra en skotvopn lögreglumannanna lágu öll í aftursæti bílsins. Þá voru tveir lögreglumenn skotnir til bana á leið til vinnu í morgun og enn einn er hann beið á umferðarljósi. 9.8.2005 00:01 Sprengjutilræði á Indlandi Tíu slösuðust, þar af tveir alvarlega, er sprengja sprakk í strætisvagnaskýli í suðurhluta Indlands í morgun. Yfirvöld segja allt benda til þess að maóistar standi á bak við tilræðið. Að sögn viðstaddra sást reykur stíga upp úr nestisboxi, sem hafði verið skilið eftir í skýlinu, andartaki áður en sprengingin varð. 9.8.2005 00:01 Frístundaveiði bara í soðið Svo getur farið að vestfirsk fyrirtæki, sem ætla að fara að gera út á erlenda sjóstangaveiðimenn, verði að kaupa handa þeim kvóta. Í lögum um fiskveiðar eru svonefndar frístundaveiðar skilgreindar svo að hverjum sem er sé heimilt að veiða sér í soðið, en sú hófsemi vill fara úr böndunum. 9.8.2005 00:01 Neyðarástand í Portúgal Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem nú geisa í mið- og norðurhluta Portúgals. Einn maður hefur látist af völdum eldsins og hefur neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu. Eldurinn hefur eyðilagt um 10.000 hektara lands, en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu, eru menn ná tökum á eldinum. 9.8.2005 00:01 Flæði gass skoðað í New York Vísindamenn á Manhattan í New York, létu skaðlaust, litlaust gas flæða um hluta borgarinnar á dögunum til að sjá hvernig og hvar það flæddi. Þetta gerðu þeir til að sjá hvar mikilvægast væri að koma fólki í burtu, ef efnaárás yrði gerð á borgina. 9.8.2005 00:01 Stærsta bankarán í Brasilíu Að minnsta kosti fjórum milljörðum króna var stolið í stærsta bankaráni frá upphafi í Brasilíu um helgina. Þjófnaðurinn uppgvötaðist ekki fyrr en í gærdag en ræningjarnir grófu yfir 200 metra löng göng og komust þannig inn í peningageymslur Banco Central bankans í borginni Fortaleza þar í landi. 9.8.2005 00:01 Kórea verði kjarnorkuvopnalaus Talsmaður Hvíta hússins segir góðan árangur hafa náðst í viðræðum sem miða að því að fá Norður-Kóreumenn til að falla frá kjarnorkuáætlun sinni. Hann segir almennt samkomulag hafa náðst um að Kóreuskagi eigi að vera kjarnorkuvopnalaus. 9.8.2005 00:01 Orsök flugslyss óljós Sérfræðingar útiloka að vélarbilun sé ástæða þess að vél Air France, hafi runnið út af flugbrautinni í Toronto í Kanada í síðustu viku. Vont veður og mistök flugmanna eru sagðar ástæður slyssins en stjórn Air France hefur viljað kenna flugumferðarstjóra um. 9.8.2005 00:01 Fiskaður úr sjónum við Ægissíðu Lögreglumönnum, köfurum frá slökkviliðinu og björgunarsveitarmönnum tókst seint í gærkvöld að ná manni úr sjónum undan Ægissíðu í Reykjavík, en hann hafði vaðið þar út í og stefndi til hafs. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og óttuðust margir Vesturbæingar að stórslys hefði orðið, en svo var ekki. 9.8.2005 00:01 Schröder sakaður um brot Þýski stjórnarskrárdómstóllinn fjallar nú um lögmæti þingkosninga sem eiga að fara fram átjánda september næstkomandi. Tveir þingmenn, annar jafnaðarmaður og hinn græningi telja að Gerhard Schröder hafi framið stjórnarskrárbrot þegar hann þvingaði fram vantraust í þinginu þrátt fyrir að hafa þar öruggan meirihluta. 