Erlent

Þúsundum fanga sleppt

Þúsundir fanga byrjuðu í dag að streyma út úr fangelsum í Afríkuríkinu Rúanda eftir að yfirvöld ákváðu að sleppa þrjátíu og sex þúsund föngum. Níu af hverjum tíu þessara fanga hafa viðurkennt að hafa tekið þátt í morðunum á 800 þúsund mönnum af ættbálki Tútsa árið 1994. Þeir mega nú eiga von á því að það verði réttað yfir þeim í þorpum þeirra, ef þeir þá snúa heim aftur. Ákveðið var að sleppa þessum föngum þar sem fangelsisyfirvöld réðu hreinlega ekki við þann fjölda sem situr í fangelsum landsins. Þeir munu vera yfir 80 þúsund talsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×