Innlent

Hótel Óðinsvé og Brauðbær seld

Einkahlutafélagið Þórstorg hefur keypt Hótel Óðinsvé og Brauðbæ af Bjarna Árnasyni, oft kenndum við Brauðbæ, og Þóru Bjarnadóttur. Þórstorg er í eigu Lindu Jóhannsdóttur, Ellerts Finnbogasonar, félags í eigu Birgis Sigfússonar, Jóhanns Gunnarssonar og fjárfestingafélagsins Gamma ehf og mun Ellert taka við starfi hótelstjóra. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá eigendum Þórstorgs á félagið einnig og rekur íbúðahótelið Lúna við Spítalastíg 1. Hótel Óðinsvé og Lúna hótelíbúðir verða rekin saman og verður því til fjögurra stjörnu miðbæjarhótel sem einnig býður upp á fullbúnar íbúðir í hjarta borgarinnar. Innan vébanda hótelsins er einnig smurbrauðsstofan Brauðbær sem hefur verið starfrækt frá árinu 1964, en Brauðbær sérhæfir sig í smurbrauði, snittum og úrvali annarra smárétta fyrir veislur og fundi. Þá er fyrir veitingahús Sigga Hall á Óðinsvéum og það verður starfrækt áfram í óbreyttri mynd. Þórstorg ehf. tók formlega við rekstri 1.ágúst síðastliðinn, en Bjarni Árnason mun vera nýjum eigendum til ráðgjafar næstu mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×