9.8.2005 00:01 Hryðjuverkamaður með borgarkort Pakistanskur hryðjuverkamaður sem handtekinn var í borginni Faisalabad um helgina, var með nákvæm kort af borgum í Þýskalandi og á Ítalíu í fartölvunni sinni. 9.8.2005 00:01 Abbas tilkynnir kosningar Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínu, greindi frá því í morgun að þingkosningar yrðu haldnar á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna í janúar. En engin dagsetning hefur þó verið ákveðin enn. 9.8.2005 00:01 Ekki búið að lofa stækkun Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að ekki sé búið að lofa Alcan stækkun álvers í Straumsvík þrátt fyrir að fyrirtækinu hafi verið selt land undir stækkunina. Hann vill kynna málið fyrir bæjarbúum og segir það vera í eðlilegum farvegi. 9.8.2005 00:01 Trúnaðarbrot ástæða brotthvarfs? Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA segir nú að brotthvarf framkvæmdastjóra KEA standi ekki í sambandi við að hann hafi viljað fara í langt fæðingarorlof, heldur sé um að ræða trúnaðarbrot hans á öðrum vettvangi. 9.8.2005 00:01 Fundur í dag hjá R - flokkunum Viðræðunefnd flokkanna, sem standa að R-listanum kemur saman til fundar í dag eftir langt hlé, enda liggur ekki enn fyrir hvort flokkarnir ætli að standa að sameiginlegu framboði fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. 9.8.2005 00:01 Langt í löggæslu í Reykhólasveit Sveitarstjóri Reykhólasveitar er ósáttur með löggæslu í sinni sveit og segir engan þéttbýliskjarna á landinu eiga jafn langt að sækja til sinnar lögreglustöðvar. Lögreglustöðin sem er á Patreksfirði er í um 200 kílómetra fjarlægð og er leiðin þangað oft erfið yfirferðar. 9.8.2005 00:01 Landsbankinn styrkir Menningarnótt Landsbankinn hefur undirritað samning við Reykjavíkurborg þess efnis að styrkja Menningarnótt næstu þrjú árin um sjö milljónir. Þann 20. ágúst næstkomandi verður Menningarnótt haldin í tíunda sinn með á þriðja hundrað viðburða á dagskrá. 9.8.2005 00:01 Discovery loks lent Taugar eru víða þandar þessa stundina, en geimferjan Discovery er í lokaaðflugi að Edwards-flugherstöðinni í Kaliforníu. Þangað var henni beint eftir að veður hamlaði lendingu á Flórída. 9.8.2005 00:01 Olíuverð fer hækkandi Olíuverð stefnir hratt í hæstu hæðir. Það fór yfir sextíu og fjóra dollara í Asíu í morgun en á Evrópumarkaði hefur það lækkað lítillega frá hámarki morgunsins, sem var rúmlega sextíu og þrír dollarar. 9.8.2005 00:01 Hermenn mega ekki sækja Traffic Bandarískum hermönnum á varnarstöðinni í Keflavíkurflugvelli hefur verið bannað af æðstu stjórn hersins að fara á skemmtistaðinn Traffic í Reykjanesbæ, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Chris Usseman, hjá upplýsingaskrifstofu Varnarliðsins, staðfesti þetta við Víkurfréttir. 9.8.2005 00:01 Ástralir vilja sprengja Jarðvísindastofnun Ástralíu vill fá að sprengja 20 neðansjávarsprengjur við strandlengjuna til að prufukeyra mæla sem eiga að nema leynilegar tilraunir með neðansjávarkjarnorkusprengjur. 