Erlent

Vonirnar fara dvínandi

Björgunarsveitir náðu í gær upp líki eins námuverkamannsins sem festist í kolanámugöngum í sunnanverðu Kína. 122 manns eru ennþá ofan í 480 metra djúpum göngunum sem lokuðust á sunnudaginn eftir að vatn flæddi inn í þau. "Líkurnar á að mönnunum verði bjargað á lífi eru nú mjög orðnar mjög litlar þar sem þeir hafa verið ofan í göngunum í 55 klukkustundir," sagði You Ningfeng, varahéraðsstjóri Guangdong-héraðs, í samtali við Xinhua-fréttastofuna. Náman hafði ekki tilskilin leyfi til rekstarins og því hafa níu yfirmenn hennar verið handteknir, svo og tveir embættismenn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×