Innlent

Lögreglan sektar með posum

Víðast um landið er lögreglan sammála um það að Íslendingar hafi heldur hægt á sér frá því herferðin gegn hraðakstri hófst. En það er ekki hægt að ætlast til þess að erlendir ferðamenn séu með á nótunum og því er svo komið að sums staðar eru þeir orðnir meirihluti þeirra ökumanna sem sektaðir eru. Lögreglan á Sauðárkróki hafði til dæmis afskipti af fimmtán ökumönnum í fyrradag og þar af voru tíu útlendir. Þar sem ekki er á það hættandi að senda þeim sektirnar verða þeir að greiða þær á staðnum og því hefur lögreglan oft þurft að munda posana þó sumir greiði með seðlum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×