Innlent

Skaftárhlaup að hefjast

Allt bendir til þess að vatn úr Skaftárkatli sé að brjóta sér leið undir Vatnajökli. Samkvæmt upplýsingum frá Magnúsi Tuma Guðmundssyni jarðvísindamanni er hæð í botni Skaftárkatla farið að nálgast þá stöðu sem verið hefur í byrjun fyrri hlaupa. Veðurstofan telur líkur á að vatn muni ná fram að jökulrönd snemma í fyrramálið. Síðan á fimmtudaginnn hafa óróapúlsar sést á jarðskjálftamælum Veðurstofunnar á Grímsfjalli og Skrokköldu. Þessu valda svokallaðir ísskjálftar í vestanverðum Vatnajökli. Óróinn kemur í hrinum sem vara í nokkra klukkutíma. Erfitt er að staðsetja þessa skjálfta nákvæmlega en allt bendir til þess að vatn úr Skaftárkatli sé að brjóta sér leið undir jöklinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×