Fleiri fréttir Reyndi að stytta sér aldur Karlmaður sem sennilega er ættaður frá Alsír reyndi að stytta sér aldur þegar starfsmenn alþjóðadeildar Ríkislögregustjóra birtu honum í gær þann úrskurð að hann fengi ekki hæli hér á landi sem pólitískur flóttamaður. Þetta átti sér stað í gistiheimili þar sem maðurinn hefur dvalið í nokkra mánuði eftir að hann kom hingað til lands. 29.7.2005 00:01 Tveir handteknir í umsátrinu Breska lögreglan hefur nú handtekið þrjá af fjórum mönnum sem lýst var eftir vegna misheppnaðra sprengjuárása í Lundúnum þann 21. júlí. Tveir þeirra voru handteknir í dag eftir vopnað umsátur lögreglunnar um hús í vesturhluta borgarinnar. 29.7.2005 00:01 Magnús skattakóngur í Eyjum Tölur um álagningu opinberra gjalda í Vestmannaeyjum hafa nú borist. Þar greiðir hæstan skatt Magnús Kristinsson, rúmlega 29 milljónir króna. Í öðru sæti er Gunnar Jónsson, sem borgar rúmlega tólf og hálfa milljón, og númer þrjú er Hanna María Siggeirsdóttir sem borgar rúmlega ellefu og hálfa milljón króna. 29.7.2005 00:01 Bretar rífa varðturna sína Bretar byrjuðu í dag að rífa varðturna sína á Norður-Írlandi en þeir hafa í áratugi verið tákn um veru breskra hersveita í landinu. Ákveðið var að byrja þegar að rífa turnana eftir að Írski lýðveldisherinn. IRA, lýsti því yfir í gær að hann hefði lagt niður vopn og myndi hér eftir stunda pólitíska baráttu fyrir markmiðum sínum. 29.7.2005 00:01 Lóan komin og farin Lóan er komin, búin að kveða burt snjóinn, farin aftur - og hvað þá? Sandlóan Signý kom hingað í vor, verpti við flugvöllinn í Holti í Önundarfirði, ól upp unga sína og tók að því búnu flugið til Frakklands þar sem til hennar sást fyrir nokkrum dögum. 29.7.2005 00:01 Strollan af stað Atvinnubílstjórar héldu fyrir stundu af stað á bílum sínum frá stæðinu neðan við Háskóla Íslands og aka sem leið liggur út úr borginni. Bílarnir sem eru tuttugu til þrjátíu, óku í nokkrum hollum og voru ýmist í halarófu eða hlið við hlið og töfðu þannig umferð. Lögregla fylgir bílunum í bak og fyrir en aðhefst ekki eins og er. 29.7.2005 00:01 Bílalestin hægir á ferðalöngum Mótmælabílalest atvinnubílstjóra keyrir nú í gegnum borgina en lagt var af stað frá bílastæðunum við aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem hún hefur verið að safnast saman í dag. Jóhann K. Jóhannsson, umferðarfulltrúi Landsbjargar og Umferðarstofu, segir þetta ganga hægt en slysalaust. 29.7.2005 00:01 Óánægja með lóðaúthlutun Óánægja er með úthlutun lóða í nýju hverfi í Kópavogi. Bent hefur verið á hversu hátt hlutfall þeirra sem úthlutað fengu lóð eru þekktir eða efnaðir einstaklingar eða tengjast bæjarmálum eða bæjarfulltrúum í Kópavogi. </font /></b /> 29.7.2005 00:01 Mótmæla lokun Íslandsbankaútibús Yfir 500 undirskriftum hefur verið safnað í mótmælaskyni við fyrirhugaða lokun útibús Íslandsbanka að Réttarholtsvegi. 29.7.2005 00:01 Condoleezza Rice valdamest Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og ráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta, er talin valdamesta kona heims, samkvæmt tímaritinu Forbes. Þetta er annað árið í röð sem Rice trónar efst á lista 100 valdamestu kvenna heimsins. 