Innlent

Losaralegt ráðningarferli

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir vinnubrögð menntamálaráðherra við ráðningu í embætti útvarpsstjóra í gær. "Mér er kunnugt um að menntamálaráðherra lét ekki svo lítið að boða umsækjendur í viðtal. Engar kröfur voru gerðar um hæfni og reynslu í auglýsingu. Ekkert liggur fyrir um framtíðarsýn nýs útvarpsstjóra á óvissutímum hjá Ríkisútvarpinu. Miðað við strangar kröfur og úttekt á umsækjendum í stöðu fréttastjóra fyrr á árinu verða þetta að teljast losaraleg vinnubrögð," segir Mörður. Hann tekur fram að hann hafi ekkert út á nýráðinn útvarpsstjóra að setja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×