Fleiri fréttir NASA slær geimferðum á frest Bandaríska geimferðastofnunin NASA ætlar að slá frekari geimferðum á frest á meðan sérfræðingar rannsaka stykki sem duttu af eldsneytistanki geimferjunnar Discovery við flugtak á þriðjudaginn. 28.7.2005 00:01 Sextíu látnir í hitabylgju Yfir 60 manns hafa látist af völdum hita og raka í Bandaríkjunum að undanförnu. Hitabylgjan hefur valdið miklum óskunda í níu ríkjum, aðallega á austurströnd landsins en hæst fór hitinn í 38 gráður. 28.7.2005 00:01 Flóð á Indlandi Nærri fjögur hundruð og fimmtíu hafa látist af völdum mikilla flóða og aurskriðna í Indlandi undanfarna þrjá daga. Þúsundir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín og samgöngur eru lamaðar. Þá hefur skólum verið lokað og mestöll atvinnustarfsemi liggur niðri. 28.7.2005 00:01 IRA leggur niður vopnin Írski lýðveldisherinn ÍRA mun frá klukkan þrjú í dag hætta öllum vopnuðum aðgerðum og framvegis beita friðsamlegum aðgerðum til að ná fram markmiðum sínum. 28.7.2005 00:01 Eignir heimilanna 2000 milljarðar Gjaldstofn tekjuskatts og útsvars nam 526,8 milljörðum króna og hafði vaxið um 9,0% frá fyrra ári. Samanlögð álagning tekjuskatta og útsvars nemur 145,2 milljörðum króna og hækkar um 12,3% frá fyrra ári. 28.7.2005 00:01 Skipti bauð 66,7 milljarða í Símann Skipti ehf. átti hæsta tilboð í Símann, 66,7 milljarða króna en tilboð voru opnuð fyrir stundu. Alls bárust þrjú tilboð og er tilboð Skipta ehf yfir 5% hærra en næsta tilboð. Skipti eignast því að óbreyttu Símann en að hópnum standa Exista, sem er fjárfestingarfélag í meirihlutaeigu Bakkabræðra Holding, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi-lífeyrissjóður, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Samvinnulífeyrissjóðurinn, MP fjárfestingarbanki hf., Kaupþing banka hf. og IMIS ehf., sem er í eigu Skúla Þorvaldssonar. 28.7.2005 00:01 Eina leiðin að mati bílstjóra Óánægðir atvinnubílstjórar ætla að nota fjörutíu tonna trukka, svo tugum skiptir, til þess að trufla umferð út úr höfuðborginni um verslunarmannahelgina. Lögreglan segir þetta vera hættuspil, sem ekki verði liðið. 28.7.2005 00:01 Fólk streymir úr bænum Fólk er þegar farið að streyma út úr bænum fyrir verslunarmannahelgina og virðast flestir fara á einkabílum eða með flugi. Á annað þúsund manns eru þegar komnir til Eyja, þannig að þar verður að venju fjölmennt. 28.7.2005 00:01 Notum smokkinn Átaksverkefnið, "Notum smokkinn" var kynnt í dag. Að átakinu standa Samtökin ’78 í samstarfi við Landlæknisembættið, Alnæmissamtökin og ýmis félagasamtök og Ýmus, innflytjanda Sico-smokkanna. 28.7.2005 00:01 Mótmælendur velkomnir að Vaði Mótmælendurnir sem voru reknir frá Kárahnjúkum í gær, hafa nú slegið upp tjöldum í landi Vaðs, í Skriðdal. Heimafólkinu líst vel á þessa nýju nágranna. 28.7.2005 00:01 Tilboð Skipta í Símann samþykkt Öll gögn Skipta ehf, hæstbjóðanda í hlut ríkissjóðs í Símanum reyndust fullnægjandi. Formaður einkavæðingarnefndar tilkynnti fyrir stundu að Geir H. Haarde, fjármálaráðherra hefði, í samráði við ráðherranefnd um einkavæðingu, samþykkt tillögu nefndarinnar um að taka tilboði Skipta í Símann en tilboðið hljóðaði upp á 66,7 milljarða króna. Reiknað er með að skrifað verði undir samninga vegna kaupanna í næstu viku. 28.7.2005 00:01 Mönnum bjargað úr Skyndidalsá Um klukkan 12:30 var björgunarfélag Hornafjarðar kallað út vegna manna sem voru fastir á bílaleigubíl í Skyndidalsá sem rennur í Jökulsá í Lóni. Mennirnir voru komnir upp á þak bílaleigubílsins sem þeir höfðu fest í ánni. Skyndidalsá er mjög straumþung þar sem bíllin festist. 