9.8.2005 00:01 Lítil útvarpsstöð með stórt hjarta XA radíó er útvarpsstöð sem varpar út boðskap 12 spora kerfisins. Hún hefur verið starfrækt í nær tvö og hálft ár og reynst mörgum vel í baráttunni við sjúkdóm sinn. XA radíó næst á 88,5 á fm skalanum. </font /></b /> 9.8.2005 00:01 Hafsíld húkkuð á færi Síld var húkkuð á færi í Skagafirði á dögunum. Jón Drangeyjarjarl telur síldina ekki hina frægu Norðansíld, til þess sé hún of smá. 9.8.2005 00:01 Mótmælendur eltir um landið Tíu mótmælendur eru nú staddir við Mývatn að sögn Ólafs Páls Sigurðssonar, eins mótmælendanna. Hann segir tvo lögreglubíla fylgjast með þeim og að aðeins annar þeirra sé merktur. 9.8.2005 00:01 Kveikt í húsi innflytjenda Átta innflytjendur, fimm börn og þrír fullorðnir, létu lífið þegar kveikt var í byggingu í Berlín sem hýsti innflytjendur frá Póllandi og af arabískum uppruna. Einnig slösuðust fimmtán og 43 voru meðhöndlaðir vegna reykeitrunar. Lögreglan í Berlín segir engan vafa leika á því að íkveikjuna megi rekja til kynþáttahaturs og fordóma. 9.8.2005 00:01 Sniglatilkynningar streyma inn "Ég er búinn að fá fullt af sniglatilkynningum," sagði Erling Ólafsson dýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, spurður um hvort spánarsnigillinn illræmdi hefði látið á sér kræla hér á landi í sumar. 9.8.2005 00:01 Hættir rekstri einangrunarstöðvar Ríkið hættir rekstri einangrunarstöðvar fyrir gæludýr í Hrísey, þegar ný stöð í Höfnum verður farin að starfa af fullum krafti. Húsnæðið í Hrísey verður líklega selt. </font /></b /> 9.8.2005 00:01 Hermannaveiki lætur á sér kræla Hermannaveiki er komin upp á ný á Østfold-fylki sunnan við Ósló en yfirvöld hafa staðfest að tveir menn séu smitaðir af legionellu-bakteríunni 9.8.2005 00:01 Bátum rigndi yfir bæinn Vatnsstrokkur kom upp að strönd bæjarins Holbæk á norðanverðu Sjálandi á mánudaginn og olli nokkru tjóni. 9.8.2005 00:01 Skoskar konur spengilegastar Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem breska dagblaðið The Independent segir frá virðast sýna að holdafar þarlendra kvenna ráðist öðru fremur af póstnúmerinu. 9.8.2005 00:01 Líkur á björgun fara þverrandi Enn hefur ekki tekist að bjarga á annað hundrað verkamönnunum úr kolanámunni í Guangdong-héraði í Suður-Kína sem fylltist af vatni á sunnudaginn. 9.8.2005 00:01 Þingkosningar í janúar Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar, lofaði í gær að þingkosningar færu fram í janúar. Hann hvatti Palestínumenn til að halda ró sinni þegar brottflutningur ísraelskra landnema frá Gaza-ströndinni hefst í næstu viku. 9.8.2005 00:01 Discovery lenti heilu og höldnu Geimferjan Discovery sneri aftur til jarðar í gær eftir 14 daga spennuþrunga ferð. Óvíst er hvenær geimferjurnar fara aftur út í himingeiminn því ekki liggur fyrir hver rót erfiðleikanna við flugtak þeirra er. 9.8.2005 00:01 Íranar eru hvergi bangnir Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar IAEA hittist í höfuðstöðvum sínum í Vín í gær og ræddi til hvaða ráða skyldi gripið vegna vinnslu Írana á kjarnorkueldsneyti. 9.8.2005 00:01 Aziz neitar að bera vitni Lögmenn Tariq Aziz, fyrrverandi utanríkisráðherra Íraks, lýstu því yfir í gær að hann myndi ekki bera vitni gegn Saddam Hussein í réttarhöldunum sem senn fara í hönd. 9.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Segja gróflega vegið að dýralæknum Dýralæknafélag Íslands mótmælir því harðlega að ekki hafi verið ráðinn dýralæknir í starf forstjóra nýrrar Landbúnaðarstofnunar. Einnig tekur félagið undir gagnrýni starfsmanna embættis yfirdýralæknis á staðsetningu stofnunarinnar á Selfossi. Forystumenn félagsins segja að Jón Gíslason hafi jaðarmenntun með tilliti til starfssviðs stofnunarinnar. 10.8.2005 00:01
