Nær ógerlegt að fá vegabréfsáritun 10. ágúst 2005 00:01 Svo virðist sem danska sendiráðið í Moskvu sinni ekki umsóknum sem það fær um vegabréfsáritun fyrir Íslandsfara," segir rússneski læknirinn Konstantín Shcherbak, en hann hefur lengi búið hér á landi. "Fyrst þegar ég kom gekk þetta vel, þá afgreiddi íslenska sendiráðið mig, en síðan danska sendiráðið tók við þessu er varla nokkur leið að fá vegabréfsáritun til Íslands," segir Konstantín. Ísland gerði samning við dönsku utanríkisþjónustuna um að annast vegabréfsáritanir til Íslands og tók sá samningur gildi um leið og Schengen-samningurinn. Því er ekki lengur hægt að fá áritanir í íslenska sendiráðinu. Frændi Konstantíns hugðist koma frá Moskvu hingað til lands í sumar og lagði hann inn umsókn 10. júní. "Hann hefur ekki enn fengið svar en nóg af misvísandi upplýsingum frá danska sendiráðinu og umsóknin hefur ekki einu sinni borist Útlendingastofnun á Íslandi. Þetta er alveg ótrúlegt í ljósi þess að þessi maður hefur farið til Austurríkis eins og ekkert sé," segir Konstantín. Hann segir að fleiri ættingjar hans hafi fengið svipaða meðferð. Þau svör fengust hjá danska sendiráðineytinu í Moskvu að umsókn mannsins hefði verið send útlendingaeftirlitinu í Danmörku og þaðan send útlendingaeftirlitinu á Íslandi fjórum sinnum. Ekki fengust svör við af hverju hún hefði verið send svo oft. Sendiráð gefa yfirleitt vegabréfsáritun án frekara samráðs en ef grunsemd vaknar um trúverðugleika umsækjanda eða um tilgang ferðarinnar ber þeim að senda umsóknina til útlendingastofnunar í tilteknu landi. Þau svör fengust frá danska sendiráðinu að ástæðan fyrir því að Útlendingastofnun fékk umsóknina í þessu tilfellli væri að umsækjandi hefði ekki áður komið til Íslands. Einnig bárust þau svör að mun lengri tíma tæki að fá áritun fyrir þá sem ætla að fara til Reykjavíkur en þá sem fara vilja til Kaupmannahafnar. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi ekki orðið vart við að Íslandsfarar njóti almennt verri þjónustu en aðrir hjá danska sendiráðinu. Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Svo virðist sem danska sendiráðið í Moskvu sinni ekki umsóknum sem það fær um vegabréfsáritun fyrir Íslandsfara," segir rússneski læknirinn Konstantín Shcherbak, en hann hefur lengi búið hér á landi. "Fyrst þegar ég kom gekk þetta vel, þá afgreiddi íslenska sendiráðið mig, en síðan danska sendiráðið tók við þessu er varla nokkur leið að fá vegabréfsáritun til Íslands," segir Konstantín. Ísland gerði samning við dönsku utanríkisþjónustuna um að annast vegabréfsáritanir til Íslands og tók sá samningur gildi um leið og Schengen-samningurinn. Því er ekki lengur hægt að fá áritanir í íslenska sendiráðinu. Frændi Konstantíns hugðist koma frá Moskvu hingað til lands í sumar og lagði hann inn umsókn 10. júní. "Hann hefur ekki enn fengið svar en nóg af misvísandi upplýsingum frá danska sendiráðinu og umsóknin hefur ekki einu sinni borist Útlendingastofnun á Íslandi. Þetta er alveg ótrúlegt í ljósi þess að þessi maður hefur farið til Austurríkis eins og ekkert sé," segir Konstantín. Hann segir að fleiri ættingjar hans hafi fengið svipaða meðferð. Þau svör fengust hjá danska sendiráðineytinu í Moskvu að umsókn mannsins hefði verið send útlendingaeftirlitinu í Danmörku og þaðan send útlendingaeftirlitinu á Íslandi fjórum sinnum. Ekki fengust svör við af hverju hún hefði verið send svo oft. Sendiráð gefa yfirleitt vegabréfsáritun án frekara samráðs en ef grunsemd vaknar um trúverðugleika umsækjanda eða um tilgang ferðarinnar ber þeim að senda umsóknina til útlendingastofnunar í tilteknu landi. Þau svör fengust frá danska sendiráðinu að ástæðan fyrir því að Útlendingastofnun fékk umsóknina í þessu tilfellli væri að umsækjandi hefði ekki áður komið til Íslands. Einnig bárust þau svör að mun lengri tíma tæki að fá áritun fyrir þá sem ætla að fara til Reykjavíkur en þá sem fara vilja til Kaupmannahafnar. Pétur Ásgeirsson, skrifstofustjóri almennrar skrifstofu utanríkisráðuneytisins, segir að ráðuneytið hafi ekki orðið vart við að Íslandsfarar njóti almennt verri þjónustu en aðrir hjá danska sendiráðinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira