Innlent

Kaffi Austurstræti flytur

Öldurhúsinu Kaffi Austurstræti var lokað fyrir fullt og allt í gær en eigandi þess ætlar að flytja starfsemina yfir í Hafnarstræti. Nýr staður mun heita Rökkurbarinn og verður á bak við Gauk á Stöng. "Ég stefni að því að hafa annað yfirbragð á nýja staðnum," segir Óskar Örn Ólafsson. Hann vonast þó til þess að halda í flesta fastakúnnana. "Ég hef ekkert yfir þeim að kvarta." Óskar missti leiguhúsnæðið í Austurstræti og keypti þetta húsnæði. "Ég býst við að vera þar næstu áratugina."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×