Engar reglur um ferðamenn í neyð 24. júlí 2005 00:01 Þrátt fyrir miklar náttúruhamfarir og hryðjuverk á vinsælum ferðamannastöðum að undanförnu hafa íslensk stjórnvöld ekki gert neina aðgerðaáætlun um hvort eða hvernig staðið skuli að fólksflutningum við slíkar aðstæður. Ferðaskrifstofum er í sjálfsvald sett hvort þær bregðast við ef hryðjuverk verða á þeim slóðum sem Íslendingar dvelja. Dönsk stjónvöld hafa varað fólk við ferðalögum til Sínaí-skaga í Egyptalandi í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Sherm-El-Sheik, en sjá hins vegar ekki ástæðu til að flytja á brott þá 700 Dani sem nú eru á svæðinu. Eigendur danskra ferðaskrifstofa eru æfir, tryggingar greiða ekki kostnaðinn sem af því hlýst að flytja fólkið heim fyrr en áætlað var og ferðaskrifstofurnar þurfa að borga brúsann. Þá kallar stjórnarandstaðan eftir aðgerðaráætlun sem tekur til slíkra aðstæðna, því í Danmörku er engin slík til, ekki frekar en hér. Magnús Harðarson formaður samtaka ferðaskrifastofueigenda segir enga slíka áætlun vera til og honum fannst eðlilegt að fara huga að því að gera slíkar ráðstafanir eða búa til reglur um hvernig haga skuli heimflutningi íslenskra ferðamanna. Í skilmálum Samtaka Ferðaþjónustunnar segir að ferðaskrifstofa beri enga ábyrgða á ófyrirsjáanlegum aðstæðum, sem hún fær engu um ráðið. Þetta ákvæði tekur til náttúruhamfara, stríðsátaka og hryðjuverka. Í skilmálunum er auk þess tekið fram að farþegi eigi ekki rétt til endurgreiðslu við slíkar aðstæður. Verði hryðjuverkaárás gerð á einhvern þeirra sumarleyfisstaða sem Íslendingar flykkjast til er ferðaskrifstofum því í raun í sjálfsvald sett hvort eða hvernig þær bregðast við. Magnús sagði að sú staða gæti komið upp að Íslendingar gætu orðið strandaglópar lentu þeir í þeim aðstæðum að hugsanlega hætta væri á ferðum á ferðalögum þeirra. Magnus gerir ráð fyrir að stjórnvöld grípi til viðeigandi ráðstafana. Einnig er ákvæði í skilmálum ferðaskrifstofa um að fólki sé ávallt heimilt að afturkalla pöntun vegna stríðsaðgerða, lífshættulegra smitsjúkdóma eða annarra hlistæðra tilvika og fá endurgreitt. Þetta ákvæði tekur þó ekki til mögulegrar hættu á hryðjuverkum, líkt og hótunum þeirra sem stóðu fyrir árásunum í London um að Ítalía og Danmörk væru næst. Magnús sagði slíkt ekki vera fyrir hendi á Íslandi í dag og taldi það erfitt þar sem ómögulegt væri að skipuleggja slíka flutninga þegar ekki væri um raunverulega atburði að ræða. Fréttir Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Þrátt fyrir miklar náttúruhamfarir og hryðjuverk á vinsælum ferðamannastöðum að undanförnu hafa íslensk stjórnvöld ekki gert neina aðgerðaáætlun um hvort eða hvernig staðið skuli að fólksflutningum við slíkar aðstæður. Ferðaskrifstofum er í sjálfsvald sett hvort þær bregðast við ef hryðjuverk verða á þeim slóðum sem Íslendingar dvelja. Dönsk stjónvöld hafa varað fólk við ferðalögum til Sínaí-skaga í Egyptalandi í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Sherm-El-Sheik, en sjá hins vegar ekki ástæðu til að flytja á brott þá 700 Dani sem nú eru á svæðinu. Eigendur danskra ferðaskrifstofa eru æfir, tryggingar greiða ekki kostnaðinn sem af því hlýst að flytja fólkið heim fyrr en áætlað var og ferðaskrifstofurnar þurfa að borga brúsann. Þá kallar stjórnarandstaðan eftir aðgerðaráætlun sem tekur til slíkra aðstæðna, því í Danmörku er engin slík til, ekki frekar en hér. Magnús Harðarson formaður samtaka ferðaskrifastofueigenda segir enga slíka áætlun vera til og honum fannst eðlilegt að fara huga að því að gera slíkar ráðstafanir eða búa til reglur um hvernig haga skuli heimflutningi íslenskra ferðamanna. Í skilmálum Samtaka Ferðaþjónustunnar segir að ferðaskrifstofa beri enga ábyrgða á ófyrirsjáanlegum aðstæðum, sem hún fær engu um ráðið. Þetta ákvæði tekur til náttúruhamfara, stríðsátaka og hryðjuverka. Í skilmálunum er auk þess tekið fram að farþegi eigi ekki rétt til endurgreiðslu við slíkar aðstæður. Verði hryðjuverkaárás gerð á einhvern þeirra sumarleyfisstaða sem Íslendingar flykkjast til er ferðaskrifstofum því í raun í sjálfsvald sett hvort eða hvernig þær bregðast við. Magnús sagði að sú staða gæti komið upp að Íslendingar gætu orðið strandaglópar lentu þeir í þeim aðstæðum að hugsanlega hætta væri á ferðum á ferðalögum þeirra. Magnus gerir ráð fyrir að stjórnvöld grípi til viðeigandi ráðstafana. Einnig er ákvæði í skilmálum ferðaskrifstofa um að fólki sé ávallt heimilt að afturkalla pöntun vegna stríðsaðgerða, lífshættulegra smitsjúkdóma eða annarra hlistæðra tilvika og fá endurgreitt. Þetta ákvæði tekur þó ekki til mögulegrar hættu á hryðjuverkum, líkt og hótunum þeirra sem stóðu fyrir árásunum í London um að Ítalía og Danmörk væru næst. Magnús sagði slíkt ekki vera fyrir hendi á Íslandi í dag og taldi það erfitt þar sem ómögulegt væri að skipuleggja slíka flutninga þegar ekki væri um raunverulega atburði að ræða.
Fréttir Innlent Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði