Innlent

Ökumanns leitað

Kona og þrjú börn sluppu ómeidd þega skilrúm úr harðplasti, á milli akvegar og gangstéttar á brúnni yfir Blöndu á Blönduósi, splundraðist á fjörutíu metra kafla, um klukkan sjö í gærkvöld. Bíl með tóman bátavagn var ekið yfir brúna í sama mund og konan og börnin voru þar á gangi. Virðist vagninn hafa rekist utan í skilrúmið og splundrað því. Brotin þeyttust víða en fyrir einhverja ótrúlega tilviljun sluppu konan og börnin við þau. Ökumaðurinn, sem örugglega hefur orðið var við þetta, stakk af og er hans nú leitað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×