Lögreglumenn glæpsamlegastir Lögreglumenn eru efstir á lista þeirra starfsstétta sem Rússar telja vera þá glæpsamlegustu. 38% aðspurðra töldu það, en næstir í röðinni komu embættismenn ríkisins. Þjófar og stigamenn voru í þriðja sæti en nokkuð langt frá tveimur efstu stéttunum. 10.8.2005 00:01
Aftanívagn valt yfir á veginn Banaslysið við Hallormsstaðaskóg kom til af því að aftanívagn flutningabílsins valt yfir á hinn vegarhelminginn í sömu andrá og bílarnir mættust. Ekki liggur fyrir af hverju það gerðist. 10.8.2005 00:01
Fjögurra ára í ökuferð Fjögurra ára drengur komst inn í fólksbíl afa síns á Akureyri síðdegis í gær og tókst honum að setja bílinn í frígír með þeim afleiðingum að hann rann af stað. Bíllinn rann um sjötíu metra áður en hann fór á annan kyrrstæðan bíl. Báðir bílarnir skemmdust lítils háttar en drengurinn slapp með kúlu á höfðinu. 10.8.2005 00:01
Gríðarlegur fjöldi mótmælti Á annað hundrað þúsund andstæðingar brotthvarfs Ísraela af landnemabyggðum á Gaza og hluta Vesturbakkans streymdu inn í gamla borgarhluta Jerúsalem í gærkvöldi. Þar tók fólkið til við að biðja og mótmæla brotthvarfinu. 10.8.2005 00:01
Spurning um hvenær en ekki hvort "Það er aðeins spurning hvenær en ekki hvort hryðjuverkaárás verði gerð í fjármálahverfi Lundúna," sagði James Hart lögreglustjóri. Hann segir fjármálahverfið áberandi skotmark og að árás þar geti haft miklar afleiðingar. Hann sagði þó að engar haldbærar vísbendingar hefðu borist. 10.8.2005 00:01
Aftur kominn á sjúkrahús Daníel Guðmundur Hjálmtýsson, sem slasaðist þegar hann kastaðist úr hraðfleygu tívolítæki síðasta mánudag í Torremolinos á Spáni, er kominn á einkasjúkrahús þar í landi en hann slasaðist nokkuð á höfði, baki og öxlum. 10.8.2005 00:01
Ásgeir í prófkjörsslag Ásgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Skrifstofu atvinnulífsins á Akureyri og fyrrum bæjarstjóri í Neskaupstað, hefur tilkynnt að hann hyggist bjóða sig fram í lokuðu prófkjöri Samfylkingarinnar á Akureyri vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári. 10.8.2005 00:01
Stjórn KEA ekki sammála Úlfhildur Rögnvaldsdóttir stjórnarmaður í KEA sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi í tilefni orða Benedikts Sigurðarsonar stjórnarformanns KEA að lög um fæðingar- og foreldraorlof eigi ekki að gilda um stjórnendur á háum launum sem gengi lykilstöðum í sínum fyrirtækjum 9.8.2005 00:01
Lendingu Discovery frestað Lendingu geimferjunnar Discovery hefur verið frestað á ný. Rigning skammt frá lendingarstaðnum á Flórída varð þess valdandi að geimferðin var framlengd um tvær klukkustundir, á meðan ferjan fer einn hring um jarðarkringluna. 9.8.2005 00:01