29.7.2005 00:01 London: Allir fjórir handteknir Breska lögreglan hefur greinilega blásið til meiriháttar sóknar gegn hryðjuverkamönnum í dag og er nú, með aðstoð lögreglunnar á Ítalíu, búin að handtaka alla þá fjóra sem lýst var eftir vegna sprengjutilræðisins í Lundúnum hinn 21. júlí. 29.7.2005 00:01 Sameinast um löggæslu Lögregluembættin á Vestfjörðum og í Dölum sameinast um löggæsluna um verslunarmannahelgina. Um er að ræða embættin á Ísafirði, á Patreksfirði, í Bolungarvík, á Hólmavík og í Búðardal. Á þessu svæði verða alls sjö lögreglubifreiðar með áhöfnum í eftirliti alla helgina. Sérstakt eftirlit verður haft með umferðinni á þjóðvegunum. 29.7.2005 00:01 Tvær sprengingar á Spáni Tvær sprengjur sprungu við þjóðveg nærri Madríd á Spáni í dag. Enginn er sagður hafa slasast í sprengingunum. ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, lýstu tilræðunum á hendur sér. 29.7.2005 00:01 Mótmælaakstrinum lokið Mótmælaakstri vörubílstjóra er nú lokið og umferð því greið út úr borginni, þ.e.a.s. eins greið og hún getur verið um verslunarmannahelgi. Lögreglan og bílstjórarnir náðu samkomulagi um hvernig haga skyldi akstrinum og óku lögreglumótorhjól á undan trukkalestinni. 29.7.2005 00:01 Þúsundum fanga sleppt Þúsundir fanga byrjuðu í dag að streyma út úr fangelsum í Afríkuríkinu Rúanda eftir að yfirvöld ákváðu að sleppa þrjátíu og sex þúsund föngum. Níu af hverjum tíu þessara fanga hafa viðurkennt að hafa tekið þátt í morðunum á 800 þúsund mönnum af ættbálki Tútsa árið 1994. 29.7.2005 00:01 Fuglaflensa greind í Rússlandi Rússnesk yfirvöld greindu frá því í gær að fuglaflensuveira, sem fannst nýlega í fuglum í Síberíu, væri af þeirri skæðu gerð sem getur borist í menn. Veirusýkingin drap hundruð far- og alifugla í Síberíu fyrr í þessum mánuði, en engar fréttir hafa borist af því að hún hafi borist í menn. 29.7.2005 00:01 Lundúnasprengjumenn handteknir Allir mennirnir fjórir, sem voru eftirlýstir fyrir að hafa reynt að sprengja sprengjur í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum þann 21. júlí, eru nú í haldi lögreglu, að því er breskir fjölmiðlar fullyrtu í gær. 29.7.2005 00:01 ESB og Marokkó semja um fiskveiðar Fulltrúar Evrópusambandsins og Marokkó undirrituðu á fimmtudag samning um aðgang fiskiskipa ESB-landa að fiskveiðilögsögu Marokkó í Atlantshafi. Samkomulagið, sem gildir til næstu fjögurra ára, er einkar mikilvægt fyrir sjávarútveg á Spáni og í Portúgal. 29.7.2005 00:01 Biður Karadzic að gefa sig fram Yfirmaður friðargæsluliðs Atlantshafsbandalagsins í Bosníu fagnaði því í gær að eiginkona Radovans Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba sem eftirlýstur er fyrir stríðsglæpi, hefði opinberlega skorað á mann sinn að gefa sig fram. 29.7.2005 00:01 Hvorki slys né óhöpp "Hvorki slys né óhöpp áttu sér stað og það tel ég aðalatriðið," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, um mótmæli atvinnubílstjóra í gær. 29.7.2005 00:01 Mótmæli töfðu umferð Nokkrar tafir urðu á umferð þegar á þriðja tug atvinnubílstjóra mótmæltu olíugjaldi í gær. Bílstjórarnir óku á um þrjátíu kílómetra hraða um götur Reykjavíkur og hægðu þannig á umferð án þess þó að stöðva hana alveg. 29.7.2005 00:01 Gestkomandi barðist við eldinn Eldur kom upp í barnaherbergi í íbúðarhúsi á Selfossi í gær og olli töluverðum reykskemmdum, auk þess sem innanstokksmunir í barnaherbergi brunnu til kaldra kola. 29.7.2005 00:01 Velta greiðslukorta eykst Greiðslukortavelta Íslendinga jókst umtalsvert fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Kredikortavelta jókst um tæp fjórtán prósent á tímabilinu og debetkortavelta um tæp 26 prósent samkvæmt Hagvísi Hagstofu Íslands. 