28.7.2005 00:01 Eldur í olíuborpalli á Indlandi Tólf manns létust og 367 var bjargað af brennandi olíuborpalli við vesturströnd Indlands í gær og í morgun. Fólk fleygði sér í sjóinn þegar eldar fóru að loga og tekist hefur að bjarga flestum en enn er þó nokkura saknað. 28.7.2005 00:01 Þekkti ekki skilti frá staur Færeyskur lögþingsmaður var handtekinn fyrir að aka drukkinn á ljósastaur, um síðustu helgi. Torbjörn Jacobsen, yfirgaf bíl sinn eftir áreksturinn og neitaði í fyrstu að opna fyrir lögreglunni þegar hún kom heim til hans. 28.7.2005 00:01 Ný yfirmaður varnarliðsins Á vef Víkurfrétta kemur fram að yfirmannaskipti hafi orðið hjá varnarliðinu. Nýr yfirmaður Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli tók til starfa í dag en fráfarandi yfirmaður varnarliðsins, Robert S. McCormick ofursti, tekur við starfi aðstoðarmanns 7. sprengjudeildar flughersins á Dyess herflugvellinum í Texas. 28.7.2005 00:01 Mubarak býður sig enn fram Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, tilkynnti í dag að hann ætli enn einu sinni að bjóða sig fram til forseta. Mubarak hefur verið forseti Egyptalands í tuttugu og fjögur ár, og vill sitja í sex ár í viðbót. Hann er nú sjötíu og sjö ára gamall. 28.7.2005 00:01 Skemmtiferðaskip á Ísafirði Á vef Bæjarins besta á Ísafirði kemur fram að skemmtiferðaskipið Seven Seas Navigator hafi kom til Ísafjarðar í morgun. Og er það stærsta skip sem lagst hefur að bryggju í höfninni. 28.7.2005 00:01 Vill endurreisa ríkisstjórnina Gerry Adams, formaður Sinn Fein, hins pólitíska arms Írska lýðveldisherins segir að ríkisstjórnir Bretlands og Írlands verði nú að endurreisa ríkisstjórn Norður-Írlands þar sem kaþólikkar og mótmælendur skipti með sér völdum. 28.7.2005 00:01 Sýknaðir af nasistahyllingu Hæstiréttur Þýskalands sneri í dag dómi yfir þrem mönnum sem höfðu verið sakfelldir í undirrétti fyrir að heiðra SS hersveitir Adolfs Hitlers. Mennirnir þrír sem tilheyra hægri öfgasamtökum komu sér upp símsvara þar sem var að finna upplýsingar um hvar og hvenær skrúðgöngur þeirra færu fram. 28.7.2005 00:01 Fánasaumur á Gaza Saumastofur á Gaza svæðinu vinna nú nótt sem nýtan dag við að sauma fána sem á að flagga þegar Ísraelar yfirgefa Gaza, um miðjan næsta mánuð. Heimastjórn Palestínu hefur pantað sextíu þúsund palestínska fána. 28.7.2005 00:01 Sprengikúla fannst í Eyjafirði Bóndi á Vatnsenda í Eyjarfirði fann nýverið sprengikúlu frá stríðsárunum í vegkantinum einn kílómetra frá bæjarhúsunum. Hún taldi að kúlan gæti reynst hættuleg svo að hún kom henni í hendur lögreglunnar á Akureyri. 28.7.2005 00:01 Garðbæingar ánægðir með Garðabæ Helstu niðurstöður viðhorfskönnunar sem fyrirtækið IMG Gallup vann fyrir Garðabæ fyrr á þessu ári eru að íbúar eru almennt ánægðir með bæjarfélagið og þjónustu þess. 28.7.2005 00:01 IRA segist hættur vopnaðri baráttu Írski lýðveldisherinn, IRA, sem drap og limlesti þúsundir manna í 35 ára vopnaðri baráttu gegn breskum yfirráðum á Norður-Írlandi, lýsti því yfir í gær að hann væri hættur að beita ofbeldi sem pólitísku baráttutæki. Bæði írska og breska stjórnin, sem og ráðamenn víðar um heim, fögnuðu þessu sem mikilvægum áfanga í átt að varanlegum friði á Norður-Írlandi. 