Innlent

Hvorki slys né óhöpp

"Hvorki slys né óhöpp áttu sér stað og það tel ég aðalatriðið," segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, um mótmæli atvinnubílstjóra í gær. Geir Jón segist hafa átt góða samvinnu við mótmælendur og þeir hafi virt fyrirmæli lögreglu. "Þeir keyrðu ekki of hægt og stöðvuðu bíla sína hvergi," segir Geir Jón sem segir tafir á umferð ekki hafa verið mikið meiri en við væri að búast á föstudegi fyrir verslunarmannahelgi. "Umferðin í gær var minni en á síðasta ári, hugsanlega vegna þess að fólk gerði ráðstafanir um að leggja fyrir af stað vegna hinna fyrirhuguðu mótmæla."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×