29.7.2005 00:01 Upplýsingar ekki fyrir alla? Tengsl forstjóra Símans við nýja eigendur vekur spurningar um hvort þeir hafi haft einhverjar upplýsingar sem hinir höfðu ekki, segir formaður Samfylkingarinnar. Vinstri grænir vilja setja sérstök lög um einkavæðingu ríkisfyrirtækja til að einstakir ráðherrar ráðskist ekki með eigur ríkisins að vild. 29.7.2005 00:01 Lögreglan sektar með posum Víðast um landið er lögreglan sammála um það að Íslendingar hafi heldur hægt á sér frá því herferðin gegn hraðakstri hófst. En það er ekki hægt að ætlast til þess að erlendir ferðamenn séu með á nótunum og því er svo komið að sums staðar eru þeir orðnir meirihluti þeirra ökumanna sem sektaðir eru. 29.7.2005 00:01 Tekinn með hundrað grömm Maður um sextugt var handtekinn þegar hann ætlaði sér um borðu í Herjólf í fyrrakvöld en hann var með hundrað grömm af fíkniefnum innanklæda. Þar af voru 70 grömm af hvítu efni sem líklega mun vera amfetamín að sögn lögreglunar á Selfossi og 30 grömm af hassi. 29.7.2005 00:01 Greiðum skuldir ríkisins Geir Haarde fjármálaráðherra segir rétt að nota hluta andvirði Símans til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs. "Það er góð ráðstöfun og lagar stöðuna ríkissjóðs til framtíðar," segir Geir. 29.7.2005 00:01 Losaralegt ráðningarferli Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir vinnubrögð menntamálaráðherra við ráðningu í embætti útvarpsstjóra í gær. "Mér er kunnugt um að menntamálaráðherra lét ekki svo lítið að boða umsækjendur í viðtal." 29.7.2005 00:01 Vill endurskilgreina RÚV Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað Pál Magnússon í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára. Hann tekur við störfum 1. september næstkomandi. 29.7.2005 00:01 Greiðir 123 milljónir í skatt Frosti Bergsson kaupsýslumaður er sá einstaklingur sem ber hæstu opinberu gjöldin árið 2005. Hann greiðir nærri 117 milljónir króna í tekjuskatt en liðlega þrjár milljónir króna í útsvar. Álagningin nemur alls tæpum 123 milljónum króna. 29.7.2005 00:01 Hærri tekjur á suðvesturhorninu Embætti skattstjóra um land allt lögðu fram skrá yfir álagða skatta árið 2005 í gær. Upplýsingar um álagninguna liggja frammi hjá embættunum til 12. ágúst næstkomandi og er öllum frjálst að kynna sér þær. 29.7.2005 00:01 9 milljarðar í lottópottinum Margur verður af aurum api segir málshátturinn. Sá sem vinnur stóra vinninginn í Evrópulottóinu í kvöld verður þá væntanlega górilla því að nærri níu milljarðar eru í pottinum. 29.7.2005 00:01 Bílainnflutningur slær öll met Vöruskiptahalli fyrstu sex mánuði ársins er nærri 35 milljarðar og mestu munar um aukinn bílainnflutning. Innflutningurinn á þeim er nú tvöfalt meiri að verðmæti en á árunum 1999-2000, sem voru metár. Hagfræðingur LÍÚ segir tölur frá Hagstofunni sýna að sjávarútvegurinn hafi tapað yfir tíu milljörðum fyrstu sex mánuði ársins vegna hás gengis. 29.7.2005 00:01 Mælingum á Hvannadalshnúk lokið Störfum mælingamanna sem vilja fá endanlega niðurstöðu á það hve hár Hvannadalshnúkur er lauk í gær stuttu eftir klukkan tvö og nú taka útreikningar við. Búist er við að niðurstaða þeirra liggi fyrir á miðvikudaginn í næstu viku. 29.7.2005 00:01 Kaffi Austurstræti flytur Öldurhúsinu Kaffi Austurstræti var lokað fyrir fullt og allt í gær en eigandi þess ætlar að flytja starfsemina yfir í Hafnarstræti. Nýr staður mun heita Rökkurbarinn og verður á bak við Gauk á Stöng. "Ég stefni að því að hafa annað yfirbragð á nýja staðnum," segir Óskar Örn Ólafsson. Hann vonast þó til þess að halda í flesta fastakúnnana. 