28.7.2005 00:01 Lúkasjenkó tekur Pólverja fyrir Viðleitni Pólverja til að ýta undir lýðræði í nágrannaríkinu Hvíta-Rússlandi hafa framkallað æ harðari viðbrögð af hálfu stjórnvalda í sovétlýðveldinu fyrrverandi. Þessi núningur náði nýju hámarki í gær er Pólverjar kölluðu sendiherra sinn heim frá hvít-rússnesku höfuðborginni Minsk. 28.7.2005 00:01 Discovery tengdist geimstöðinni Geimferjan Discovery tengdist alþjóðlegu geimstöðinni í gær, eftir að hafa tekið snúning alveg upp við hana til þess að unnt væri að taka nærmyndir af neðra byrði ferjunnar úr myndavél í stöðinni. Myndatakan er liður í rannsóknum á hugsanlegum skemmdum á ytra byrði geimferjunnar. 28.7.2005 00:01 Mótmæla tíðum strætóferðum Íbúar og húseigendur við Suðurgötu safna nú undirskriftum undir áskorun til borgarstjóra um að breyta hinu nýja leiðarkerfi Strætó svo tíðum strætóferðum um götunna linni en þeir segja vagnana fara 414 ferðir um götuna á hverjum virkum degi. 28.7.2005 00:01 35 ára stríði lokið á Írlandi Írski lýðveldisherinn, IRA, hefur ákveðið að leggja niður vopn. Þar með lýkur þrjátíu og fimm ára blóðugu tímabili í sögu samtakanna, sem talin eru bera ábyrgð á dauða nærri tvö þúsund manna. 28.7.2005 00:01 Sigurður Líndal ósáttur Sigurður Líndal formaður sérskipaðrar rannsóknarnefndar vegna flugslyssins í Skerjafirði árið 2000 hefur sent frá sér tilkynningu til allra annarra fjölmiðla en Stöðvar 2 í dag þar sem kemur fram að sérstökum blaðamannafundi sem átti að halda á morgun hafi verið aflýst vegna trúnaðarleka til Stöðvar 2 sem fjallaði um skýrsluna í kvöldfréttum í gær. 28.7.2005 00:01 Olíufélögin höfða mál Olíufélögin þrjú sem áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði að skyldu greiða samtals einn og hálfan milljarð króna í sektir fyrir ólöglegt verðsamráð, hafa öll höfðað mál til að fá úrskurðinum breytt. 28.7.2005 00:01 Jöklarnir hopa Jöklar Íslands munu hverfa á næstu 200 árum. Þetta er mat jarðeðlisfræðinga sem hafa gert framtíðarlíkön um bráðnun jökla. Litlar líkur eru taldar á því að hægt sé að snúa þessari þróun við, sem er að mestu leyti af mannavöldum. 28.7.2005 00:01 Eldsneytisskortur líklega ástæðan Eldsneytisskortur er langlíklegasta ástæða þess að flugvélin TF-GTI fórst í Skerjafirði þann 7. ágúst árið 2000 með þeim afleiðingum að sex létust. 28.7.2005 00:01 Djammið hafið í Eyjum Yfir fimmtán hundruð manns eru komin til Vestmannaeyja en húkkaraballið fræga verður haldið þar í kvöld. Fá tjöld voru komin upp á Akureyri í dag en í Galtalæk eru komnir um 500 gestir. Veðurfræðingar spá mildu veðri en samt einhverri vætu um helgina. 28.7.2005 00:01 Ætla enn að trufla umferð Yfir fimmtíu atvinnubílstjórar munu taka þátt í mótmælum vegna olíugjalds á morgun. Fjármálaráðherra óskaði eftir fundi með forsvarsmanni mótmælanna í dag sem ekki vildi hitta ráðherrann. Fulltrúar Landsbjargar segja mótmælin geta kostað mannslíf. 28.7.2005 00:01 Skuldir heimilanna aukast Skuldir heimilanna námu í árslok 2004 um 760 milljörðum og hafa vaxið um 15,2 prósent frá árinu á undan. Þetta kemur fram í yfirliti fjármálaráðuneytisins um helstu niðurstöður álagningar opinberra gjalda. 