Innlent

Bílalestin hægir á ferðalöngum

Mótmælabílalest atvinnubílstjóra keyrir nú í gegnum borgina en lagt var af stað frá bílastæðunum við aðalbyggingu Háskóla Íslands þar sem hún hefur verið að safnast saman í dag. Jóhann K. Jóhannsson, umferðarfulltrúi Landsbjargar og Umferðarstofu, segir þetta ganga hægt. Hópurinn sem hann fylgdi eftir var kominn að Breiðholtsbraut um fjögurleytið og stefndi að hringtorginu við Rauðavatn. Bílalestin skipti sér á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og skilst Jóhanni að hóparnir tveir ætli að safnast saman við Rauðavatn. Um er að ræða u.þ.b. 20 vörubíla sem dreifa sér á allar akreinar og náðist samkomulag við lögreglu um að bílarnir ækju á helming hámarkshraða. Nokkur bílalest hefur myndast fyrir aftan vörubílana en þó engin gríðarleg. Jóhann biður ökumenn um að sýna atvinnubílstjórunum þolinmæði á meðan þetta gengur yfir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×