29.7.2005 00:01 Búist við 10 þúsund manns í Eyjum Veðurblíða lék við hátíðagesti um allt land í gær og víðast er spáð áframhaldandi góðviðri. Mikil umferð hefur verið víðast hvar um landið, en þó sagði lögreglan á Selfossi hana ekki vera mikið meiri en um venjulega helgi. 29.7.2005 00:01 Víðtækustu aðgerðir í sögu London Alls hafa nærri þrjátíu manns verið handteknir einungis vegna árásanna misheppnuðu í London í síðustu viku í víðtækustu aðgerðum í sögu lögreglunnar í borginni. Fjórmenningarnir sem gerðu árásirnar hafa allir verið handteknir. 29.7.2005 00:01 Skaftárhlaup að hefjast Allt bendir til þess að vatn úr Skaftárkatli sé að brjóta sér leið undir Vatnajökli. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Tuma Guðmundssyni jarðvísindamanni er hæð í botni Skaftárkatla farið að nálgast þá stöðu sem verið hefur í byrjun fyrri hlaupa. Veðurstofan telur líkur á að vatn muni ná fram að jökulrönd snemma í fyrramálið. 29.7.2005 00:01 Gæsla á kostnað réttinda fanga Vonsvikinn maður sem fékk synjun um hæli hér á landi brást við fréttunum með því að reyna að kveikja í sér. Fulltrúi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli segir erfitt að auka gæslu flóttamanna án þess að skerða réttindi þeirra. 29.7.2005 00:01 Læstirðu dyrunum? Læstirðu dyrunum? Lokaðirðu glugganum? Nú eru margir á leiðinni út úr bænum og aldrei er of varlega farið, hvort sem um ræðir akstur á þjóðvegunum eða hvernig er skilið við heimilið áður en lagt er í hann. 29.7.2005 00:01 Þjónustuvakt FÍB fyrir ferðalanga Líkt og undanfarin 55 ár verður Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, með þjónustuvakt um verslunarmannahelgina fyrir bíleigendur. Hjálparþjónusta FÍB miðast við að aðstoða bíleigendur á ferðalagi sem þurfa á þjónustu bílaverkstæðis að halda eða vantar varahlut. Aðstoðarbílar verða á fjölförnustu leiðum og umboðsmenn félagsins um land allt eru í viðbragðsstöðu. 29.7.2005 00:01 Ökumanns leitað Kona og þrjú börn sluppu ómeidd þega skilrúm úr harðplasti, á milli akvegar og gangstéttar á brúnni yfir Blöndu á Blönduósi, splundraðist á fjörutíu metra kafla, um klukkan sjö í gærkvöld. Bíl með tóman bátavagn var ekið yfir brúnna í sama mund og konan og börnin voru þar á gangi. Virðist vagninn hafa rekist utan í skilrúmið og splundrað því. 28.7.2005 00:01 Þrjár konur handteknar í London Breska lögreglan handtók þrjár konur í suðuhluta London í gær en þær eru grunaðar um að tengjast mönnunum sem gerðu misheppnaða tilraun til að sprengja lestar og strætisvagn í borginni þann 21. júlí síðastliðinn. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um málið en konurnar voru handteknar í íbúð nálægt Stockwell lestarstöðinni. 28.7.2005 00:01 Franskir barnaníðingar fá dóm Dómstóll í Frakklandi dæmdi hóp fólks í 28 ára fangelsi í gær fyrir að misnota og selja börn, aðallega þeirra eigin. Alls voru börnin sem um ræðir 45 talsins en þau voru seld af foreldrum fyrir sígarettur og áfengi á árunum 1999 til 2002. 28.7.2005 00:01 Lík Menezes flutt til Brasilíu Flogið var með lík mannsins sem lögreglan í London skaut á Stockwell lestarstöðinni í vikunni, til Brasilíu í gær. Hinn 27 ára Jean Charles de Menezes var skotinn í höfuðið, alls átta sinnum, eftir að hafa hunsað fyrirmæli lögreglunnar um að stoppa. 28.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Reyndi að stytta sér aldur Karlmaður sem sennilega er ættaður frá Alsír reyndi að stytta sér aldur þegar starfsmenn alþjóðadeildar Ríkislögregustjóra birtu honum í gær þann úrskurð að hann fengi ekki hæli hér á landi sem pólitískur flóttamaður. Þetta átti sér stað í gistiheimili þar sem maðurinn hefur dvalið í nokkra mánuði eftir að hann kom hingað til lands. 29.7.2005 00:01
