Erlent

Viðsnúningur í innflytjendamálum

Í fyrsta sinn í aldarfjórðung flytja fleiri erlendir ríkisborgarar frá Danmörku en til landsins. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs fluttu 4.983 erlendir ríkisborgarar til Danmerkur en 5.298 þaðan. Flestir þeirra sem fluttu úr landinu eru Vesturlandabúar en merkjanlegur samdráttur hefur orðið á aðflutningi Sómalíumanna. Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja þessa þróun beina afleiðingu af innflytjendastefnu ríkisstjórnarinnar og vara við að erfiðileikar geti skapast á vinnumarkaði vegna hennar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×