Erlent

ESB og Marokkó semja um fiskveiðar

Fulltrúar Evrópusambandsins og Marokkó undirrituðu á fimmtudag samning um aðgang fiskiskipa ESB-landa að fiskveiðilögsögu Marokkó í Atlantshafi. Samkomulagið, sem gildir til næstu fjögurra ára, er einkar mikilvægt fyrir sjávarútveg á Spáni og í Portúgal. Joe Borg, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB, sagði að ESB myndi borga Marokkó 36 milljónir evra, andvirði hátt í 2,9 milljarða króna, á ári fyrir 60.000 tonna kvóta í marokkóskri lögsögu. Þetta er aðeins fjórðungurinn af því sem kveðið var á um í síðasta fiskveiðisamningi ESB við Marokkó, en hann rann út árið 1999. Nýi samningurinn tekur gildi 1. mars 2006.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×