Erlent

Stoltenberg sigurstranglegastur

Veðbankar í Noregi telja Jens Stoltenberg líklegastan til að verða forsætisráðherra Noregs að loknum norsku þingkosningum sem haldnar verða í september. Veðmálavefurinn playit.com býður vinningsstuðulinn 1,33 veðji menn á Stoltenberg þannig að fyrir hverja krónu sem menn leggja á sigur hans fá þeir 1,33 til baka. Stuðull Ernu Solberg, formanns Íhaldsflokksins, er 4,75 en heldur ólíklegt er talið að Kjell Magne Bondevik haldi forsætisráðherrastólnum, því stuðull hans er 6,50. Nánast útilokað er talið að Carl I. Hagen, formaður Framfaraflokksins myndi ríkisstjórn, vinningsstuðullinn í hans tilviki er 26,00.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×