28.7.2005 00:01 Íslensk mynd í Hollywood "Ég get ekki upplýst hverjir þetta eru sem standa, þetta er á byrjunarstigi og ekkert hefur verið ákveðið með framleiðslu. 28.7.2005 00:01 Kjósa hugsanlega um stækkun álvers Hafnfirðingar fá hugsanlega að kjósa um stækkun álversins í Straumsvík á haustmánuðum að sögn Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra. 28.7.2005 00:01 Bjargað af þaki bifreiðar Bjarga þurfti feðgum af þaki bifreiðar, sem þeir höfðu fest úti í miðri Skyndidalsá skammt frá Höfn í Hornafirði, um hádegisbil í gær. Feðgarnir eru erlendir ferðamenn og höfðu fengið bifreiðina á bílaleigu. 28.7.2005 00:01 Listaverk skemmast í eldsvoða Skemmdir urðu á vinnuaðstöðu listamanna þegar eldur kom upp í Dugguvogi 3 á sjötta tímanum í gær. Eldurinn kom upp hjá Verksmiðjunni vinnandi fólki en eldsupptök eru enn óljós. Margir eru með starfsemi í húsinu og meðal annars eru þar tvær vinnustofur listamanna. 28.7.2005 00:01 Þrjú þúsund komin til Eyja Hátt í þrjú þúsund manns voru komin til Vestmannaeyja þegar blaðið var sent í prentun í gærkvöld, en búist er við 8-10.000 gestum þar um helgina. Allt hefur þó farið vel fram. "Þetta eru allt saman góðir krakkar sem eru komnir," sagði lögreglumaður í Eyjum sem rætt var við í gær. 28.7.2005 00:01 Mæling Hvannadalshnjúks bíður Í öllum kennslubókum og alfræðiritum stendur skrifað að Hvannadalshnjúkur sé hæsti tindur Íslands, 2119 metrar. Það er óumdeilt að hann er hæstur tinda, en ekki eru allir vissir um að hæðin sé rétt mæld. Nú á að skera úr um það með nákvæmustu mælitækjum sem til eru. Ekki tókst þó að hefja verkið í dag eins og til stóð. 27.7.2005 00:01 Byggð eykst enn í Kópavogi Hafist verður handa við byggingu fyrstu fjölbýlishúsanna við Lund í Kópavogi innan nokkurra vikna. Skammt frá munu tvö önnur hverfi rísa á næstu árum, það er á Kópavogstúni og bryggjuhverfi við Fossvoginn. 27.7.2005 00:01 Mótmælendur látnir lausir Tveir erlendir karlmenn og ein kona, sem voru handtekin eftir átök við lögreglu á vinnusvæði við Kárahnjúka í fyrrinótt , voru látin laus í gærkvöldi, en fyrr um kvöldið lá fyrir að Útlendingastofnun teldi ekki tilefni til að vísa fólkinu úr landi. 27.7.2005 00:01 Afsláttarfargjöld á háu verði Afsláttarfargjöld danska flugfélagsins Sterling, sem nú er í eigu sömu manna og eiga íslanska flugfélagið Iceland Express, eru í sumum tilvikum þrefalt hærri en fargjöld keppinautanna, að því er kemur fram í Jótlandspóstinum í dag. 27.7.2005 00:01 Íslenska þjóðin bjartsýn Þjóðin virðist vera óvenju bjartsýn og sátt við tilveruna, samkvæmt nýjustu væntingavísitölu Gallups. Hún hefur aldrei mælst jafn há síðan þessar mælingar hófust árið tvö þúsund og eitt. Hún hækkaði um ellefu prósent frá fyrra mánuði,- er fimmtán stigum hærri en í sama mánuði í fyrra og hefur vaxið um þrettán prósent síðastliðna tólf mánuði. 27.7.2005 00:01 Stuggað við blaðamanni Íslenskur lögreglumaður stuggaði síðdegis í gær við blaðamanni Víkurfrétta þar sem hann beið skammt frá afleggjaranum upp að aðalhliði varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli, eftir að bílalest með vígtólum Clint Eastwoods æki þar um. Ætlaði hann að mynda lestina. 27.7.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