Lögreglumenn skotnir í Bagdad Fimm lögreglumenn voru skotnir til bana í Bagdad, höfuðborg Íraks í morgun. Tveir lögreglumannanna biðu þess að verða leystir af vakt þegar uppreisnarmenn veittust að lögreglubíl þeirra en skotvopn lögreglumannanna lágu öll í aftursæti bílsins. Þá voru tveir lögreglumenn skotnir til bana á leið til vinnu í morgun og enn einn er hann beið á umferðarljósi. 9.8.2005 00:01
Sprengjutilræði á Indlandi Tíu slösuðust, þar af tveir alvarlega, er sprengja sprakk í strætisvagnaskýli í suðurhluta Indlands í morgun. Yfirvöld segja allt benda til þess að maóistar standi á bak við tilræðið. Að sögn viðstaddra sást reykur stíga upp úr nestisboxi, sem hafði verið skilið eftir í skýlinu, andartaki áður en sprengingin varð. 9.8.2005 00:01
Frístundaveiði bara í soðið Svo getur farið að vestfirsk fyrirtæki, sem ætla að fara að gera út á erlenda sjóstangaveiðimenn, verði að kaupa handa þeim kvóta. Í lögum um fiskveiðar eru svonefndar frístundaveiðar skilgreindar svo að hverjum sem er sé heimilt að veiða sér í soðið, en sú hófsemi vill fara úr böndunum. 9.8.2005 00:01
Neyðarástand í Portúgal Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem nú geisa í mið- og norðurhluta Portúgals. Einn maður hefur látist af völdum eldsins og hefur neyðarástandi hefur verið lýst yfir í landinu. Eldurinn hefur eyðilagt um 10.000 hektara lands, en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu, eru menn ná tökum á eldinum. 9.8.2005 00:01
Flæði gass skoðað í New York Vísindamenn á Manhattan í New York, létu skaðlaust, litlaust gas flæða um hluta borgarinnar á dögunum til að sjá hvernig og hvar það flæddi. Þetta gerðu þeir til að sjá hvar mikilvægast væri að koma fólki í burtu, ef efnaárás yrði gerð á borgina. 9.8.2005 00:01
Stærsta bankarán í Brasilíu Að minnsta kosti fjórum milljörðum króna var stolið í stærsta bankaráni frá upphafi í Brasilíu um helgina. Þjófnaðurinn uppgvötaðist ekki fyrr en í gærdag en ræningjarnir grófu yfir 200 metra löng göng og komust þannig inn í peningageymslur Banco Central bankans í borginni Fortaleza þar í landi. 9.8.2005 00:01
Kórea verði kjarnorkuvopnalaus Talsmaður Hvíta hússins segir góðan árangur hafa náðst í viðræðum sem miða að því að fá Norður-Kóreumenn til að falla frá kjarnorkuáætlun sinni. Hann segir almennt samkomulag hafa náðst um að Kóreuskagi eigi að vera kjarnorkuvopnalaus. 9.8.2005 00:01
Orsök flugslyss óljós Sérfræðingar útiloka að vélarbilun sé ástæða þess að vél Air France, hafi runnið út af flugbrautinni í Toronto í Kanada í síðustu viku. Vont veður og mistök flugmanna eru sagðar ástæður slyssins en stjórn Air France hefur viljað kenna flugumferðarstjóra um. 9.8.2005 00:01
Fiskaður úr sjónum við Ægissíðu Lögreglumönnum, köfurum frá slökkviliðinu og björgunarsveitarmönnum tókst seint í gærkvöld að ná manni úr sjónum undan Ægissíðu í Reykjavík, en hann hafði vaðið þar út í og stefndi til hafs. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús. Mikill viðbúnaður var á vettvangi og óttuðust margir Vesturbæingar að stórslys hefði orðið, en svo var ekki. 9.8.2005 00:01
Schröder sakaður um brot Þýski stjórnarskrárdómstóllinn fjallar nú um lögmæti þingkosninga sem eiga að fara fram átjánda september næstkomandi. Tveir þingmenn, annar jafnaðarmaður og hinn græningi telja að Gerhard Schröder hafi framið stjórnarskrárbrot þegar hann þvingaði fram vantraust í þinginu þrátt fyrir að hafa þar öruggan meirihluta. 9.8.2005 00:01
