Innlent

Safna fé fyrir þurfandi í Níger

Skrifstofa SOS-barnaþorpanna hefur hafið söfnun hér á landi til bjargar þeim íbúum Afríkuríkisins Níger sem þjást vegna hungursneyðar. Talið er að allt að tveir þriðju hlutar þjóðarinnar eigi um sárt að binda vegna hungursneyðarinnar, en hana má fyrst og fremst rekja til uppskerubrests í síðasta ári. Óttast er að ástandið í landinu eigi eftir að versna á komandi mánuðum verið ekki gripið til aðgerða nú þegar, en á hverjum degi deyja börn vegna vannæringar. SOS-barnaþorpin hafa komið á fót neyðaraðstoð í þorpinu Muntchéré í Tahoua-héraði og segir í tilkynnigu frá skrifstofu samtakanna hér á landi að þangað leiti börn á hverjum degi. Þeim sem vilja leggja sitt af mörkum er bent á heimasíðu SOS, sos.is.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×