Innlent

Mælingum á Hvannadalshnúk lokið

Störfum mælingamanna sem vilja fá endanlega niðurstöðu á það hve hár Hvannadalshnúkur er lauk í gær stuttu eftir klukkan tvö og nú taka útreikningar við. Búist er við að niðurstaða þeirra liggi fyrir á miðvikudaginn í næstu viku. Mælingar stóðu yfir í rúma tvo sólarhringa. Tveir voru að störfum uppi á jöklinum og þrír voru á jörðu niðri. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra fór upp á jökulinn í gær og lauk mælingastörfum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×