Erlent

Erfið vist hjá Khodorkovsky

Mikhail Khodorkovsky, fyrrverandi eiganda Yukos-olíufélagsins, hefur nú verið komið fyrir í fangaklefa með ellefu öðrum föngum án nokkurra þæginda, svo sem aðgangi að fréttum. Síðan Khodorkovsky var dæmdur í níu ára fangelsi fyrr í sumar hefur hann deilt klefa með tveimur öðrum föngum og haft aðgang að sjónvarpi, ísskáp og dagblöðum. Eftir að hann skrifaði grein í dagblað í síðustu viku þar sem hann gagnrýndi Pútín Rússlandsforseta var hann hins vegar færður. Yfirmaður fangelsins segir að einungis sé verið að lagfæra klefa auðkýfingsins í stutta stund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×