NASA slær geimferðum á frest Bandaríska geimferðastofnunin NASA ætlar að slá frekari geimferðum á frest á meðan sérfræðingar rannsaka stykki sem duttu af eldsneytistanki geimferjunnar Discovery við flugtak á þriðjudaginn. 28.7.2005 00:01
Sextíu látnir í hitabylgju Yfir 60 manns hafa látist af völdum hita og raka í Bandaríkjunum að undanförnu. Hitabylgjan hefur valdið miklum óskunda í níu ríkjum, aðallega á austurströnd landsins en hæst fór hitinn í 38 gráður. 28.7.2005 00:01
Flóð á Indlandi Nærri fjögur hundruð og fimmtíu hafa látist af völdum mikilla flóða og aurskriðna í Indlandi undanfarna þrjá daga. Þúsundir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín og samgöngur eru lamaðar. Þá hefur skólum verið lokað og mestöll atvinnustarfsemi liggur niðri. 28.7.2005 00:01
IRA leggur niður vopnin Írski lýðveldisherinn ÍRA mun frá klukkan þrjú í dag hætta öllum vopnuðum aðgerðum og framvegis beita friðsamlegum aðgerðum til að ná fram markmiðum sínum. 28.7.2005 00:01
Eignir heimilanna 2000 milljarðar Gjaldstofn tekjuskatts og útsvars nam 526,8 milljörðum króna og hafði vaxið um 9,0% frá fyrra ári. Samanlögð álagning tekjuskatta og útsvars nemur 145,2 milljörðum króna og hækkar um 12,3% frá fyrra ári. 28.7.2005 00:01
Skipti bauð 66,7 milljarða í Símann Skipti ehf. átti hæsta tilboð í Símann, 66,7 milljarða króna en tilboð voru opnuð fyrir stundu. Alls bárust þrjú tilboð og er tilboð Skipta ehf yfir 5% hærra en næsta tilboð. Skipti eignast því að óbreyttu Símann en að hópnum standa Exista, sem er fjárfestingarfélag í meirihlutaeigu Bakkabræðra Holding, Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi-lífeyrissjóður, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Samvinnulífeyrissjóðurinn, MP fjárfestingarbanki hf., Kaupþing banka hf. og IMIS ehf., sem er í eigu Skúla Þorvaldssonar. 28.7.2005 00:01
Eina leiðin að mati bílstjóra Óánægðir atvinnubílstjórar ætla að nota fjörutíu tonna trukka, svo tugum skiptir, til þess að trufla umferð út úr höfuðborginni um verslunarmannahelgina. Lögreglan segir þetta vera hættuspil, sem ekki verði liðið. 28.7.2005 00:01
Fólk streymir úr bænum Fólk er þegar farið að streyma út úr bænum fyrir verslunarmannahelgina og virðast flestir fara á einkabílum eða með flugi. Á annað þúsund manns eru þegar komnir til Eyja, þannig að þar verður að venju fjölmennt. 28.7.2005 00:01
Notum smokkinn Átaksverkefnið, "Notum smokkinn" var kynnt í dag. Að átakinu standa Samtökin ’78 í samstarfi við Landlæknisembættið, Alnæmissamtökin og ýmis félagasamtök og Ýmus, innflytjanda Sico-smokkanna. 28.7.2005 00:01
Mótmælendur velkomnir að Vaði Mótmælendurnir sem voru reknir frá Kárahnjúkum í gær, hafa nú slegið upp tjöldum í landi Vaðs, í Skriðdal. Heimafólkinu líst vel á þessa nýju nágranna. 28.7.2005 00:01
Tilboð Skipta í Símann samþykkt Öll gögn Skipta ehf, hæstbjóðanda í hlut ríkissjóðs í Símanum reyndust fullnægjandi. Formaður einkavæðingarnefndar tilkynnti fyrir stundu að Geir H. Haarde, fjármálaráðherra hefði, í samráði við ráðherranefnd um einkavæðingu, samþykkt tillögu nefndarinnar um að taka tilboði Skipta í Símann en tilboðið hljóðaði upp á 66,7 milljarða króna. Reiknað er með að skrifað verði undir samninga vegna kaupanna í næstu viku. 28.7.2005 00:01
