Innlent

Strætó býður upp á Skólakort

Strætó hefur tekið upp á þeirri nýjung að bjóða fólki upp á sérstakt Skólakort frá og með 15. ágúst nk. Skólakortið tekur mið af skólaárinu en er gert til að koma til móts við óskir og þarfir skólafólks og annarra, sem nota strætisvagnana reglulega, um hagkvæman og ódýran ferðakost og gildir það allan veturinn. Í tilkynningu frá Strætó segir að ávinningur af því að kaupa Skólakortið sé umtalsverður en það muni gilda frá 15. ágúst til 1. júní 2006 eða í níu og hálfan mánuð. Ef kortið, sem kostar 25.000 kr., sé t.d. keypt í lok ágúst megi spara um 6.500 kr. frá því sem áður var hagkvæmast og sparnaður verði meiri ef kortið er keypt fyrr. Skólakortið er handhafakort sem merkir að eigandi þess getur lánað það. Kortið er selt á öllum sölustöðum farmiða sem eru tilgreindir á vefsvæði Strætó, www.strætó.is og www.bus.is.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×