Tveir handteknir í umsátrinu Breska lögreglan hefur nú handtekið þrjá af fjórum mönnum sem lýst var eftir vegna misheppnaðra sprengjuárása í Lundúnum þann 21. júlí. Tveir þeirra voru handteknir í dag eftir vopnað umsátur lögreglunnar um hús í vesturhluta borgarinnar. 29.7.2005 00:01
Magnús skattakóngur í Eyjum Tölur um álagningu opinberra gjalda í Vestmannaeyjum hafa nú borist. Þar greiðir hæstan skatt Magnús Kristinsson, rúmlega 29 milljónir króna. Í öðru sæti er Gunnar Jónsson, sem borgar rúmlega tólf og hálfa milljón, og númer þrjú er Hanna María Siggeirsdóttir sem borgar rúmlega ellefu og hálfa milljón króna. 29.7.2005 00:01
Bretar rífa varðturna sína Bretar byrjuðu í dag að rífa varðturna sína á Norður-Írlandi en þeir hafa í áratugi verið tákn um veru breskra hersveita í landinu. Ákveðið var að byrja þegar að rífa turnana eftir að Írski lýðveldisherinn. IRA, lýsti því yfir í gær að hann hefði lagt niður vopn og myndi hér eftir stunda pólitíska baráttu fyrir markmiðum sínum. 29.7.2005 00:01
Lóan komin og farin Lóan er komin, búin að kveða burt snjóinn, farin aftur - og hvað þá? Sandlóan Signý kom hingað í vor, verpti við flugvöllinn í Holti í Önundarfirði, ól upp unga sína og tók að því búnu flugið til Frakklands þar sem til hennar sást fyrir nokkrum dögum. 29.7.2005 00:01
Strollan af stað Atvinnubílstjórar héldu fyrir stundu af stað á bílum sínum frá stæðinu neðan við Háskóla Íslands og aka sem leið liggur út úr borginni. Bílarnir sem eru tuttugu til þrjátíu, óku í nokkrum hollum og voru ýmist í halarófu eða hlið við hlið og töfðu þannig umferð. Lögregla fylgir bílunum í bak og fyrir en aðhefst ekki eins og er. 29.7.2005 00:01
Bílalestin hægir á ferðalöngum Mótmælabílalest atvinnubílstjóra keyrir nú í gegnum borgina en lagt var af stað frá bílastæðunum við aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem hún hefur verið að safnast saman í dag. Jóhann K. Jóhannsson, umferðarfulltrúi Landsbjargar og Umferðarstofu, segir þetta ganga hægt en slysalaust. 29.7.2005 00:01
Óánægja með lóðaúthlutun Óánægja er með úthlutun lóða í nýju hverfi í Kópavogi. Bent hefur verið á hversu hátt hlutfall þeirra sem úthlutað fengu lóð eru þekktir eða efnaðir einstaklingar eða tengjast bæjarmálum eða bæjarfulltrúum í Kópavogi. </font /></b /> 29.7.2005 00:01
Mótmæla lokun Íslandsbankaútibús Yfir 500 undirskriftum hefur verið safnað í mótmælaskyni við fyrirhugaða lokun útibús Íslandsbanka að Réttarholtsvegi. 29.7.2005 00:01
Condoleezza Rice valdamest Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og ráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta, er talin valdamesta kona heims, samkvæmt tímaritinu Forbes. Þetta er annað árið í röð sem Rice trónar efst á lista 100 valdamestu kvenna heimsins. 29.7.2005 00:01
London: Allir fjórir handteknir Breska lögreglan hefur greinilega blásið til meiriháttar sóknar gegn hryðjuverkamönnum í dag og er nú, með aðstoð lögreglunnar á Ítalíu, búin að handtaka alla þá fjóra sem lýst var eftir vegna sprengjutilræðisins í Lundúnum hinn 21. júlí. 29.7.2005 00:01
