Innlent

Áform litin alvarlegum augum

Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um hvernig brugðist verður við áformum atvinnubílstjóra um að loka gatnamótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar um verslunarmannahelgina, að sögn Arinbjarnar Snorrasonar hjá lögreglunni í Reykjavík. "Það er litið alvarlegum augum þegar loka á akstursleiðum," segir Arinbjörn og bætir við að málið verði skoðað frekar þegar betur liggi fyrir hvernig aðgerðirnar verði. Mikil áhersla verði lögð á að halda neyðarleiðum opnum, þannig að sjúkrabílar og neyðarliðar geti eftir sem áður komist leiðar sinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×