Erlent

Rússar að hefna sín á Póverjum?

Ráðist var á pólskan sendiráðsstarfsmann með hrottalegum hætti í miðborg Moskvu í dag. Þetta er önnur árásin á sendiráðsstafsmenn Pólverja í vikunni en atburðirnir eru taldir tengjast árás sem börn nokkurra rússneskra sendiráðsstarfsmanna urði fyrir í Varsjá fyrir skemmstu. Pólsk stjórnvöld hafa verið dugleg við að gagnrýna frændur sína í Rússlandi undanfarið, m.a. vegna ástandsins í Tsjetsjeníu og hefur það valdið nokkrum titringi í samskiptum ríkjanna tveggja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×