Sameinast um löggæslu Lögregluembættin á Vestfjörðum og í Dölum sameinast um löggæsluna um verslunarmannahelgina. Um er að ræða embættin á Ísafirði, á Patreksfirði, í Bolungarvík, á Hólmavík og í Búðardal. Á þessu svæði verða alls sjö lögreglubifreiðar með áhöfnum í eftirliti alla helgina. Sérstakt eftirlit verður haft með umferðinni á þjóðvegunum. 29.7.2005 00:01
Tvær sprengingar á Spáni Tvær sprengjur sprungu við þjóðveg nærri Madríd á Spáni í dag. Enginn er sagður hafa slasast í sprengingunum. ETA, aðskilnaðarsamtök Baska, lýstu tilræðunum á hendur sér. 29.7.2005 00:01
Mótmælaakstrinum lokið Mótmælaakstri vörubílstjóra er nú lokið og umferð því greið út úr borginni, þ.e.a.s. eins greið og hún getur verið um verslunarmannahelgi. Lögreglan og bílstjórarnir náðu samkomulagi um hvernig haga skyldi akstrinum og óku lögreglumótorhjól á undan trukkalestinni. 29.7.2005 00:01
Þúsundum fanga sleppt Þúsundir fanga byrjuðu í dag að streyma út úr fangelsum í Afríkuríkinu Rúanda eftir að yfirvöld ákváðu að sleppa þrjátíu og sex þúsund föngum. Níu af hverjum tíu þessara fanga hafa viðurkennt að hafa tekið þátt í morðunum á 800 þúsund mönnum af ættbálki Tútsa árið 1994. 29.7.2005 00:01
Fuglaflensa greind í Rússlandi Rússnesk yfirvöld greindu frá því í gær að fuglaflensuveira, sem fannst nýlega í fuglum í Síberíu, væri af þeirri skæðu gerð sem getur borist í menn. Veirusýkingin drap hundruð far- og alifugla í Síberíu fyrr í þessum mánuði, en engar fréttir hafa borist af því að hún hafi borist í menn. 29.7.2005 00:01
Lundúnasprengjumenn handteknir Allir mennirnir fjórir, sem voru eftirlýstir fyrir að hafa reynt að sprengja sprengjur í jarðlestum og strætisvagni í Lundúnum þann 21. júlí, eru nú í haldi lögreglu, að því er breskir fjölmiðlar fullyrtu í gær. 29.7.2005 00:01
ESB og Marokkó semja um fiskveiðar Fulltrúar Evrópusambandsins og Marokkó undirrituðu á fimmtudag samning um aðgang fiskiskipa ESB-landa að fiskveiðilögsögu Marokkó í Atlantshafi. Samkomulagið, sem gildir til næstu fjögurra ára, er einkar mikilvægt fyrir sjávarútveg á Spáni og í Portúgal. 29.7.2005 00:01
Biður Karadzic að gefa sig fram Yfirmaður friðargæsluliðs Atlantshafsbandalagsins í Bosníu fagnaði því í gær að eiginkona Radovans Karadzic, fyrrverandi leiðtoga Bosníu-Serba sem eftirlýstur er fyrir stríðsglæpi, hefði opinberlega skorað á mann sinn að gefa sig fram. 29.7.2005 00:01
Hvorki slys né óhöpp "Hvorki slys né óhöpp áttu sér stað og það tel ég aðalatriðið," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, um mótmæli atvinnubílstjóra í gær. 29.7.2005 00:01
Mótmæli töfðu umferð Nokkrar tafir urðu á umferð þegar á þriðja tug atvinnubílstjóra mótmæltu olíugjaldi í gær. Bílstjórarnir óku á um þrjátíu kílómetra hraða um götur Reykjavíkur og hægðu þannig á umferð án þess þó að stöðva hana alveg. 29.7.2005 00:01
Gestkomandi barðist við eldinn Eldur kom upp í barnaherbergi í íbúðarhúsi á Selfossi í gær og olli töluverðum reykskemmdum, auk þess sem innanstokksmunir í barnaherbergi brunnu til kaldra kola. 29.7.2005 00:01
Velta greiðslukorta eykst Greiðslukortavelta Íslendinga jókst umtalsvert fyrstu sex mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Kredikortavelta jókst um tæp fjórtán prósent á tímabilinu og debetkortavelta um tæp 26 prósent samkvæmt Hagvísi Hagstofu Íslands. 29.7.2005 00:01