Hryðjuverkamaður með borgarkort Pakistanskur hryðjuverkamaður sem handtekinn var í borginni Faisalabad um helgina, var með nákvæm kort af borgum í Þýskalandi og á Ítalíu í fartölvunni sinni. 9.8.2005 00:01
Abbas tilkynnir kosningar Mahmoud Abbas, forsætisráðherra Palestínu, greindi frá því í morgun að þingkosningar yrðu haldnar á sjálfsstjórnarsvæðum Palestínumanna í janúar. En engin dagsetning hefur þó verið ákveðin enn. 9.8.2005 00:01
Ekki búið að lofa stækkun Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að ekki sé búið að lofa Alcan stækkun álvers í Straumsvík þrátt fyrir að fyrirtækinu hafi verið selt land undir stækkunina. Hann vill kynna málið fyrir bæjarbúum og segir það vera í eðlilegum farvegi. 9.8.2005 00:01
Trúnaðarbrot ástæða brotthvarfs? Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður KEA segir nú að brotthvarf framkvæmdastjóra KEA standi ekki í sambandi við að hann hafi viljað fara í langt fæðingarorlof, heldur sé um að ræða trúnaðarbrot hans á öðrum vettvangi. 9.8.2005 00:01
Fundur í dag hjá R - flokkunum Viðræðunefnd flokkanna, sem standa að R-listanum kemur saman til fundar í dag eftir langt hlé, enda liggur ekki enn fyrir hvort flokkarnir ætli að standa að sameiginlegu framboði fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar. 9.8.2005 00:01
Langt í löggæslu í Reykhólasveit Sveitarstjóri Reykhólasveitar er ósáttur með löggæslu í sinni sveit og segir engan þéttbýliskjarna á landinu eiga jafn langt að sækja til sinnar lögreglustöðvar. Lögreglustöðin sem er á Patreksfirði er í um 200 kílómetra fjarlægð og er leiðin þangað oft erfið yfirferðar. 9.8.2005 00:01
Landsbankinn styrkir Menningarnótt Landsbankinn hefur undirritað samning við Reykjavíkurborg þess efnis að styrkja Menningarnótt næstu þrjú árin um sjö milljónir. Þann 20. ágúst næstkomandi verður Menningarnótt haldin í tíunda sinn með á þriðja hundrað viðburða á dagskrá. 9.8.2005 00:01
Discovery loks lent Taugar eru víða þandar þessa stundina, en geimferjan Discovery er í lokaaðflugi að Edwards-flugherstöðinni í Kaliforníu. Þangað var henni beint eftir að veður hamlaði lendingu á Flórída. 9.8.2005 00:01
Olíuverð fer hækkandi Olíuverð stefnir hratt í hæstu hæðir. Það fór yfir sextíu og fjóra dollara í Asíu í morgun en á Evrópumarkaði hefur það lækkað lítillega frá hámarki morgunsins, sem var rúmlega sextíu og þrír dollarar. 9.8.2005 00:01
Hermenn mega ekki sækja Traffic Bandarískum hermönnum á varnarstöðinni í Keflavíkurflugvelli hefur verið bannað af æðstu stjórn hersins að fara á skemmtistaðinn Traffic í Reykjanesbæ, að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Chris Usseman, hjá upplýsingaskrifstofu Varnarliðsins, staðfesti þetta við Víkurfréttir. 9.8.2005 00:01
Ástralir vilja sprengja Jarðvísindastofnun Ástralíu vill fá að sprengja 20 neðansjávarsprengjur við strandlengjuna til að prufukeyra mæla sem eiga að nema leynilegar tilraunir með neðansjávarkjarnorkusprengjur. 9.8.2005 00:01
