Innlent

Íbúar ósáttir við drasl í Kópavogi

Bílhræ og járnadrasl vestast í Kópavogi er ekki til prýði. Íbúum finnst að þessu megnasta sjónmengun - en til stendur að gera endurbætur á iðnaðarhverfinu. Íbúar vestast í Kópavogi eru ekki allir sáttir við umhverfi sitt vegna drasls sem er þar víða. Númerslaus bílhræ og járnadrasl menga sýn á mörgum stöðum. Innan um má þó sjá hvar fólk hefur reynt að fegra umhverfið með blómakerum. Hverfið er að mestu iðnaðarhverfi en færst hefur í aukana að fólk búi þar. Á Bakkabrautinni eru fín hús við höfnina með útsýni yfir sjóinn. Úlfar Eysteinsson veitingamaður býr við Bakkabrautina og hann bíður eftir umbótum. Að bílhræjunum og járninu undanskildu hefur því brugðið við að fólk losi sig við garða- og byggingaúrgang, sem á erindi í Sorpu, þar sem unnið er að landfyllingu. Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri Kópavogs, er ekki sáttur við þá þróun. En er verið að vinna að heildarmynd svæðisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×