Innlent

Flestir spyrja um Eyjar

Ferðamannastraumurinn virðist að miklu leyti liggja á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina, samkvæmt fyrirspurnum sem afgreiðslufólk BSÍ fær þessa dagana. Að sögn Elínar Sævarsdóttur, afgreiðsludömu á BSÍ, er nánast einungis spurt um rútuferðir í ferjuna Herjólf, sem siglir til Eyja. "Eitthvað er líka um að fólk spyrjist fyrir um ferðir til Akureyrar en nánast ekkert um Galtalæk. Ég hef þó á tilfinningunni að það breytist í komandi viku," segir hún og játar að nánast ekkert sé um fyrirspurnir til þeirra staða sem ekki bjóða upp á einhvers konar hátíðir um helgina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×