Mönnum bjargað úr Skyndidalsá Um klukkan 12:30 var björgunarfélag Hornafjarðar kallað út vegna manna sem voru fastir á bílaleigubíl í Skyndidalsá sem rennur í Jökulsá í Lóni. Mennirnir voru komnir upp á þak bílaleigubílsins sem þeir höfðu fest í ánni. Skyndidalsá er mjög straumþung þar sem bíllin festist. 28.7.2005 00:01
Eldur í olíuborpalli á Indlandi Tólf manns létust og 367 var bjargað af brennandi olíuborpalli við vesturströnd Indlands í gær og í morgun. Fólk fleygði sér í sjóinn þegar eldar fóru að loga og tekist hefur að bjarga flestum en enn er þó nokkura saknað. 28.7.2005 00:01
Þekkti ekki skilti frá staur Færeyskur lögþingsmaður var handtekinn fyrir að aka drukkinn á ljósastaur, um síðustu helgi. Torbjörn Jacobsen, yfirgaf bíl sinn eftir áreksturinn og neitaði í fyrstu að opna fyrir lögreglunni þegar hún kom heim til hans. 28.7.2005 00:01
Ný yfirmaður varnarliðsins Á vef Víkurfrétta kemur fram að yfirmannaskipti hafi orðið hjá varnarliðinu. Nýr yfirmaður Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli tók til starfa í dag en fráfarandi yfirmaður varnarliðsins, Robert S. McCormick ofursti, tekur við starfi aðstoðarmanns 7. sprengjudeildar flughersins á Dyess herflugvellinum í Texas. 28.7.2005 00:01
Mubarak býður sig enn fram Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, tilkynnti í dag að hann ætli enn einu sinni að bjóða sig fram til forseta. Mubarak hefur verið forseti Egyptalands í tuttugu og fjögur ár, og vill sitja í sex ár í viðbót. Hann er nú sjötíu og sjö ára gamall. 28.7.2005 00:01
Skemmtiferðaskip á Ísafirði Á vef Bæjarins besta á Ísafirði kemur fram að skemmtiferðaskipið Seven Seas Navigator hafi kom til Ísafjarðar í morgun. Og er það stærsta skip sem lagst hefur að bryggju í höfninni. 28.7.2005 00:01
Vill endurreisa ríkisstjórnina Gerry Adams, formaður Sinn Fein, hins pólitíska arms Írska lýðveldisherins segir að ríkisstjórnir Bretlands og Írlands verði nú að endurreisa ríkisstjórn Norður-Írlands þar sem kaþólikkar og mótmælendur skipti með sér völdum. 28.7.2005 00:01
Sýknaðir af nasistahyllingu Hæstiréttur Þýskalands sneri í dag dómi yfir þrem mönnum sem höfðu verið sakfelldir í undirrétti fyrir að heiðra SS hersveitir Adolfs Hitlers. Mennirnir þrír sem tilheyra hægri öfgasamtökum komu sér upp símsvara þar sem var að finna upplýsingar um hvar og hvenær skrúðgöngur þeirra færu fram. 28.7.2005 00:01
Fánasaumur á Gaza Saumastofur á Gaza svæðinu vinna nú nótt sem nýtan dag við að sauma fána sem á að flagga þegar Ísraelar yfirgefa Gaza, um miðjan næsta mánuð. Heimastjórn Palestínu hefur pantað sextíu þúsund palestínska fána. 28.7.2005 00:01
Sprengikúla fannst í Eyjafirði Bóndi á Vatnsenda í Eyjarfirði fann nýverið sprengikúlu frá stríðsárunum í vegkantinum einn kílómetra frá bæjarhúsunum. Hún taldi að kúlan gæti reynst hættuleg svo að hún kom henni í hendur lögreglunnar á Akureyri. 28.7.2005 00:01
Garðbæingar ánægðir með Garðabæ Helstu niðurstöður viðhorfskönnunar sem fyrirtækið IMG Gallup vann fyrir Garðabæ fyrr á þessu ári eru að íbúar eru almennt ánægðir með bæjarfélagið og þjónustu þess. 28.7.2005 00:01