Upplýsingar ekki fyrir alla? Tengsl forstjóra Símans við nýja eigendur vekur spurningar um hvort þeir hafi haft einhverjar upplýsingar sem hinir höfðu ekki, segir formaður Samfylkingarinnar. Vinstri grænir vilja setja sérstök lög um einkavæðingu ríkisfyrirtækja til að einstakir ráðherrar ráðskist ekki með eigur ríkisins að vild. 29.7.2005 00:01
Lögreglan sektar með posum Víðast um landið er lögreglan sammála um það að Íslendingar hafi heldur hægt á sér frá því herferðin gegn hraðakstri hófst. En það er ekki hægt að ætlast til þess að erlendir ferðamenn séu með á nótunum og því er svo komið að sums staðar eru þeir orðnir meirihluti þeirra ökumanna sem sektaðir eru. 29.7.2005 00:01
Tekinn með hundrað grömm Maður um sextugt var handtekinn þegar hann ætlaði sér um borðu í Herjólf í fyrrakvöld en hann var með hundrað grömm af fíkniefnum innanklæda. Þar af voru 70 grömm af hvítu efni sem líklega mun vera amfetamín að sögn lögreglunar á Selfossi og 30 grömm af hassi. 29.7.2005 00:01
Greiðum skuldir ríkisins Geir Haarde fjármálaráðherra segir rétt að nota hluta andvirði Símans til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs. "Það er góð ráðstöfun og lagar stöðuna ríkissjóðs til framtíðar," segir Geir. 29.7.2005 00:01
Losaralegt ráðningarferli Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir vinnubrögð menntamálaráðherra við ráðningu í embætti útvarpsstjóra í gær. "Mér er kunnugt um að menntamálaráðherra lét ekki svo lítið að boða umsækjendur í viðtal." 29.7.2005 00:01
Vill endurskilgreina RÚV Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hefur skipað Pál Magnússon í embætti útvarpsstjóra Ríkisútvarpsins til fimm ára. Hann tekur við störfum 1. september næstkomandi. 29.7.2005 00:01
Greiðir 123 milljónir í skatt Frosti Bergsson kaupsýslumaður er sá einstaklingur sem ber hæstu opinberu gjöldin árið 2005. Hann greiðir nærri 117 milljónir króna í tekjuskatt en liðlega þrjár milljónir króna í útsvar. Álagningin nemur alls tæpum 123 milljónum króna. 29.7.2005 00:01
Hærri tekjur á suðvesturhorninu Embætti skattstjóra um land allt lögðu fram skrá yfir álagða skatta árið 2005 í gær. Upplýsingar um álagninguna liggja frammi hjá embættunum til 12. ágúst næstkomandi og er öllum frjálst að kynna sér þær. 29.7.2005 00:01
9 milljarðar í lottópottinum Margur verður af aurum api segir málshátturinn. Sá sem vinnur stóra vinninginn í Evrópulottóinu í kvöld verður þá væntanlega górilla því að nærri níu milljarðar eru í pottinum. 29.7.2005 00:01
Bílainnflutningur slær öll met Vöruskiptahalli fyrstu sex mánuði ársins er nærri 35 milljarðar og mestu munar um aukinn bílainnflutning. Innflutningurinn á þeim er nú tvöfalt meiri að verðmæti en á árunum 1999-2000, sem voru metár. Hagfræðingur LÍÚ segir tölur frá Hagstofunni sýna að sjávarútvegurinn hafi tapað yfir tíu milljörðum fyrstu sex mánuði ársins vegna hás gengis. 29.7.2005 00:01
Mælingum á Hvannadalshnúk lokið Störfum mælingamanna sem vilja fá endanlega niðurstöðu á það hve hár Hvannadalshnúkur er lauk í gær stuttu eftir klukkan tvö og nú taka útreikningar við. Búist er við að niðurstaða þeirra liggi fyrir á miðvikudaginn í næstu viku. 29.7.2005 00:01
Kaffi Austurstræti flytur Öldurhúsinu Kaffi Austurstræti var lokað fyrir fullt og allt í gær en eigandi þess ætlar að flytja starfsemina yfir í Hafnarstræti. Nýr staður mun heita Rökkurbarinn og verður á bak við Gauk á Stöng. "Ég stefni að því að hafa annað yfirbragð á nýja staðnum," segir Óskar Örn Ólafsson. Hann vonast þó til þess að halda í flesta fastakúnnana. 29.7.2005 00:01
