Erlent

Franskir barnaníðingar fá dóm

Dómstóll í Frakklandi dæmdi hóp fólks í 28 ára fangelsi í gær fyrir að misnota og selja börn, aðallega þeirra eigin. Alls voru börnin sem um ræðir 45 talsins en þau voru seld af foreldrum fyrir sígarettur og áfengi á árunum 1999 til 2002. Málið hefur vakið mikla reiði í Frakklandi og þykir mörgum dómurinn heldur vægur en eitt barnanna var misnotað tæplega 50 sinnum. Á meðal á málaferlum stóð, sagði forsprakki hópsins og afi nokkurra barnanna, að honum væri alveg sama um börnin og sæi ekki eftir neinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×