IRA segist hættur vopnaðri baráttu Írski lýðveldisherinn, IRA, sem drap og limlesti þúsundir manna í 35 ára vopnaðri baráttu gegn breskum yfirráðum á Norður-Írlandi, lýsti því yfir í gær að hann væri hættur að beita ofbeldi sem pólitísku baráttutæki. Bæði írska og breska stjórnin, sem og ráðamenn víðar um heim, fögnuðu þessu sem mikilvægum áfanga í átt að varanlegum friði á Norður-Írlandi. 28.7.2005 00:01
Lúkasjenkó tekur Pólverja fyrir Viðleitni Pólverja til að ýta undir lýðræði í nágrannaríkinu Hvíta-Rússlandi hafa framkallað æ harðari viðbrögð af hálfu stjórnvalda í sovétlýðveldinu fyrrverandi. Þessi núningur náði nýju hámarki í gær er Pólverjar kölluðu sendiherra sinn heim frá hvít-rússnesku höfuðborginni Minsk. 28.7.2005 00:01
Discovery tengdist geimstöðinni Geimferjan Discovery tengdist alþjóðlegu geimstöðinni í gær, eftir að hafa tekið snúning alveg upp við hana til þess að unnt væri að taka nærmyndir af neðra byrði ferjunnar úr myndavél í stöðinni. Myndatakan er liður í rannsóknum á hugsanlegum skemmdum á ytra byrði geimferjunnar. 28.7.2005 00:01
Mótmæla tíðum strætóferðum Íbúar og húseigendur við Suðurgötu safna nú undirskriftum undir áskorun til borgarstjóra um að breyta hinu nýja leiðarkerfi Strætó svo tíðum strætóferðum um götunna linni en þeir segja vagnana fara 414 ferðir um götuna á hverjum virkum degi. 28.7.2005 00:01
35 ára stríði lokið á Írlandi Írski lýðveldisherinn, IRA, hefur ákveðið að leggja niður vopn. Þar með lýkur þrjátíu og fimm ára blóðugu tímabili í sögu samtakanna, sem talin eru bera ábyrgð á dauða nærri tvö þúsund manna. 28.7.2005 00:01
Sigurður Líndal ósáttur Sigurður Líndal formaður sérskipaðrar rannsóknarnefndar vegna flugslyssins í Skerjafirði árið 2000 hefur sent frá sér tilkynningu til allra annarra fjölmiðla en Stöðvar 2 í dag þar sem kemur fram að sérstökum blaðamannafundi sem átti að halda á morgun hafi verið aflýst vegna trúnaðarleka til Stöðvar 2 sem fjallaði um skýrsluna í kvöldfréttum í gær. 28.7.2005 00:01
Olíufélögin höfða mál Olíufélögin þrjú sem áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði að skyldu greiða samtals einn og hálfan milljarð króna í sektir fyrir ólöglegt verðsamráð, hafa öll höfðað mál til að fá úrskurðinum breytt. 28.7.2005 00:01
Jöklarnir hopa Jöklar Íslands munu hverfa á næstu 200 árum. Þetta er mat jarðeðlisfræðinga sem hafa gert framtíðarlíkön um bráðnun jökla. Litlar líkur eru taldar á því að hægt sé að snúa þessari þróun við, sem er að mestu leyti af mannavöldum. 28.7.2005 00:01
Eldsneytisskortur líklega ástæðan Eldsneytisskortur er langlíklegasta ástæða þess að flugvélin TF-GTI fórst í Skerjafirði þann 7. ágúst árið 2000 með þeim afleiðingum að sex létust. 28.7.2005 00:01
Djammið hafið í Eyjum Yfir fimmtán hundruð manns eru komin til Vestmannaeyja en húkkaraballið fræga verður haldið þar í kvöld. Fá tjöld voru komin upp á Akureyri í dag en í Galtalæk eru komnir um 500 gestir. Veðurfræðingar spá mildu veðri en samt einhverri vætu um helgina. 28.7.2005 00:01
Ætla enn að trufla umferð Yfir fimmtíu atvinnubílstjórar munu taka þátt í mótmælum vegna olíugjalds á morgun. Fjármálaráðherra óskaði eftir fundi með forsvarsmanni mótmælanna í dag sem ekki vildi hitta ráðherrann. Fulltrúar Landsbjargar segja mótmælin geta kostað mannslíf. 28.7.2005 00:01