Búist við 10 þúsund manns í Eyjum Veðurblíða lék við hátíðagesti um allt land í gær og víðast er spáð áframhaldandi góðviðri. Mikil umferð hefur verið víðast hvar um landið, en þó sagði lögreglan á Selfossi hana ekki vera mikið meiri en um venjulega helgi. 29.7.2005 00:01
Víðtækustu aðgerðir í sögu London Alls hafa nærri þrjátíu manns verið handteknir einungis vegna árásanna misheppnuðu í London í síðustu viku í víðtækustu aðgerðum í sögu lögreglunnar í borginni. Fjórmenningarnir sem gerðu árásirnar hafa allir verið handteknir. 29.7.2005 00:01
Skaftárhlaup að hefjast Allt bendir til þess að vatn úr Skaftárkatli sé að brjóta sér leið undir Vatnajökli. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Tuma Guðmundssyni jarðvísindamanni er hæð í botni Skaftárkatla farið að nálgast þá stöðu sem verið hefur í byrjun fyrri hlaupa. Veðurstofan telur líkur á að vatn muni ná fram að jökulrönd snemma í fyrramálið. 29.7.2005 00:01
Gæsla á kostnað réttinda fanga Vonsvikinn maður sem fékk synjun um hæli hér á landi brást við fréttunum með því að reyna að kveikja í sér. Fulltrúi sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli segir erfitt að auka gæslu flóttamanna án þess að skerða réttindi þeirra. 29.7.2005 00:01
Læstirðu dyrunum? Læstirðu dyrunum? Lokaðirðu glugganum? Nú eru margir á leiðinni út úr bænum og aldrei er of varlega farið, hvort sem um ræðir akstur á þjóðvegunum eða hvernig er skilið við heimilið áður en lagt er í hann. 29.7.2005 00:01
Þjónustuvakt FÍB fyrir ferðalanga Líkt og undanfarin 55 ár verður Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, með þjónustuvakt um verslunarmannahelgina fyrir bíleigendur. Hjálparþjónusta FÍB miðast við að aðstoða bíleigendur á ferðalagi sem þurfa á þjónustu bílaverkstæðis að halda eða vantar varahlut. Aðstoðarbílar verða á fjölförnustu leiðum og umboðsmenn félagsins um land allt eru í viðbragðsstöðu. 29.7.2005 00:01
Ökumanns leitað Kona og þrjú börn sluppu ómeidd þega skilrúm úr harðplasti, á milli akvegar og gangstéttar á brúnni yfir Blöndu á Blönduósi, splundraðist á fjörutíu metra kafla, um klukkan sjö í gærkvöld. Bíl með tóman bátavagn var ekið yfir brúnna í sama mund og konan og börnin voru þar á gangi. Virðist vagninn hafa rekist utan í skilrúmið og splundrað því. 28.7.2005 00:01
Þrjár konur handteknar í London Breska lögreglan handtók þrjár konur í suðuhluta London í gær en þær eru grunaðar um að tengjast mönnunum sem gerðu misheppnaða tilraun til að sprengja lestar og strætisvagn í borginni þann 21. júlí síðastliðinn. Ekki hafa fengist frekari upplýsingar um málið en konurnar voru handteknar í íbúð nálægt Stockwell lestarstöðinni. 28.7.2005 00:01
Franskir barnaníðingar fá dóm Dómstóll í Frakklandi dæmdi hóp fólks í 28 ára fangelsi í gær fyrir að misnota og selja börn, aðallega þeirra eigin. Alls voru börnin sem um ræðir 45 talsins en þau voru seld af foreldrum fyrir sígarettur og áfengi á árunum 1999 til 2002. 28.7.2005 00:01
Lík Menezes flutt til Brasilíu Flogið var með lík mannsins sem lögreglan í London skaut á Stockwell lestarstöðinni í vikunni, til Brasilíu í gær. Hinn 27 ára Jean Charles de Menezes var skotinn í höfuðið, alls átta sinnum, eftir að hafa hunsað fyrirmæli lögreglunnar um að stoppa. 28.7.2005 00:01