Lítil útvarpsstöð með stórt hjarta XA radíó er útvarpsstöð sem varpar út boðskap 12 spora kerfisins. Hún hefur verið starfrækt í nær tvö og hálft ár og reynst mörgum vel í baráttunni við sjúkdóm sinn. XA radíó næst á 88,5 á fm skalanum. </font /></b /> 9.8.2005 00:01
Hafsíld húkkuð á færi Síld var húkkuð á færi í Skagafirði á dögunum. Jón Drangeyjarjarl telur síldina ekki hina frægu Norðansíld, til þess sé hún of smá. 9.8.2005 00:01
Mótmælendur eltir um landið Tíu mótmælendur eru nú staddir við Mývatn að sögn Ólafs Páls Sigurðssonar, eins mótmælendanna. Hann segir tvo lögreglubíla fylgjast með þeim og að aðeins annar þeirra sé merktur. 9.8.2005 00:01
Kveikt í húsi innflytjenda Átta innflytjendur, fimm börn og þrír fullorðnir, létu lífið þegar kveikt var í byggingu í Berlín sem hýsti innflytjendur frá Póllandi og af arabískum uppruna. Einnig slösuðust fimmtán og 43 voru meðhöndlaðir vegna reykeitrunar. Lögreglan í Berlín segir engan vafa leika á því að íkveikjuna megi rekja til kynþáttahaturs og fordóma. 9.8.2005 00:01
Sniglatilkynningar streyma inn "Ég er búinn að fá fullt af sniglatilkynningum," sagði Erling Ólafsson dýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, spurður um hvort spánarsnigillinn illræmdi hefði látið á sér kræla hér á landi í sumar. 9.8.2005 00:01
Hættir rekstri einangrunarstöðvar Ríkið hættir rekstri einangrunarstöðvar fyrir gæludýr í Hrísey, þegar ný stöð í Höfnum verður farin að starfa af fullum krafti. Húsnæðið í Hrísey verður líklega selt. </font /></b /> 9.8.2005 00:01
Hermannaveiki lætur á sér kræla Hermannaveiki er komin upp á ný á Østfold-fylki sunnan við Ósló en yfirvöld hafa staðfest að tveir menn séu smitaðir af legionellu-bakteríunni 9.8.2005 00:01
Bátum rigndi yfir bæinn Vatnsstrokkur kom upp að strönd bæjarins Holbæk á norðanverðu Sjálandi á mánudaginn og olli nokkru tjóni. 9.8.2005 00:01
Skoskar konur spengilegastar Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem breska dagblaðið The Independent segir frá virðast sýna að holdafar þarlendra kvenna ráðist öðru fremur af póstnúmerinu. 9.8.2005 00:01
Líkur á björgun fara þverrandi Enn hefur ekki tekist að bjarga á annað hundrað verkamönnunum úr kolanámunni í Guangdong-héraði í Suður-Kína sem fylltist af vatni á sunnudaginn. 9.8.2005 00:01
Þingkosningar í janúar Mahmoud Abbas, forseti Palestínsku heimastjórnarinnar, lofaði í gær að þingkosningar færu fram í janúar. Hann hvatti Palestínumenn til að halda ró sinni þegar brottflutningur ísraelskra landnema frá Gaza-ströndinni hefst í næstu viku. 9.8.2005 00:01
Discovery lenti heilu og höldnu Geimferjan Discovery sneri aftur til jarðar í gær eftir 14 daga spennuþrunga ferð. Óvíst er hvenær geimferjurnar fara aftur út í himingeiminn því ekki liggur fyrir hver rót erfiðleikanna við flugtak þeirra er. 9.8.2005 00:01
Íranar eru hvergi bangnir Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar IAEA hittist í höfuðstöðvum sínum í Vín í gær og ræddi til hvaða ráða skyldi gripið vegna vinnslu Írana á kjarnorkueldsneyti. 9.8.2005 00:01
Aziz neitar að bera vitni Lögmenn Tariq Aziz, fyrrverandi utanríkisráðherra Íraks, lýstu því yfir í gær að hann myndi ekki bera vitni gegn Saddam Hussein í réttarhöldunum sem senn fara í hönd. 9.8.2005 00:01