Skuldir heimilanna aukast Skuldir heimilanna námu í árslok 2004 um 760 milljörðum og hafa vaxið um 15,2 prósent frá árinu á undan. Þetta kemur fram í yfirliti fjármálaráðuneytisins um helstu niðurstöður álagningar opinberra gjalda. 28.7.2005 00:01
Íslensk mynd í Hollywood "Ég get ekki upplýst hverjir þetta eru sem standa, þetta er á byrjunarstigi og ekkert hefur verið ákveðið með framleiðslu. 28.7.2005 00:01
Kjósa hugsanlega um stækkun álvers Hafnfirðingar fá hugsanlega að kjósa um stækkun álversins í Straumsvík á haustmánuðum að sögn Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra. 28.7.2005 00:01
Bjargað af þaki bifreiðar Bjarga þurfti feðgum af þaki bifreiðar, sem þeir höfðu fest úti í miðri Skyndidalsá skammt frá Höfn í Hornafirði, um hádegisbil í gær. Feðgarnir eru erlendir ferðamenn og höfðu fengið bifreiðina á bílaleigu. 28.7.2005 00:01
Listaverk skemmast í eldsvoða Skemmdir urðu á vinnuaðstöðu listamanna þegar eldur kom upp í Dugguvogi 3 á sjötta tímanum í gær. Eldurinn kom upp hjá Verksmiðjunni vinnandi fólki en eldsupptök eru enn óljós. Margir eru með starfsemi í húsinu og meðal annars eru þar tvær vinnustofur listamanna. 28.7.2005 00:01
Þrjú þúsund komin til Eyja Hátt í þrjú þúsund manns voru komin til Vestmannaeyja þegar blaðið var sent í prentun í gærkvöld, en búist er við 8-10.000 gestum þar um helgina. Allt hefur þó farið vel fram. "Þetta eru allt saman góðir krakkar sem eru komnir," sagði lögreglumaður í Eyjum sem rætt var við í gær. 28.7.2005 00:01
Mæling Hvannadalshnjúks bíður Í öllum kennslubókum og alfræðiritum stendur skrifað að Hvannadalshnjúkur sé hæsti tindur Íslands, 2119 metrar. Það er óumdeilt að hann er hæstur tinda, en ekki eru allir vissir um að hæðin sé rétt mæld. Nú á að skera úr um það með nákvæmustu mælitækjum sem til eru. Ekki tókst þó að hefja verkið í dag eins og til stóð. 27.7.2005 00:01
Byggð eykst enn í Kópavogi Hafist verður handa við byggingu fyrstu fjölbýlishúsanna við Lund í Kópavogi innan nokkurra vikna. Skammt frá munu tvö önnur hverfi rísa á næstu árum, það er á Kópavogstúni og bryggjuhverfi við Fossvoginn. 27.7.2005 00:01
Mótmælendur látnir lausir Tveir erlendir karlmenn og ein kona, sem voru handtekin eftir átök við lögreglu á vinnusvæði við Kárahnjúka í fyrrinótt , voru látin laus í gærkvöldi, en fyrr um kvöldið lá fyrir að Útlendingastofnun teldi ekki tilefni til að vísa fólkinu úr landi. 27.7.2005 00:01
Afsláttarfargjöld á háu verði Afsláttarfargjöld danska flugfélagsins Sterling, sem nú er í eigu sömu manna og eiga íslanska flugfélagið Iceland Express, eru í sumum tilvikum þrefalt hærri en fargjöld keppinautanna, að því er kemur fram í Jótlandspóstinum í dag. 27.7.2005 00:01
Íslenska þjóðin bjartsýn Þjóðin virðist vera óvenju bjartsýn og sátt við tilveruna, samkvæmt nýjustu væntingavísitölu Gallups. Hún hefur aldrei mælst jafn há síðan þessar mælingar hófust árið tvö þúsund og eitt. Hún hækkaði um ellefu prósent frá fyrra mánuði,- er fimmtán stigum hærri en í sama mánuði í fyrra og hefur vaxið um þrettán prósent síðastliðna tólf mánuði. 27.7.2005 00:01
Stuggað við blaðamanni Íslenskur lögreglumaður stuggaði síðdegis í gær við blaðamanni Víkurfrétta þar sem hann beið skammt frá afleggjaranum upp að aðalhliði varnarsvæðisins á Keflavíkurflugvelli, eftir að bílalest með vígtólum Clint Eastwoods æki þar um. Ætlaði hann að mynda lestina. 27.7.2005 00:01